Búin að skipa starfshóp til að skoða blóðmerahald Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2022 15:27 Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökn TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu í nóvember heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi. Samsett Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að fjalla um blóðtöku á fylfullum hryssum. Mun hópurinn hefja störf á næstu dögum en honum er ætlað að skoða starfsemina, regluverkið og eftirlitið í kringum hana. Ráðherra kallaði eftir tilnefningum í starfshópinn frá Matvælastofnun og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Iðunn Guðjónsdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er formaður hópsins og er skipuð án tilnefningar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu. Auk Iðunnar sitja Sigríður Björnsdóttir, yfirdýralæknir í hrossasjúkdómum hjá Matvælastofnun fyrir hönd stofnunarinnar og Ólafur Páll Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands fyrir Siðfræðistofnun í starfshópnum. Honum er ætlað að skila ráðherra tillögum sínum fyrir 1. júní. Rannsaka slæma meðferð blóðtökuhryssa Matvælastofnun hefur til rannsóknar meint alvarleg brot á velferð blóðtökuhryssa sem sýnd voru í heimildarmynd sem Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu í nóvember. Verkefni starfshópsins er aðskilið rannsókn Matvælastofnunar. Að sögn ráðuneytisins hefur Svandís Svavarsdóttir falið starfshópnum að funda með hagaðilum. Auk þess mun almenningi gefast kostur á að tjá sig um störf og tillögur hópsins á Samráðsgátt stjórnvalda þegar þær liggja fyrir. Blóðmerarhald hefur lengi verið við lýði á Íslandi, en blóðið er tekið úr fylfullum merum og notað til að auka frjósemi svína til manneldis með hormóninu PSMG. Blóðmerahald Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10 „Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 15. desember 2021 18:47 Mörg hundruð blóðmerar í eigu Ísteka Ísteka, fyrirtækið sem framleiðir frjósemislyf úr merablóði einkum fyrir svínarækt erlendis, rekur sjálft þrjár starfsstöðvar (bújarðir) þar sem blóðtaka er stunduð og átti 283 hryssur sem voru í blóðtöku á þessu ári, 2021. 13. desember 2021 09:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Ráðherra kallaði eftir tilnefningum í starfshópinn frá Matvælastofnun og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Iðunn Guðjónsdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er formaður hópsins og er skipuð án tilnefningar. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu. Auk Iðunnar sitja Sigríður Björnsdóttir, yfirdýralæknir í hrossasjúkdómum hjá Matvælastofnun fyrir hönd stofnunarinnar og Ólafur Páll Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands fyrir Siðfræðistofnun í starfshópnum. Honum er ætlað að skila ráðherra tillögum sínum fyrir 1. júní. Rannsaka slæma meðferð blóðtökuhryssa Matvælastofnun hefur til rannsóknar meint alvarleg brot á velferð blóðtökuhryssa sem sýnd voru í heimildarmynd sem Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu í nóvember. Verkefni starfshópsins er aðskilið rannsókn Matvælastofnunar. Að sögn ráðuneytisins hefur Svandís Svavarsdóttir falið starfshópnum að funda með hagaðilum. Auk þess mun almenningi gefast kostur á að tjá sig um störf og tillögur hópsins á Samráðsgátt stjórnvalda þegar þær liggja fyrir. Blóðmerarhald hefur lengi verið við lýði á Íslandi, en blóðið er tekið úr fylfullum merum og notað til að auka frjósemi svína til manneldis með hormóninu PSMG.
Blóðmerahald Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10 „Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 15. desember 2021 18:47 Mörg hundruð blóðmerar í eigu Ísteka Ísteka, fyrirtækið sem framleiðir frjósemislyf úr merablóði einkum fyrir svínarækt erlendis, rekur sjálft þrjár starfsstöðvar (bújarðir) þar sem blóðtaka er stunduð og átti 283 hryssur sem voru í blóðtöku á þessu ári, 2021. 13. desember 2021 09:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10
„Undir niðri ríkir sorg í samfélagi bænda“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var viðstaddur fundi bænda í Njálsbúð í gær þar sem fjallað var um umfjöllun um blóðmerahald. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið og margir gagnrýnt blóðbændur. 15. desember 2021 18:47
Mörg hundruð blóðmerar í eigu Ísteka Ísteka, fyrirtækið sem framleiðir frjósemislyf úr merablóði einkum fyrir svínarækt erlendis, rekur sjálft þrjár starfsstöðvar (bújarðir) þar sem blóðtaka er stunduð og átti 283 hryssur sem voru í blóðtöku á þessu ári, 2021. 13. desember 2021 09:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent