Argentínskur plötusnúður fékk morðhótanir en neitar að hafa smitað Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2022 09:01 Lionel Messi er enn staddur í Argentínu og má ekki fara á meðan hann er með veiruna. EPA-EFE/Ian Langsdon Lionel Messi er með kórónuveiruna en hann náði sér í hana í jólafríi sínu í Argentínu. Það er óhætt að segja að Argentínumenn hafi leitað uppi sökudólg eftir að fréttir bárust af smiti gulldrengsins. Paris Saint-Germain staðfesti um helgina að Messi væri einn af fjórum leikmönnum félagsins sem væri smitaður. Messi eyddi jólunum í borginni Rosario í Argentínu þaðan sem hann er ættaður. Hann fór þar meðal annars í nokkrar veislur og partý. Fans began threatening DJ Fer Palacio, who was photographed with Messi on Dec. 27 before the soccer star tested positive for COVID-19. https://t.co/oRndCuKFUf— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 3, 2022 Einn af þessum fögnuðum var sá sem argentínski plötusnúðurinn DJ Fer Palacio var að spila fyrir dansi. Hinn 31 árs gamli Fer Palacio hafði verið í fjölmörgum partýjum daginn áður þar sem kom seinna í ljós að fólk hafði smitast af kórónuveirunni. Plötusnúðurinn hefur nú komið fram og sagt frá því að hann hafi fengið morðhótanir og móðganir á samfélagsmiðlum frá fólki sem kenna honum um það að Messi fékk veiruna. „Ég er að trenda á Twitter af því að Messi greindist smitaður af COVID-19. Þau halda því fram að ég hafi smitað hann. Þau hafa meira að segja kallað mig morðingja. Ég hef fengið fullt af ógeðslegum einkaskilboðum,“ sagði Fer Palacio. La aclaración de Fer Palacios luego del positivo de Messi: el DJ se volvió tendencia en las redes, con mucha gente apuntándolo tras la noticia de que Leo tiene Covid-19. pic.twitter.com/iLnuQitJb1— Diario Olé (@DiarioOle) January 2, 2022 „Ég fór í próf í gær af því að ég þurfti að ferðast til Úrúgvæ og þar kom í ljós að ég er ekki með kórónuveiruna,“ sagði Palacio. Hann er því saklaus af öllum þessum ásökunum. Fer Palacio setti mynd af sér og Messi saman á samfélagsmiðla sína í síðustu viku og skrifaði þar að hann hafi fengið þann besta til að dansa auk þess að hann þakkaði Messi fjölskyldunni fyrir boðið. Messi er í einangrun í Rosario og mun því ekki koma aftur til Frakklands fyrr en hann mælist ekki lengur með veiruna. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Argentína Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Sjá meira
Paris Saint-Germain staðfesti um helgina að Messi væri einn af fjórum leikmönnum félagsins sem væri smitaður. Messi eyddi jólunum í borginni Rosario í Argentínu þaðan sem hann er ættaður. Hann fór þar meðal annars í nokkrar veislur og partý. Fans began threatening DJ Fer Palacio, who was photographed with Messi on Dec. 27 before the soccer star tested positive for COVID-19. https://t.co/oRndCuKFUf— USA TODAY Sports (@usatodaysports) January 3, 2022 Einn af þessum fögnuðum var sá sem argentínski plötusnúðurinn DJ Fer Palacio var að spila fyrir dansi. Hinn 31 árs gamli Fer Palacio hafði verið í fjölmörgum partýjum daginn áður þar sem kom seinna í ljós að fólk hafði smitast af kórónuveirunni. Plötusnúðurinn hefur nú komið fram og sagt frá því að hann hafi fengið morðhótanir og móðganir á samfélagsmiðlum frá fólki sem kenna honum um það að Messi fékk veiruna. „Ég er að trenda á Twitter af því að Messi greindist smitaður af COVID-19. Þau halda því fram að ég hafi smitað hann. Þau hafa meira að segja kallað mig morðingja. Ég hef fengið fullt af ógeðslegum einkaskilboðum,“ sagði Fer Palacio. La aclaración de Fer Palacios luego del positivo de Messi: el DJ se volvió tendencia en las redes, con mucha gente apuntándolo tras la noticia de que Leo tiene Covid-19. pic.twitter.com/iLnuQitJb1— Diario Olé (@DiarioOle) January 2, 2022 „Ég fór í próf í gær af því að ég þurfti að ferðast til Úrúgvæ og þar kom í ljós að ég er ekki með kórónuveiruna,“ sagði Palacio. Hann er því saklaus af öllum þessum ásökunum. Fer Palacio setti mynd af sér og Messi saman á samfélagsmiðla sína í síðustu viku og skrifaði þar að hann hafi fengið þann besta til að dansa auk þess að hann þakkaði Messi fjölskyldunni fyrir boðið. Messi er í einangrun í Rosario og mun því ekki koma aftur til Frakklands fyrr en hann mælist ekki lengur með veiruna.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Argentína Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Sjá meira