Segja úrslitum hagrætt vegna veðmálasvindls í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2022 14:30 Talið er að úrslitum hafi verið hagrætt í sjálfri Meistaradeild Evrópu í handbolta. Úrslitum hefur verið ólöglega hagrætt í Meistaradeildum karla og kvenna í handbolta í vetur, sem og í Evrópudeildinni, vegna veðmálasvindls. Þetta fullyrðir sænski handboltamiðillinn Handbollskanalen og kveðst hafa fyrir því heimildir. Miðillinn gefur ekki upp um hvaða leiki er að ræða en segir þó að í einu tilvikinu sé um að ræða leik með sænsku liði. Stuðlarnir hrundu niður Miðillinn fjallar sérstaklega um eitt mál í Meistaradeild karla fyrr á þessari leiktíð. Þar segir að á veðmálasíðum hafi stuðullinn á sigur liðs A verið lækkaður skömmu fyrir leik úr 1,55 í 1,05, og möguleikanum á að veðja með forgjöf verið breytt úr -2,5 mörk í -5,5 mörk. Það þýddi að lið A þyrfti að vinna með að minnsta kosti 6 marka mun til að þeir sem veðjuðu á sigur liðsins, að því gefnu að lið B fengi 5,5 mörk í forgjöf, fengju vinning. Leiknum lauk með akkúrat 6 marka sigri liðs A. Handbollskanalen hefur eftir heimildarmanni að svona miklar breytingar á stuðlum verði aðeins þegar í ljós komi að margir leikmenni missi af leik, til að mynda vegna kórónuveirusmita, eða vegna veðmálasvindls. Miðillinn fullyrðir að þarna hafi um veðmálasvindl verið að ræða. „Aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita“ Staðan í leiknum var frekar jöfn í hálfleik en engu að síður var forgjafarmöguleikinn enn 5,5 mörk fyrir þá sem vildu veðja í beinni, sem samkvæmt upplýsingum Handbollskanalen er óvanalegt. Lið B fór svo að gera mikið af tæknifeilum í seinni hálfleik og var lið A 2-5 mörkum yfir þar til í lokin, að liðið vann með sex marka mun. Sænski miðillinn segir að samkvæmt sérfræðingi um þessi mál hafi komið upp 19 tilvik í leiknum sem ekki hafi virst „eðlileg“ í leik í bestu deild heims. Til að mynda hafi vörn liðs B að minnsta kosti sex sinnum þjappað sér óþarflega mikið saman og búið til heilmikið svæði fyrir hornamenn liðs A. Þá gerðist það nokkrum sinnum að leikmenn liðs B hlupu ekki til baka í vörn, og löbbuðu hægt fram völlinn í sókn þrátt fyrir að bráðvanta mörk til að jafna leikinn. „Á ferli mínum í veðmálum hef ég aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita. Það gerir mann mjög reiðan að sjá þetta gert með svona augljósum hætti á svo stóru sviði,“ sagði veðmálasérfræðingur Handbollskanalen. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Þetta fullyrðir sænski handboltamiðillinn Handbollskanalen og kveðst hafa fyrir því heimildir. Miðillinn gefur ekki upp um hvaða leiki er að ræða en segir þó að í einu tilvikinu sé um að ræða leik með sænsku liði. Stuðlarnir hrundu niður Miðillinn fjallar sérstaklega um eitt mál í Meistaradeild karla fyrr á þessari leiktíð. Þar segir að á veðmálasíðum hafi stuðullinn á sigur liðs A verið lækkaður skömmu fyrir leik úr 1,55 í 1,05, og möguleikanum á að veðja með forgjöf verið breytt úr -2,5 mörk í -5,5 mörk. Það þýddi að lið A þyrfti að vinna með að minnsta kosti 6 marka mun til að þeir sem veðjuðu á sigur liðsins, að því gefnu að lið B fengi 5,5 mörk í forgjöf, fengju vinning. Leiknum lauk með akkúrat 6 marka sigri liðs A. Handbollskanalen hefur eftir heimildarmanni að svona miklar breytingar á stuðlum verði aðeins þegar í ljós komi að margir leikmenni missi af leik, til að mynda vegna kórónuveirusmita, eða vegna veðmálasvindls. Miðillinn fullyrðir að þarna hafi um veðmálasvindl verið að ræða. „Aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita“ Staðan í leiknum var frekar jöfn í hálfleik en engu að síður var forgjafarmöguleikinn enn 5,5 mörk fyrir þá sem vildu veðja í beinni, sem samkvæmt upplýsingum Handbollskanalen er óvanalegt. Lið B fór svo að gera mikið af tæknifeilum í seinni hálfleik og var lið A 2-5 mörkum yfir þar til í lokin, að liðið vann með sex marka mun. Sænski miðillinn segir að samkvæmt sérfræðingi um þessi mál hafi komið upp 19 tilvik í leiknum sem ekki hafi virst „eðlileg“ í leik í bestu deild heims. Til að mynda hafi vörn liðs B að minnsta kosti sex sinnum þjappað sér óþarflega mikið saman og búið til heilmikið svæði fyrir hornamenn liðs A. Þá gerðist það nokkrum sinnum að leikmenn liðs B hlupu ekki til baka í vörn, og löbbuðu hægt fram völlinn í sókn þrátt fyrir að bráðvanta mörk til að jafna leikinn. „Á ferli mínum í veðmálum hef ég aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita. Það gerir mann mjög reiðan að sjá þetta gert með svona augljósum hætti á svo stóru sviði,“ sagði veðmálasérfræðingur Handbollskanalen.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira