360 börn voru bólusett á Selfossi í gær Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. janúar 2022 12:30 Heilbrigðisstofnun Suðurlands vilhelm gunnarsson Bólusetningar barna hófust á Selfossi í gær þegar um 360 börn voru bólusett. Heilbrigðisstofnanir um land allt undirbúa nú bólusetningu barna á aldrinum fimm til ellefu ára. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að hefja leika á mánudaginn. Upphaflega stóð til að börnin yrðu bólusett í skólum en í gær var tekin ákvörðun um að færa framkvæmdina inn í Laugardalshöll vegna manneklu hjá heilsugæslunni. Bólusetningar barna hófust á Selfossi í gær þegar um 360 börn voru bólusett. En þau eru tíu og ellefu ára. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á Heilsugæslunni á Selfossi segir að dagurinn hafi gengið mjög vel. „Þetta var um 60% mæting sem mér finnst bara mjög gott. Gott fyrirkomulag hjá okkur.“ Hvar eru börnin bólusett? „Þau eru bólusett í einum skóla hér á Selfossi sem við fengum til afnota eftir skólatíma. Byrjum klukkan fjögur þegar skóla var lokið og allir starfsmenn farnir og vorum til átta í gærkvöldi að bólusetja.“ Börn búsett í Árnessýslu verða bólusett á Selfossi í ljósi samstarfsverkefnis. Í næstu viku verða sjö, átta og níu ára börn bólusett á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisstofnun Austurlands liggur ekki fyrir hvar börn verði bólusett í næstu viku en unnið er að framkvæmdinni. Þá er einnig unnið að útfærslu á Norðurlandi. Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. „Menn eru að skoða tvær leiðir annars vegar að bólusetja í skólum eða á hefðbundnum bólusetningarstöðum sem við höfum notað og það getur verið misjafnt eftir svæðum hvaða leið verður farið. Það fer eftir því hvað hentar og hverjar aðstæður eru á hverjum stað.“ Ekki náðist í forsvarsmenn heilbrigðisstofnunar Vesturlands við vinnslu fréttarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Árborg Tengdar fréttir Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13 Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30 Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. 5. janúar 2022 15:58 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fleiri fréttir Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Sjá meira
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að hefja leika á mánudaginn. Upphaflega stóð til að börnin yrðu bólusett í skólum en í gær var tekin ákvörðun um að færa framkvæmdina inn í Laugardalshöll vegna manneklu hjá heilsugæslunni. Bólusetningar barna hófust á Selfossi í gær þegar um 360 börn voru bólusett. En þau eru tíu og ellefu ára. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á Heilsugæslunni á Selfossi segir að dagurinn hafi gengið mjög vel. „Þetta var um 60% mæting sem mér finnst bara mjög gott. Gott fyrirkomulag hjá okkur.“ Hvar eru börnin bólusett? „Þau eru bólusett í einum skóla hér á Selfossi sem við fengum til afnota eftir skólatíma. Byrjum klukkan fjögur þegar skóla var lokið og allir starfsmenn farnir og vorum til átta í gærkvöldi að bólusetja.“ Börn búsett í Árnessýslu verða bólusett á Selfossi í ljósi samstarfsverkefnis. Í næstu viku verða sjö, átta og níu ára börn bólusett á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisstofnun Austurlands liggur ekki fyrir hvar börn verði bólusett í næstu viku en unnið er að framkvæmdinni. Þá er einnig unnið að útfærslu á Norðurlandi. Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. „Menn eru að skoða tvær leiðir annars vegar að bólusetja í skólum eða á hefðbundnum bólusetningarstöðum sem við höfum notað og það getur verið misjafnt eftir svæðum hvaða leið verður farið. Það fer eftir því hvað hentar og hverjar aðstæður eru á hverjum stað.“ Ekki náðist í forsvarsmenn heilbrigðisstofnunar Vesturlands við vinnslu fréttarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðisstofnun Suðurlands Árborg Tengdar fréttir Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13 Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30 Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. 5. janúar 2022 15:58 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fleiri fréttir Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar kannast ekki við hjartalyf í bóluefnum barna Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekkert „hjartalyf“ sé í bóluefnum sem börn fái við kórónuveirunni, en þar sé hins vegar ákveðið hjálparefni, sem á að auka geymslutíma bóluefnisins. Til stendur að hefja bólusetningar fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára í næstu viku. 5. janúar 2022 23:13
Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna. 5. janúar 2022 18:30
Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. 5. janúar 2022 15:58