Segja úrslitum hagrætt vegna veðmálasvindls í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2022 14:30 Talið er að úrslitum hafi verið hagrætt í sjálfri Meistaradeild Evrópu í handbolta. Úrslitum hefur verið ólöglega hagrætt í Meistaradeildum karla og kvenna í handbolta í vetur, sem og í Evrópudeildinni, vegna veðmálasvindls. Þetta fullyrðir sænski handboltamiðillinn Handbollskanalen og kveðst hafa fyrir því heimildir. Miðillinn gefur ekki upp um hvaða leiki er að ræða en segir þó að í einu tilvikinu sé um að ræða leik með sænsku liði. Stuðlarnir hrundu niður Miðillinn fjallar sérstaklega um eitt mál í Meistaradeild karla fyrr á þessari leiktíð. Þar segir að á veðmálasíðum hafi stuðullinn á sigur liðs A verið lækkaður skömmu fyrir leik úr 1,55 í 1,05, og möguleikanum á að veðja með forgjöf verið breytt úr -2,5 mörk í -5,5 mörk. Það þýddi að lið A þyrfti að vinna með að minnsta kosti 6 marka mun til að þeir sem veðjuðu á sigur liðsins, að því gefnu að lið B fengi 5,5 mörk í forgjöf, fengju vinning. Leiknum lauk með akkúrat 6 marka sigri liðs A. Handbollskanalen hefur eftir heimildarmanni að svona miklar breytingar á stuðlum verði aðeins þegar í ljós komi að margir leikmenni missi af leik, til að mynda vegna kórónuveirusmita, eða vegna veðmálasvindls. Miðillinn fullyrðir að þarna hafi um veðmálasvindl verið að ræða. „Aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita“ Staðan í leiknum var frekar jöfn í hálfleik en engu að síður var forgjafarmöguleikinn enn 5,5 mörk fyrir þá sem vildu veðja í beinni, sem samkvæmt upplýsingum Handbollskanalen er óvanalegt. Lið B fór svo að gera mikið af tæknifeilum í seinni hálfleik og var lið A 2-5 mörkum yfir þar til í lokin, að liðið vann með sex marka mun. Sænski miðillinn segir að samkvæmt sérfræðingi um þessi mál hafi komið upp 19 tilvik í leiknum sem ekki hafi virst „eðlileg“ í leik í bestu deild heims. Til að mynda hafi vörn liðs B að minnsta kosti sex sinnum þjappað sér óþarflega mikið saman og búið til heilmikið svæði fyrir hornamenn liðs A. Þá gerðist það nokkrum sinnum að leikmenn liðs B hlupu ekki til baka í vörn, og löbbuðu hægt fram völlinn í sókn þrátt fyrir að bráðvanta mörk til að jafna leikinn. „Á ferli mínum í veðmálum hef ég aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita. Það gerir mann mjög reiðan að sjá þetta gert með svona augljósum hætti á svo stóru sviði,“ sagði veðmálasérfræðingur Handbollskanalen. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Þetta fullyrðir sænski handboltamiðillinn Handbollskanalen og kveðst hafa fyrir því heimildir. Miðillinn gefur ekki upp um hvaða leiki er að ræða en segir þó að í einu tilvikinu sé um að ræða leik með sænsku liði. Stuðlarnir hrundu niður Miðillinn fjallar sérstaklega um eitt mál í Meistaradeild karla fyrr á þessari leiktíð. Þar segir að á veðmálasíðum hafi stuðullinn á sigur liðs A verið lækkaður skömmu fyrir leik úr 1,55 í 1,05, og möguleikanum á að veðja með forgjöf verið breytt úr -2,5 mörk í -5,5 mörk. Það þýddi að lið A þyrfti að vinna með að minnsta kosti 6 marka mun til að þeir sem veðjuðu á sigur liðsins, að því gefnu að lið B fengi 5,5 mörk í forgjöf, fengju vinning. Leiknum lauk með akkúrat 6 marka sigri liðs A. Handbollskanalen hefur eftir heimildarmanni að svona miklar breytingar á stuðlum verði aðeins þegar í ljós komi að margir leikmenni missi af leik, til að mynda vegna kórónuveirusmita, eða vegna veðmálasvindls. Miðillinn fullyrðir að þarna hafi um veðmálasvindl verið að ræða. „Aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita“ Staðan í leiknum var frekar jöfn í hálfleik en engu að síður var forgjafarmöguleikinn enn 5,5 mörk fyrir þá sem vildu veðja í beinni, sem samkvæmt upplýsingum Handbollskanalen er óvanalegt. Lið B fór svo að gera mikið af tæknifeilum í seinni hálfleik og var lið A 2-5 mörkum yfir þar til í lokin, að liðið vann með sex marka mun. Sænski miðillinn segir að samkvæmt sérfræðingi um þessi mál hafi komið upp 19 tilvik í leiknum sem ekki hafi virst „eðlileg“ í leik í bestu deild heims. Til að mynda hafi vörn liðs B að minnsta kosti sex sinnum þjappað sér óþarflega mikið saman og búið til heilmikið svæði fyrir hornamenn liðs A. Þá gerðist það nokkrum sinnum að leikmenn liðs B hlupu ekki til baka í vörn, og löbbuðu hægt fram völlinn í sókn þrátt fyrir að bráðvanta mörk til að jafna leikinn. „Á ferli mínum í veðmálum hef ég aldrei séð svo augljóst dæmi um hagræðingu úrslita. Það gerir mann mjög reiðan að sjá þetta gert með svona augljósum hætti á svo stóru sviði,“ sagði veðmálasérfræðingur Handbollskanalen.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira