Frægur eftir að hafa hermt eftir markverði: „Varð miklu stærra en ég hélt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2022 10:01 Þorleifur Úlfarsson sýndi leikhæfileika sína þegar hann hermdi eftir markverði UCLA. vísir/vilhelm Þorleifur Úlfarsson vakti mikla athygli, jafnvel heimsathygli, fyrir rimmu sína við markvörð UCLA í bandaríska háskólaboltanum. Hann segir að atvikið hafi orðið miklu stærra en hann bjóst við. Eftir að Duke komst yfir í leik gegn UCLA ákvað Þorleifur að salta í sár markvarðar liðsins og gerði grín að tilraunum hans til að reyna að verja. Það mæltist ekki vel fyrir hjá markverðinum og samherja hans sem hrinti Þorleifi. Myndband af atvikinu fór eins og eldur um sinu um netheima og fékk mikið áhorf. Þorleifur fékk því miklu meiri athygli en hann gat ímyndað sér. His reaction when Duke took the lead in the NCAA Men's Soccer Tournament. pic.twitter.com/sOt7oAMXUz— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2021 „Þetta varð miklu stærra en ég hélt það yrði. Þetta varð alveg rugl stórt og kom mjög á óvart. Þetta varð miklu neikvæðara en maður hélt þannig maður reyndi bara að blokka þetta út og pæla ekkert í þessu,“ sagði Þorleifur í samtali við Vísi. Hann segir að markvörðurinn hafi verið með mikla stæla í leiknum og á endanum hafi hann fengið nóg. „Jájá, kannski aðeins meira en venjulega og þetta fór aðeins of mikið í taugarnar. En þetta er bara eins og gengur og gerist,“ sagði Þorleifur. Hann átti gott tímabil með Duke og skoraði fimmtán mörk fyrir Bládjöflana sem enduðu í 2. sæti í hinni sterku ACC-deild. Þorleifur var valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Hann er í nýliðavali MLS-deildarinnar sem hefst klukkan 20:00 í kvöld og búist er við því að hann verði valinn með þeim fyrstu. Hann viðurkennir að atvikið með markvörð UCLA hafi undið heldur betur upp á sig. „Jújú, þegar maður sér að milljónir manns hafa horft á þetta er þetta orðið miklu stærra en maður hélt,“ sagði Þorleifur sem er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn leik með liðinu í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar. Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira
Eftir að Duke komst yfir í leik gegn UCLA ákvað Þorleifur að salta í sár markvarðar liðsins og gerði grín að tilraunum hans til að reyna að verja. Það mæltist ekki vel fyrir hjá markverðinum og samherja hans sem hrinti Þorleifi. Myndband af atvikinu fór eins og eldur um sinu um netheima og fékk mikið áhorf. Þorleifur fékk því miklu meiri athygli en hann gat ímyndað sér. His reaction when Duke took the lead in the NCAA Men's Soccer Tournament. pic.twitter.com/sOt7oAMXUz— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2021 „Þetta varð miklu stærra en ég hélt það yrði. Þetta varð alveg rugl stórt og kom mjög á óvart. Þetta varð miklu neikvæðara en maður hélt þannig maður reyndi bara að blokka þetta út og pæla ekkert í þessu,“ sagði Þorleifur í samtali við Vísi. Hann segir að markvörðurinn hafi verið með mikla stæla í leiknum og á endanum hafi hann fengið nóg. „Jájá, kannski aðeins meira en venjulega og þetta fór aðeins of mikið í taugarnar. En þetta er bara eins og gengur og gerist,“ sagði Þorleifur. Hann átti gott tímabil með Duke og skoraði fimmtán mörk fyrir Bládjöflana sem enduðu í 2. sæti í hinni sterku ACC-deild. Þorleifur var valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Hann er í nýliðavali MLS-deildarinnar sem hefst klukkan 20:00 í kvöld og búist er við því að hann verði valinn með þeim fyrstu. Hann viðurkennir að atvikið með markvörð UCLA hafi undið heldur betur upp á sig. „Jújú, þegar maður sér að milljónir manns hafa horft á þetta er þetta orðið miklu stærra en maður hélt,“ sagði Þorleifur sem er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn leik með liðinu í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira