Verulegur hluti sjálfstæðismanna efast um réttmæti aðgerða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. janúar 2022 21:01 Þau Ásmundur Friðriksson og Diljá Mist Einarsdóttir eru sammála um margt en ekki gildandi samkomutakmarkanir. vísir/vilhelm Sjaldan ef nokkurn tíma hefur ríkt eins mikil óeining á þingi um réttmæti harðra samkomutakmarkana. Flestir þingmenn sem eru á móti þeim tilheyra flokki Sjálfstæðismanna og Viðreisnarmenn hallast í sömu átt. Frá því að samkomubann var sett á fyrir tveimur árum í fyrsta skipti í lýðveldissögunni hefur almennt ríkt nokkuð góð samstaða um sóttvarnaaðgerðir á Alþingi. Helst hefur gagnrýni komið frá tveimur fyrrverandi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en á síðustu mánuðum fóru ráðherrar flokksins einnig að taka í sama streng. Eftir athugun fréttastofu á viðhorfi þingmanna flokksins kom í ljós að 12 af 17 þingmönnum hans eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þrír í flokknum styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til, þeir Ásmundur Friðriksson, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Vísbendingar um að ómíkron-afbrigði veirunnar valdi vægari veikindum en önnur afbrigði er helsta ástæðan fyrir þessum skoðunum. „Á grundvelli þess þá hljótum við að endurskoða þær aðferðir sem við beitum hér til að berjast við veiruna,“ segir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana, sem bitni mest á ungu fólki. Þingmennirnir ellefu efst á þessari mynd eru hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þingmennirnir þrír í neðra vinstra horninu styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Flokkur sem veitir stjórnvöldum aðhald Hann segir mikilvægt að halda uppi gagnrýnum spurningum á allar aðgerðir sem skerði frelsi fólks. „Við erum hins vegar flokkur sem að veitir stjórnvöldum aðhald. Þingmenn flokksins veita stjórnvöldum aðhald og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa líka verið í því að veita samverkafólki sínu í ríkisstjórn aðhald með því að spyrja spurninga,“ segir Óli Björn. Flokkurinn er auðvitað sá stærsti í ríkisstjórn. Hefur hann hleypt of mikilli skerðingu á frelsi í gegn á sinni vakt? „Nei, ég er ekki að segja það. Það á hins vegar ekki að koma neinum á óvart að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu talsmenn þess að gengið sé hægt um þær dyr að hefta athafnafrelsi einstaklinga,“ segir Óli Björn. En göngum við enn þá hægt um þær dyr? „Nei, ég meina menn geta auðvitað velt því fyrir sér.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana.Vísir/Vilhelm Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Frá því að samkomubann var sett á fyrir tveimur árum í fyrsta skipti í lýðveldissögunni hefur almennt ríkt nokkuð góð samstaða um sóttvarnaaðgerðir á Alþingi. Helst hefur gagnrýni komið frá tveimur fyrrverandi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en á síðustu mánuðum fóru ráðherrar flokksins einnig að taka í sama streng. Eftir athugun fréttastofu á viðhorfi þingmanna flokksins kom í ljós að 12 af 17 þingmönnum hans eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þrír í flokknum styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til, þeir Ásmundur Friðriksson, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Vísbendingar um að ómíkron-afbrigði veirunnar valdi vægari veikindum en önnur afbrigði er helsta ástæðan fyrir þessum skoðunum. „Á grundvelli þess þá hljótum við að endurskoða þær aðferðir sem við beitum hér til að berjast við veiruna,“ segir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana, sem bitni mest á ungu fólki. Þingmennirnir ellefu efst á þessari mynd eru hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þingmennirnir þrír í neðra vinstra horninu styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Flokkur sem veitir stjórnvöldum aðhald Hann segir mikilvægt að halda uppi gagnrýnum spurningum á allar aðgerðir sem skerði frelsi fólks. „Við erum hins vegar flokkur sem að veitir stjórnvöldum aðhald. Þingmenn flokksins veita stjórnvöldum aðhald og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa líka verið í því að veita samverkafólki sínu í ríkisstjórn aðhald með því að spyrja spurninga,“ segir Óli Björn. Flokkurinn er auðvitað sá stærsti í ríkisstjórn. Hefur hann hleypt of mikilli skerðingu á frelsi í gegn á sinni vakt? „Nei, ég er ekki að segja það. Það á hins vegar ekki að koma neinum á óvart að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu talsmenn þess að gengið sé hægt um þær dyr að hefta athafnafrelsi einstaklinga,“ segir Óli Björn. En göngum við enn þá hægt um þær dyr? „Nei, ég meina menn geta auðvitað velt því fyrir sér.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana.Vísir/Vilhelm
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira