Sara segir að Kobe Bryant hafi hjálpað henni að komast í gegnum meiðslin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2022 09:00 Kobe Bryant og Sara Sigmundsdóttir. Hún nýtti sér hugarfar eins besta leikmanns NBA deildarinnar frá upphafi. Samsett/EPA&Instagram Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir var ánægð með stöðuna á sér eftir Dubai CrossFit mótið í desember þegar hún gerði upp mótið í viðtali við Morning Chalk Up vefinn. Blaðamaður þessa virta CrossFit fjölmiðils talaði um Suðurnesjakonuna sem hina ætíð brosandi Söru en það er nánast ómögulegt verkefni að reyna að hitta á okkar konu í slæmu skapi. Hún felur það alla vega betur en flestir þegar það liggur ekki eins vel á henni. Sara er aftur farinn að keppa á stóra CrossFit sviðinu eftir krossbandsslit í mars í fyrra og aðgerð í apríl. Mörgum þótti hún taka mikla áhættu með því að keppa í Dúbaí aðeins átta mánuðum eftir aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara ræddi meðal annars andlega hlutann hjá íþróttakonu sem ætlar sér stóra hluti en slítur krossband degi fyrr að tímabilið fer af stað. „Ég lagði áherslu á það að hugsa um það sem ég gat stjórnað sjálf. Í stað þess að hugsa um af hverju þetta gerðist fyrir mig þá frekar að líta á þetta sem svo að það sé ástæða fyrir því að ég þarf að ganga í gegnum þetta,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu við blaðamann Morning Chalk Up. „Ég elska Kobe Bryant og ég horfði mikið á heimildarmyndir í endurhæfingunni minni til að veita mér innblástur. Það var ein um hann eftir að hann sleit hásina sína,“ sagði Sara. „Hann var að segja þar: Ég var íþróttamaðurinn sem var valinn til að fara í gegnum svona meiðsli til að sýna fólki að það sé hægt að komast í gegnum þetta og vera betri þegar þú kemur til baka,“ sagði Sara. „Ég hugsaði í framhaldinu. Ég verð þessi persóna í CrossFit íþróttinni. Ég sleit krossbandið og ef það gerist fyrir einhvern annan þá geta þau horft á mig og sagt: Sara tókst það og þá get ég það líka,“ sagði Sara sem ræddi enn frekar hugarfar sitt í tengslum meiðsla. Sara sýndi sjálf mikinn andlegan styrk fyrstu tvo dagana í krefjandi greinum fyrir konu nýkomna úr krossbandsslitum og kláraði keppnina í Dúbaí með glæsibrag á góðum lokadegi. „Ég myndi segja að ég væri í áttatíu prósentunum núna því ég á svo mikið eftir á tankinum,“ sagði Sara. „Mér finnst að þessi keppni hafi sýnt mér að ég sé á réttri leið. Í jafnhendingunni hugsaði til dæmis ekki einu sinni um að slíta krossbandið aftur. Ég lyfti síðan 12,5 kílóum meira en ég hafði gert þangað til með nýja krossbandið,“ sagði Sara en hún sleit einmitt krossbandið sitt í samskonar æfingu í mars 2021. „Ég sá að hugurinn minn er að koma aftur, ég er farinn að treysta líkamanum betur og ég er að verða sterkari. Ef eitthvað er þá hefur þetta minnt mig á því af hverju ég er að þessu,“ sagði Sara. Næst á dagskrá hjá Söru er að keppa á Wodapalooza mótinu í Miami seinna í þessum mánuði. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan en það er um tuttugu mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4voeOGzAH9w">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Blaðamaður þessa virta CrossFit fjölmiðils talaði um Suðurnesjakonuna sem hina ætíð brosandi Söru en það er nánast ómögulegt verkefni að reyna að hitta á okkar konu í slæmu skapi. Hún felur það alla vega betur en flestir þegar það liggur ekki eins vel á henni. Sara er aftur farinn að keppa á stóra CrossFit sviðinu eftir krossbandsslit í mars í fyrra og aðgerð í apríl. Mörgum þótti hún taka mikla áhættu með því að keppa í Dúbaí aðeins átta mánuðum eftir aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara ræddi meðal annars andlega hlutann hjá íþróttakonu sem ætlar sér stóra hluti en slítur krossband degi fyrr að tímabilið fer af stað. „Ég lagði áherslu á það að hugsa um það sem ég gat stjórnað sjálf. Í stað þess að hugsa um af hverju þetta gerðist fyrir mig þá frekar að líta á þetta sem svo að það sé ástæða fyrir því að ég þarf að ganga í gegnum þetta,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu við blaðamann Morning Chalk Up. „Ég elska Kobe Bryant og ég horfði mikið á heimildarmyndir í endurhæfingunni minni til að veita mér innblástur. Það var ein um hann eftir að hann sleit hásina sína,“ sagði Sara. „Hann var að segja þar: Ég var íþróttamaðurinn sem var valinn til að fara í gegnum svona meiðsli til að sýna fólki að það sé hægt að komast í gegnum þetta og vera betri þegar þú kemur til baka,“ sagði Sara. „Ég hugsaði í framhaldinu. Ég verð þessi persóna í CrossFit íþróttinni. Ég sleit krossbandið og ef það gerist fyrir einhvern annan þá geta þau horft á mig og sagt: Sara tókst það og þá get ég það líka,“ sagði Sara sem ræddi enn frekar hugarfar sitt í tengslum meiðsla. Sara sýndi sjálf mikinn andlegan styrk fyrstu tvo dagana í krefjandi greinum fyrir konu nýkomna úr krossbandsslitum og kláraði keppnina í Dúbaí með glæsibrag á góðum lokadegi. „Ég myndi segja að ég væri í áttatíu prósentunum núna því ég á svo mikið eftir á tankinum,“ sagði Sara. „Mér finnst að þessi keppni hafi sýnt mér að ég sé á réttri leið. Í jafnhendingunni hugsaði til dæmis ekki einu sinni um að slíta krossbandið aftur. Ég lyfti síðan 12,5 kílóum meira en ég hafði gert þangað til með nýja krossbandið,“ sagði Sara en hún sleit einmitt krossbandið sitt í samskonar æfingu í mars 2021. „Ég sá að hugurinn minn er að koma aftur, ég er farinn að treysta líkamanum betur og ég er að verða sterkari. Ef eitthvað er þá hefur þetta minnt mig á því af hverju ég er að þessu,“ sagði Sara. Næst á dagskrá hjá Söru er að keppa á Wodapalooza mótinu í Miami seinna í þessum mánuði. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan en það er um tuttugu mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4voeOGzAH9w">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira