Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 6. janúar 2022 12:43 Frystihúsið Vísir í Grindavík hefur orðið fyrir stórtjóni vegna sjósins sem flætt hefur inn í frystihúsið í morgun. Vísir/Vilhelm Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. „Það er aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni en menn verða bara að taka á því og vinna úr því,“ sagði Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það komu gusur hérna inn en þetta er búið að vera óeðlilega lengi að renna frá og mér finnst kannski umfangið meira en þetta er allt í skoðun og við erum eins og þið sjáið í björgunaraðgerðum. Fyrst og fremst er sýnilegt að tjón hefur orðið á einhverjum afurðum og hráefni. Búnaðurinn sjálfur er ekki í mikilli hættu en svo eigum við eftir að sjá hvernig þetta fer með húsið og annað,“ segir Pétur. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Allir meðlimir björgunarsveitarinnar Þorbjörns voru klæddir í flóðgalla og staddir niðri á höfn fyrir hádegi til að takast á við krefjandi verkefni sem þar biðu þeirra. Tjónið að sögn Péturs er mjög mikið þó að fólki kunni að finnast að ekki mikið hafi skemmst. „Eitt bretti er nú bara milljón þannig að þetta er mjög stórt tjón þó þetta sé lítið af afurðum“ Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að sjórinn hafi verið um hálfs metra djúpur á hafnarsvæðinu fyrir hádegi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir vatnsmagnið svo mikið í flóðinu að það taki langan tíma að dæla. Hann hafi ekki gert ráð fyrir að ástandið yrði svo slæmt. „Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en vatnið við fiskvinnsluna liggur hærra en við áttum von á,“ segir Fannar. Átökin séu þó ekki búin þar sem önnur holskefla ríði yfir bæinn í kvöld. „Slökkviliðið og björgunarsveitirnar eru að vinna á fullu við að reyna að koma vatninu í burtu og dælurnar sem að fyrir voru virka nú ennþá hjá okkur en þetta er svo mikið vatnsmagn sem kom hérna að það er tímafrekt að tæma þetta.“ Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík segir aðgerðir hafa gengið ágætlega fram eftir morgni. „Eina er að niðurföllin hafa ekki undan þannig að við þurfum að dæla öllu af planinu. Eins og þið sjáið er þetta gífurlegt magn og við erum að dæla sjö eða átta þúsund lítrum á mínútu. En þetta minnkar,“ segir Einar. Fyrirséð er að sjór haldi áfram að ganga á land en slökkviliðið er að vinna í því að tæma planið til þess að verja húsin við höfnina eins og hægt er svo ekki flæði inn í frystihúsið aftur. Vísir/VilhelmBjörgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/Vilhelm Grindavík Veður Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Það er aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni en menn verða bara að taka á því og vinna úr því,“ sagði Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það komu gusur hérna inn en þetta er búið að vera óeðlilega lengi að renna frá og mér finnst kannski umfangið meira en þetta er allt í skoðun og við erum eins og þið sjáið í björgunaraðgerðum. Fyrst og fremst er sýnilegt að tjón hefur orðið á einhverjum afurðum og hráefni. Búnaðurinn sjálfur er ekki í mikilli hættu en svo eigum við eftir að sjá hvernig þetta fer með húsið og annað,“ segir Pétur. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Allir meðlimir björgunarsveitarinnar Þorbjörns voru klæddir í flóðgalla og staddir niðri á höfn fyrir hádegi til að takast á við krefjandi verkefni sem þar biðu þeirra. Tjónið að sögn Péturs er mjög mikið þó að fólki kunni að finnast að ekki mikið hafi skemmst. „Eitt bretti er nú bara milljón þannig að þetta er mjög stórt tjón þó þetta sé lítið af afurðum“ Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að sjórinn hafi verið um hálfs metra djúpur á hafnarsvæðinu fyrir hádegi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir vatnsmagnið svo mikið í flóðinu að það taki langan tíma að dæla. Hann hafi ekki gert ráð fyrir að ástandið yrði svo slæmt. „Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en vatnið við fiskvinnsluna liggur hærra en við áttum von á,“ segir Fannar. Átökin séu þó ekki búin þar sem önnur holskefla ríði yfir bæinn í kvöld. „Slökkviliðið og björgunarsveitirnar eru að vinna á fullu við að reyna að koma vatninu í burtu og dælurnar sem að fyrir voru virka nú ennþá hjá okkur en þetta er svo mikið vatnsmagn sem kom hérna að það er tímafrekt að tæma þetta.“ Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík segir aðgerðir hafa gengið ágætlega fram eftir morgni. „Eina er að niðurföllin hafa ekki undan þannig að við þurfum að dæla öllu af planinu. Eins og þið sjáið er þetta gífurlegt magn og við erum að dæla sjö eða átta þúsund lítrum á mínútu. En þetta minnkar,“ segir Einar. Fyrirséð er að sjór haldi áfram að ganga á land en slökkviliðið er að vinna í því að tæma planið til þess að verja húsin við höfnina eins og hægt er svo ekki flæði inn í frystihúsið aftur. Vísir/VilhelmBjörgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/Vilhelm
Grindavík Veður Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira