Segja úrslitum hagrætt vegna veðmálasvindls í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2022 14:30 Talið er að úrslitum hafi verið hagrætt í sjálfri Meistaradeild Evrópu í handbolta. Úrslitum hefur verið ólöglega hagrætt í Meistaradeildum karla og kvenna í handbolta í vetur, sem og í Evrópudeildinni, vegna veðmálasvindls. Þetta fullyrðir sænski handboltamiðillinn Handbollskanalen og kveðst hafa fyrir því heimildir. Miðillinn gefur ekki upp um hvaða leiki er að ræða en segir þó að í einu tilvikinu sé um að ræða leik með sænsku liði. Stuðlarnir hrundu niður Miðillinn fjallar sérstaklega um eitt mál í Meistaradeild karla fyrr á þessari leiktíð. Þar segir að á veðmálasíðum hafi stuðullinn á sigur liðs A verið lækkaður skömmu fyrir leik úr 1,55 í 1,05, og möguleikanum á að veðja með forgjöf verið breytt úr -2,5 mörk í -5,5 mörk. Það þýddi að lið A þyrfti að vinna með að minnsta kosti 6 marka mun til að þeir sem veðjuðu á sigur liðsins, að því gefnu að lið B fengi 5,5 mörk í forgjöf, fengju vinning. Leiknum lauk með akkúrat 6 marka sigri liðs A. Handbollskanalen hefur eftir heimildarmanni að svona miklar breytingar á stuðlum verði aðeins þegar í ljós komi að margir leikmenni missi af leik, til að mynda vegna kórónuveirusmita, eða vegna veðmálasvindls. Miðillinn fullyrðir að þarna hafi um veðmálasvindl verið að ræða. „Aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita“ Staðan í leiknum var frekar jöfn í hálfleik en engu að síður var forgjafarmöguleikinn enn 5,5 mörk fyrir þá sem vildu veðja í beinni, sem samkvæmt upplýsingum Handbollskanalen er óvanalegt. Lið B fór svo að gera mikið af tæknifeilum í seinni hálfleik og var lið A 2-5 mörkum yfir þar til í lokin, að liðið vann með sex marka mun. Sænski miðillinn segir að samkvæmt sérfræðingi um þessi mál hafi komið upp 19 tilvik í leiknum sem ekki hafi virst „eðlileg“ í leik í bestu deild heims. Til að mynda hafi vörn liðs B að minnsta kosti sex sinnum þjappað sér óþarflega mikið saman og búið til heilmikið svæði fyrir hornamenn liðs A. Þá gerðist það nokkrum sinnum að leikmenn liðs B hlupu ekki til baka í vörn, og löbbuðu hægt fram völlinn í sókn þrátt fyrir að bráðvanta mörk til að jafna leikinn. „Á ferli mínum í veðmálum hef ég aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita. Það gerir mann mjög reiðan að sjá þetta gert með svona augljósum hætti á svo stóru sviði,“ sagði veðmálasérfræðingur Handbollskanalen. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjá meira
Þetta fullyrðir sænski handboltamiðillinn Handbollskanalen og kveðst hafa fyrir því heimildir. Miðillinn gefur ekki upp um hvaða leiki er að ræða en segir þó að í einu tilvikinu sé um að ræða leik með sænsku liði. Stuðlarnir hrundu niður Miðillinn fjallar sérstaklega um eitt mál í Meistaradeild karla fyrr á þessari leiktíð. Þar segir að á veðmálasíðum hafi stuðullinn á sigur liðs A verið lækkaður skömmu fyrir leik úr 1,55 í 1,05, og möguleikanum á að veðja með forgjöf verið breytt úr -2,5 mörk í -5,5 mörk. Það þýddi að lið A þyrfti að vinna með að minnsta kosti 6 marka mun til að þeir sem veðjuðu á sigur liðsins, að því gefnu að lið B fengi 5,5 mörk í forgjöf, fengju vinning. Leiknum lauk með akkúrat 6 marka sigri liðs A. Handbollskanalen hefur eftir heimildarmanni að svona miklar breytingar á stuðlum verði aðeins þegar í ljós komi að margir leikmenni missi af leik, til að mynda vegna kórónuveirusmita, eða vegna veðmálasvindls. Miðillinn fullyrðir að þarna hafi um veðmálasvindl verið að ræða. „Aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita“ Staðan í leiknum var frekar jöfn í hálfleik en engu að síður var forgjafarmöguleikinn enn 5,5 mörk fyrir þá sem vildu veðja í beinni, sem samkvæmt upplýsingum Handbollskanalen er óvanalegt. Lið B fór svo að gera mikið af tæknifeilum í seinni hálfleik og var lið A 2-5 mörkum yfir þar til í lokin, að liðið vann með sex marka mun. Sænski miðillinn segir að samkvæmt sérfræðingi um þessi mál hafi komið upp 19 tilvik í leiknum sem ekki hafi virst „eðlileg“ í leik í bestu deild heims. Til að mynda hafi vörn liðs B að minnsta kosti sex sinnum þjappað sér óþarflega mikið saman og búið til heilmikið svæði fyrir hornamenn liðs A. Þá gerðist það nokkrum sinnum að leikmenn liðs B hlupu ekki til baka í vörn, og löbbuðu hægt fram völlinn í sókn þrátt fyrir að bráðvanta mörk til að jafna leikinn. „Á ferli mínum í veðmálum hef ég aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita. Það gerir mann mjög reiðan að sjá þetta gert með svona augljósum hætti á svo stóru sviði,“ sagði veðmálasérfræðingur Handbollskanalen.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjá meira