Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2022 10:56 Ákveðið var að láta bústaðinn brenna til grunna en reyna að vernda gróðurinn í kring. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. „Þetta er auðvitað grunur sem kemur upp hjá mönnum þegar þetta er annað skiptið sem svona gerist á stuttum tíma í bústöðum, sem eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola fyrir viku síðan, 28. desember, og var hann alelda þegar slökkvilið bar að garði. Bústaðurinn hafði verið mannlaus í mörg ár og segir Sigurjón að rafmagn hafi ekki einu sinni verið á honum þegar hann brann. Því séu talsverðar líkur á að eldur hafi verið borinn að honum. Óvíst er hvort rafmagn hafi verið á þeim sem brann í morgun en hann var ekki í notkun. Slökkviliðið birti í morgun myndband af bústaðnum í ljósum logum en tilkynning um brunann barst til slökkviliðs um klukkan fimm í morgun. Þegar á staðinn var komið stóð bústaðurinn í ljósum logum og ákvörðun var tekin um að leyfa honum bara að brenna. „Ég er ennþá með dælubíl á staðnum og það eru glæður í þessu ennþá sem við leyfum að brenna og erum að fylgjast með. Við reiknum með að vera þarna í kannski klukkutíma í viðbót,“ segir Sigurjón. „Það er mikill gróður þarna í kring og mikið af háum trjám og mjög þurrt í frostinu. Við vildum ekki fara að fá gróðurelda inn í þetta líka,“ segir hann. Hann segir ástæðu þess að ákveðið hafi verið að leyfa bústaðnum að brenna í morgun þá að hann sé á vatnsverndarsvæði og meiri skaði hefði hlotist af því að fara að slökkva eldinn en að leyfa honum að brenna. „Þegar við komum á staðinn er bústaðurinn alelda og þegar þetta er svona nálægt vatnsverndarsvæði og við sjáum ekki fram á að bjarga neinu ákveðum við að leyfa þessu að brenna niður svo við séum ekki að sprauta vatni og fá sót og drullu í vatnsbyrgðir borgarinnar. Þannig að það hlaust minni mengun af því að leyfa þessu að brenna en að fara að sprauta á þetta.“ Rannsóknin á brunanum verður færð á borð lögreglu en Sigurjón telur þó erfitt að komast að því hvað hafi raunverulega gerst, þar sem lítið sé eftir af bústaðnum. Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58 Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
„Þetta er auðvitað grunur sem kemur upp hjá mönnum þegar þetta er annað skiptið sem svona gerist á stuttum tíma í bústöðum, sem eru ekki í notkun,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola fyrir viku síðan, 28. desember, og var hann alelda þegar slökkvilið bar að garði. Bústaðurinn hafði verið mannlaus í mörg ár og segir Sigurjón að rafmagn hafi ekki einu sinni verið á honum þegar hann brann. Því séu talsverðar líkur á að eldur hafi verið borinn að honum. Óvíst er hvort rafmagn hafi verið á þeim sem brann í morgun en hann var ekki í notkun. Slökkviliðið birti í morgun myndband af bústaðnum í ljósum logum en tilkynning um brunann barst til slökkviliðs um klukkan fimm í morgun. Þegar á staðinn var komið stóð bústaðurinn í ljósum logum og ákvörðun var tekin um að leyfa honum bara að brenna. „Ég er ennþá með dælubíl á staðnum og það eru glæður í þessu ennþá sem við leyfum að brenna og erum að fylgjast með. Við reiknum með að vera þarna í kannski klukkutíma í viðbót,“ segir Sigurjón. „Það er mikill gróður þarna í kring og mikið af háum trjám og mjög þurrt í frostinu. Við vildum ekki fara að fá gróðurelda inn í þetta líka,“ segir hann. Hann segir ástæðu þess að ákveðið hafi verið að leyfa bústaðnum að brenna í morgun þá að hann sé á vatnsverndarsvæði og meiri skaði hefði hlotist af því að fara að slökkva eldinn en að leyfa honum að brenna. „Þegar við komum á staðinn er bústaðurinn alelda og þegar þetta er svona nálægt vatnsverndarsvæði og við sjáum ekki fram á að bjarga neinu ákveðum við að leyfa þessu að brenna niður svo við séum ekki að sprauta vatni og fá sót og drullu í vatnsbyrgðir borgarinnar. Þannig að það hlaust minni mengun af því að leyfa þessu að brenna en að fara að sprauta á þetta.“ Rannsóknin á brunanum verður færð á borð lögreglu en Sigurjón telur þó erfitt að komast að því hvað hafi raunverulega gerst, þar sem lítið sé eftir af bústaðnum.
Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58 Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. 4. janúar 2022 06:58
Gamall bústaður við Elliðavatn brann til kaldra kola Gamall bústaður austan við Elliðavatn brann til kaldra kola í nótt. 28. desember 2021 06:18