Hápunktar HM í pílukasti: Soutar, Rydz, níu pílurnar hjá Borland og epískur leikur Smiths og Claytons Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2022 10:00 Heimsmeistaramótið í pílukasti olli engum vonbrigðum. vísir/getty Heimsmeistaramótinu í pílukasti lauk í gær. Vísir fékk einn helsta pílusérfræðing landsins til að velja hápunkta mótsins. Peter Wright sigraði Michael Smith, 7-5, í úrslitaleik HM í gær og vann þar með sinn annan heimsmeistaratitil á síðustu þremur árum. Í tilefni af því að heimsmeistaramótinu er lokið fékk Vísir pílusérfræðinginn Guðna Þ. Guðjónsson til að velja hápunkta mótsins. Hvað kom mest á óvart? „Þrír níu pílna leikir. Það er ótrúlegt. Svo myndi ég segja framganga Alan Soutar á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann vann fyrstu þrjá leikina sína, alla í oddasetti. Í öðrum leiknum gegn Mensur Suljovic var hann 2-0 undir í settum og leggjum en vann leikinn með því að taka út 144. Svo vann hann Jose de Sousa, sem er sjöundi á heimslistanum, með því að taka út 136 í oddasetti. Hann náði sér í þátttökurétt á PDC mótaröðina í fyrra og er búinn að vera mjög góður á henni. Svo verður að minnast á mann mótsins, Callan Rydz. Hann tapaði ekki setti fyrr en gegn Soutar í fjórða leiknum sínum.“ Hvað var augnablik mótsins? „Níu pílna leikurinn hjá Willie Borland til að vinna Bradley Brooks. Þetta var í oddalegg í oddasetti og hann vann með níu pílna leik.“ Hver var besti leikur mótsins? „Það eru þrír sem koma til greina og heimsmeistarinn Peter Wright tók þátt í tveimur þeirra. Annars vegar gegn Rydz og hins vegar gegn Gary Anderson. Svo er það Michael Smith gegn Jonny Clayton og ef ég ætti að velja einn myndi ég velja hann. Það var svo mikil dramatík.“ Hver voru vonbrigði mótsins? „Það sem var leiðinlegt við mótið var að þrír þurftu að draga sig úr keppni vegna kórónuveirunnar, þar á meðal Michael van Gerwen sem spilaði bara einn leik. Ég hefði alveg séð hann leika til úrslita.“ Pílukast Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sjá meira
Peter Wright sigraði Michael Smith, 7-5, í úrslitaleik HM í gær og vann þar með sinn annan heimsmeistaratitil á síðustu þremur árum. Í tilefni af því að heimsmeistaramótinu er lokið fékk Vísir pílusérfræðinginn Guðna Þ. Guðjónsson til að velja hápunkta mótsins. Hvað kom mest á óvart? „Þrír níu pílna leikir. Það er ótrúlegt. Svo myndi ég segja framganga Alan Soutar á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hann vann fyrstu þrjá leikina sína, alla í oddasetti. Í öðrum leiknum gegn Mensur Suljovic var hann 2-0 undir í settum og leggjum en vann leikinn með því að taka út 144. Svo vann hann Jose de Sousa, sem er sjöundi á heimslistanum, með því að taka út 136 í oddasetti. Hann náði sér í þátttökurétt á PDC mótaröðina í fyrra og er búinn að vera mjög góður á henni. Svo verður að minnast á mann mótsins, Callan Rydz. Hann tapaði ekki setti fyrr en gegn Soutar í fjórða leiknum sínum.“ Hvað var augnablik mótsins? „Níu pílna leikurinn hjá Willie Borland til að vinna Bradley Brooks. Þetta var í oddalegg í oddasetti og hann vann með níu pílna leik.“ Hver var besti leikur mótsins? „Það eru þrír sem koma til greina og heimsmeistarinn Peter Wright tók þátt í tveimur þeirra. Annars vegar gegn Rydz og hins vegar gegn Gary Anderson. Svo er það Michael Smith gegn Jonny Clayton og ef ég ætti að velja einn myndi ég velja hann. Það var svo mikil dramatík.“ Hver voru vonbrigði mótsins? „Það sem var leiðinlegt við mótið var að þrír þurftu að draga sig úr keppni vegna kórónuveirunnar, þar á meðal Michael van Gerwen sem spilaði bara einn leik. Ég hefði alveg séð hann leika til úrslita.“
Pílukast Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sjá meira