Gerrard gæti endurnýjað kynnin við gamlan liðsfélaga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. janúar 2022 17:31 Steven Gerrard og Philippe Coutinho léku saman með Liverpool í tvö og hálft ár á sínum tíma. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Framtíð brasilíska knattspyrnumannsins Philippe Coutinho hjá Barcelona hefur verið í umræðunni síðustu daga og leikmaðurinn hefur verið orðaður við ýmis félög á Englandi. Þar á meðal er Aston Villa, en Coutinho lék með stjóra liðsins, Steven Gerrard, hjá Liverpool á sínum tíma. Meðal liða sem Coutinho hefur verið orðaður við eru Lundúnaliðin Arsenal og Tottenham, en nú berast fregnir af því að Aston Villa gæti blandað sér í baráttuna. Coutinho og Gerrard léku saman hjá Liverpool frá 2013 til 2015 og voru hársbreidd frá því að vinna ensku úrvalsdeildina saman árið 2014. Aston Villa are in direct contact with Philippe Coutinho agent to negotiate potential loan move, as first reported by @tjcope @helenacondis. It’s not a done deal/agreed yet. 🇧🇷 #AVFCCoutinho has been discussed with 3 Premier League clubs. He’s open and prepared to leave Barça.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 5, 2022 Gerrard vill þó ekki gefa neitt upp um það hvort að eitthvað sé til í þessum sögusögnum, en segir þó að Coutinho sé einstakur fótboltamaður. „Hann er leikmaður sem ég ber gríðarlega virðingu fyrir, en ég vil ekki ýta undir þessa orðróma þar sem hann er í eigu Barcelona,“ sagði Gerrard á blaðamannafundi í gær. „Ég held að maður fái ekki viðurnefnið „Töframaðurinn“ (e. The Magician) án þess að vera einstakur fótboltamaður.“ „Ég hef ekkert nema jákvæða hluti að segja um leikmanninn. Hann er vinur minn þannig að ef að ég fæ spurningar um hann þá get ég talað um hann eins lengi og þið viljið. En ef að þið eruð að reyna að veiða eitthvað upp úr mér þá eigum við langan dag framundan,“ sagði Gerrard að lokum léttur í bragði. 🗣 "If you're looking to catch me out, you're in for a long afternoon." 😅Steven Gerrard not giving anything away as he's peppered with questions about Philippe Coutinho to Aston Villa 👀 pic.twitter.com/9V4P4otJzw— Football Daily (@footballdaily) January 6, 2022 Coutinho gekk til liðs við Liverpool í janúar árið 2013 frá ítalska liðinu Inter og lék þá með Gerrard í tvö og hálft ár áður en sá síðarnefndi hélt til LA Galaxy árið 2015. Brasilíumaðurinn spilaði með Liverpool til ársins 2018, en þá var hann keyptur til Barcelona á 142 milljónir punda. Hann hefur þó ekki staðið undir væntingum og er sagður vera að leita sér að nýrri áskorun. Þrátt fyrir að hafa ekki staðið undir væntingum hefur Coutinho tekist að vinna spnsku deildina í tvígang með Barcelona, sem og spænska bikarinn Copa del Rey. Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Meðal liða sem Coutinho hefur verið orðaður við eru Lundúnaliðin Arsenal og Tottenham, en nú berast fregnir af því að Aston Villa gæti blandað sér í baráttuna. Coutinho og Gerrard léku saman hjá Liverpool frá 2013 til 2015 og voru hársbreidd frá því að vinna ensku úrvalsdeildina saman árið 2014. Aston Villa are in direct contact with Philippe Coutinho agent to negotiate potential loan move, as first reported by @tjcope @helenacondis. It’s not a done deal/agreed yet. 🇧🇷 #AVFCCoutinho has been discussed with 3 Premier League clubs. He’s open and prepared to leave Barça.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 5, 2022 Gerrard vill þó ekki gefa neitt upp um það hvort að eitthvað sé til í þessum sögusögnum, en segir þó að Coutinho sé einstakur fótboltamaður. „Hann er leikmaður sem ég ber gríðarlega virðingu fyrir, en ég vil ekki ýta undir þessa orðróma þar sem hann er í eigu Barcelona,“ sagði Gerrard á blaðamannafundi í gær. „Ég held að maður fái ekki viðurnefnið „Töframaðurinn“ (e. The Magician) án þess að vera einstakur fótboltamaður.“ „Ég hef ekkert nema jákvæða hluti að segja um leikmanninn. Hann er vinur minn þannig að ef að ég fæ spurningar um hann þá get ég talað um hann eins lengi og þið viljið. En ef að þið eruð að reyna að veiða eitthvað upp úr mér þá eigum við langan dag framundan,“ sagði Gerrard að lokum léttur í bragði. 🗣 "If you're looking to catch me out, you're in for a long afternoon." 😅Steven Gerrard not giving anything away as he's peppered with questions about Philippe Coutinho to Aston Villa 👀 pic.twitter.com/9V4P4otJzw— Football Daily (@footballdaily) January 6, 2022 Coutinho gekk til liðs við Liverpool í janúar árið 2013 frá ítalska liðinu Inter og lék þá með Gerrard í tvö og hálft ár áður en sá síðarnefndi hélt til LA Galaxy árið 2015. Brasilíumaðurinn spilaði með Liverpool til ársins 2018, en þá var hann keyptur til Barcelona á 142 milljónir punda. Hann hefur þó ekki staðið undir væntingum og er sagður vera að leita sér að nýrri áskorun. Þrátt fyrir að hafa ekki staðið undir væntingum hefur Coutinho tekist að vinna spnsku deildina í tvígang með Barcelona, sem og spænska bikarinn Copa del Rey.
Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira