Löður sendir frá sér nýtt lag og myndband Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. janúar 2022 14:33 Dúettinn Löður var að senda frá sér nýtt lag. Löður/Jónatan Grétarsson Hljómsveitin Löður frumflutti á Bylgjunni í gær lagið Himinn og haf. Myndbandið við lagið er nú komið út. Himinn og haf er annað lagið sem hljómsveitin Löður sendir frá sér en fyrsta lagið þeirra var Þér fylgja englar. Löður er dúett skipaður Maríu Ólafs söngkonu og Einari Erni Jónssyni úr hljómsveitinni Í svörtum fötum. Lag, texti og útsetning er eftir Einar Örn Jónsson. „Í þessu lagi er Einar svolítið að leika sér með þennan frasa - að það sé himinn og haf á milli fólks. Alveg eins og með fjarlægðina milli himinsins og hafsins, þá er það dálítið afstætt og undir manni sjálfum komið hvernig við upplifum samband okkar við annað fólk. Eins og með hálffulla og hálftóma glasið,“ segir María í samtali við Lífið. Með hljómsveitinni leika einnig Gunnar Leó Pálsson , Friðrik Sturluson og Kristinn Sturluson. Strengjakvartettinn í laginu skipa Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir , Herdís Anna Jónsdóttir og Júlía Mogensen . Bakraddir syngja Baldur Einarsson og Einar Örn Jónsson. Myndbandið gerði Margrét Einarsdóttir ásamt Jónatan Grétarssyni og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Löður - Himinn og haf „Löður er afar lýsandi fyrir þessa hljómsveit. Spikk og span, tandurhrein popptónlist og svo er ekki hægt að segja ballöður án þess að segja Löður,“ útskýrir María um nafn hljómsveitarinnar. „Framundan er að halda ballöðutónleika við fyrsta tækifæri. Við fylgjumst vel með öllum minnisblöðum og verðum tilbúin með tuttugu ballöður og tíu manna hljómsveit um leið og færi gefst. Einnig getum við komið fram á hvers kyns viðburðum í öllum mögulegum útgáfum, allt frá dúett og upp úr. Við höldum svo áfram að gefa út okkar eigin tónlist.“ María og trommarinn Gunnar Leó eiga von á barni saman og tilkynntu það fyrr í vikunni á samfélagsmiðlum eins og fram kom hér á Vísi. María og Einar Örn ræddu nýja lagið við Ívar Guðmunds á Bylgjunni í gær og má heyra viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. „Þetta er hjónabandsráðgjöf í skammdeginu,“sagði Einar um lagið í viðtalinu. Tónlist Tengdar fréttir Eiga von á sínu fyrsta barni Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eiga von á sínu fyrsta barni. 1. janúar 2022 09:35 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Himinn og haf er annað lagið sem hljómsveitin Löður sendir frá sér en fyrsta lagið þeirra var Þér fylgja englar. Löður er dúett skipaður Maríu Ólafs söngkonu og Einari Erni Jónssyni úr hljómsveitinni Í svörtum fötum. Lag, texti og útsetning er eftir Einar Örn Jónsson. „Í þessu lagi er Einar svolítið að leika sér með þennan frasa - að það sé himinn og haf á milli fólks. Alveg eins og með fjarlægðina milli himinsins og hafsins, þá er það dálítið afstætt og undir manni sjálfum komið hvernig við upplifum samband okkar við annað fólk. Eins og með hálffulla og hálftóma glasið,“ segir María í samtali við Lífið. Með hljómsveitinni leika einnig Gunnar Leó Pálsson , Friðrik Sturluson og Kristinn Sturluson. Strengjakvartettinn í laginu skipa Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir , Herdís Anna Jónsdóttir og Júlía Mogensen . Bakraddir syngja Baldur Einarsson og Einar Örn Jónsson. Myndbandið gerði Margrét Einarsdóttir ásamt Jónatan Grétarssyni og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Löður - Himinn og haf „Löður er afar lýsandi fyrir þessa hljómsveit. Spikk og span, tandurhrein popptónlist og svo er ekki hægt að segja ballöður án þess að segja Löður,“ útskýrir María um nafn hljómsveitarinnar. „Framundan er að halda ballöðutónleika við fyrsta tækifæri. Við fylgjumst vel með öllum minnisblöðum og verðum tilbúin með tuttugu ballöður og tíu manna hljómsveit um leið og færi gefst. Einnig getum við komið fram á hvers kyns viðburðum í öllum mögulegum útgáfum, allt frá dúett og upp úr. Við höldum svo áfram að gefa út okkar eigin tónlist.“ María og trommarinn Gunnar Leó eiga von á barni saman og tilkynntu það fyrr í vikunni á samfélagsmiðlum eins og fram kom hér á Vísi. María og Einar Örn ræddu nýja lagið við Ívar Guðmunds á Bylgjunni í gær og má heyra viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. „Þetta er hjónabandsráðgjöf í skammdeginu,“sagði Einar um lagið í viðtalinu.
Tónlist Tengdar fréttir Eiga von á sínu fyrsta barni Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eiga von á sínu fyrsta barni. 1. janúar 2022 09:35 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Eiga von á sínu fyrsta barni Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eiga von á sínu fyrsta barni. 1. janúar 2022 09:35