„Gæsluvarðhald nauðsynlegt til þess að verja líf og limi samborgara“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 22:05 Gæsluvarðhaldið varir til 26. janúar í mesta lagi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að maður skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna sex ætlaðra alvarlegra ofbeldisbrota. Maðurinn var nýlega handtekinn vopnaður haglabyssu og sveðju á Höfða í Reykjavík. Samkvæmt úrskurði Landsréttar hófst meint brotahrina mannsins í júní á síðasta ári. Þar var maðurinn handtekinn grunaður um að hafa ekið sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fannst mikið magn fíkniefna og rúmar 250 þúsund krónur í reiðufé. Þá er maðurinn talinn hafa ráðist á annan við veitingahús í Reykjavík í október á þessu ári. Maðurinn er sakaður um að hafa skallað brotaþola, kýlt hann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann missti framtönn. Grunaður um meiriháttar líkamsárás Snemma í desember á árinu sem var að líða var lögregla kölluð til vegna innbrots, hótana og þjófnaðar en brotaþoli á vettvangi sagði að maðurinn umræddi hefði ráðist inn á heimili þeirra, hótað að drepa viðstadda og stolið þar að auki farsíma af brotaþola. Nokkrum dögum síðar fór lögregla í annað útkall vegna meintrar líkamsárásar mannsins en hann á að hafa slegið annan mann í andlitið og dregið upp járnrör í kjölfarið. Brotaþola tókst að verjast atlögunni að mestu leyti. Þann 18. desember á síðasta ári var lögregla kölluð til vegna meiriháttar líkamsárásar en þar kvað brotaþoli ákærða hafa ruðst inn á heimili sitt, kýlt sig nokkrum höggum í andlitið, hrint henni í gólfið og stigið á hana. Maðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögregla hefur myndbandsupptöku undir höndum sem staðfesti frásögn hennar af atvikum. Vopnaður haglabyssu og sveðju Í lok desembermánaðar fór sérsveit lögreglu í útkall eftir að tilkynning hafði borist um mann sem vopnaður var afsagaðri haglabyssu og sveðju. Maðurinn gekk inn á bílasölu í verslunarhverfi og kvaðst vera að leita að einhverjum. Samkvæmt vitnum var hann í annarlegu ástandi en starfsmenn bílasölunnar héldu fyrst að um hrekk væri að ræða. Maðurinn tók upp sveðju í kjölfarið en lögregla kom fljótt á vettvang. Vísir greindi frá handtökunni á sínum tíma en maðurinn var handtekinn á Höfðanum vopnaður sveðju og haglabyssu þann 28. desember síðastliðinn. Landsréttur var sammála úrskurði héraðsdóms og taldi áframhaldandi gæsluvarðhald mannsins nauðsynlegt og dómurinn féllst ekki á vistun mannsins á sjúkrastofnun. Í forsendum héraðsdóms segir orðrétt: „Vegna brota kærða í þessum mánuði sé gæsluvarðhald nauðsynlegt til þess að verja líf og limi samborgara hans.“ Sum meintra ofbeldisbrota hafi verið algerlega tilefnislaus en í öðrum tilvikum hafi maðurinn brugðist við með miklu offorsi og bareflum. Öll meint brot mannsins eru til rannsóknar hjá lögreglu en úrskurð Landsréttar má lesa í heild sinni hér. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Samkvæmt úrskurði Landsréttar hófst meint brotahrina mannsins í júní á síðasta ári. Þar var maðurinn handtekinn grunaður um að hafa ekið sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fannst mikið magn fíkniefna og rúmar 250 þúsund krónur í reiðufé. Þá er maðurinn talinn hafa ráðist á annan við veitingahús í Reykjavík í október á þessu ári. Maðurinn er sakaður um að hafa skallað brotaþola, kýlt hann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann missti framtönn. Grunaður um meiriháttar líkamsárás Snemma í desember á árinu sem var að líða var lögregla kölluð til vegna innbrots, hótana og þjófnaðar en brotaþoli á vettvangi sagði að maðurinn umræddi hefði ráðist inn á heimili þeirra, hótað að drepa viðstadda og stolið þar að auki farsíma af brotaþola. Nokkrum dögum síðar fór lögregla í annað útkall vegna meintrar líkamsárásar mannsins en hann á að hafa slegið annan mann í andlitið og dregið upp járnrör í kjölfarið. Brotaþola tókst að verjast atlögunni að mestu leyti. Þann 18. desember á síðasta ári var lögregla kölluð til vegna meiriháttar líkamsárásar en þar kvað brotaþoli ákærða hafa ruðst inn á heimili sitt, kýlt sig nokkrum höggum í andlitið, hrint henni í gólfið og stigið á hana. Maðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögregla hefur myndbandsupptöku undir höndum sem staðfesti frásögn hennar af atvikum. Vopnaður haglabyssu og sveðju Í lok desembermánaðar fór sérsveit lögreglu í útkall eftir að tilkynning hafði borist um mann sem vopnaður var afsagaðri haglabyssu og sveðju. Maðurinn gekk inn á bílasölu í verslunarhverfi og kvaðst vera að leita að einhverjum. Samkvæmt vitnum var hann í annarlegu ástandi en starfsmenn bílasölunnar héldu fyrst að um hrekk væri að ræða. Maðurinn tók upp sveðju í kjölfarið en lögregla kom fljótt á vettvang. Vísir greindi frá handtökunni á sínum tíma en maðurinn var handtekinn á Höfðanum vopnaður sveðju og haglabyssu þann 28. desember síðastliðinn. Landsréttur var sammála úrskurði héraðsdóms og taldi áframhaldandi gæsluvarðhald mannsins nauðsynlegt og dómurinn féllst ekki á vistun mannsins á sjúkrastofnun. Í forsendum héraðsdóms segir orðrétt: „Vegna brota kærða í þessum mánuði sé gæsluvarðhald nauðsynlegt til þess að verja líf og limi samborgara hans.“ Sum meintra ofbeldisbrota hafi verið algerlega tilefnislaus en í öðrum tilvikum hafi maðurinn brugðist við með miklu offorsi og bareflum. Öll meint brot mannsins eru til rannsóknar hjá lögreglu en úrskurð Landsréttar má lesa í heild sinni hér.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira