Watford neitar að hleypa Dennis á Afríkumótið Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. janúar 2022 11:01 Dennis efur verið einn besti leikmaður deildarinnar á tímabilinu. EPA-EFE/VICKIE FLORES Skærasta stjarna enska úrvalsdeildarliðsins Watford, Emmanuel Dennis, mun ekki taka þátt í Afríkumótinu með Nígeríu þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir hans kröftum. Þetta varð niðurstaðan eftir langar viðræður enska úrvalsdeildarfélagsins og knattspyrnusambands Nígeríu en Watford, sem er í harðri fallbaráttu, nýtti sér óviðráðanlegar aðstæður Nígeríumanna til að meina Dennis þátttöku á mótinu. Þannig er mál með vexti að Nígeríumenn skiptu óvænt um landsliðsþjálfara í desember en Dennis var ekki í 30 manna hópi fyrrum þjálfara þegar skila þurfti inn 30 manna lista með ákveðnum fyrirvara. Nýr þjálfari, Augustine Eguavoen, tók við þann 12.desember síðastliðinn og hann ætlaði að bæta Dennis við þegar hann tilkynnti um 28 manna lokahóp sinn fyrir mótið. Þar sem Dennis var ekki í upphaflegum hópi Nígeríumanna, sem fyrrum þjálfari valdi, gat Watford komið í veg fyrir að hleypa kappanum á mótið. "He wanted to go and play." Claudio Ranieri insists Watford have not disrespected the Africa Cup of Nations by not allowing Emmanuel Dennis to be part of Nigeria's squad at the tournament... pic.twitter.com/M4dYuMlnzT— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 31, 2021 Fát kom á Claudio Ranieri, stjóra Watford, þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi á Gamlársdag eins og sjá mér að ofan en þar staðfestir hann einnig að Dennis vilji taka þátt í mótinu líkt og Eguavoen, þjálfari Nígeríumanna fullyrðir. „Hann sagðist hafa reynt sitt besta og ég veit að hann gerði það. Við reyndum að ná samkomulagi við klúbbinn en þeir neita að hleypa honum í burtu. Dennis sagði mér að klúbburinn væri að gera allt til að koma í veg fyrir að hann kæmist á mótið,“ sagði Eguavoen. „Dennis vill fara á mótið en klúbburinn hans er að hóta honum, svo hvað getum við gert?“ segir Eguavoen og augljóst að Nígeríumenn eru afar ósáttir við vinnubrögð Watford. Nígeríumenn verða einnig án Victor Oshimen sem er frá vegna meiðsla. Þrátt fyrir að vera án þeirra tveggja eru öflugir sóknarmenn í hópnum á borð við Kelechi Iheanacho, Samuel Chukwueze og Odion Ighalo. Fyrir Watford þýðir þetta að Dennis getur tekið þátt í mikilvægum leikjum liðsins í fallbaráttunni þar sem þeir mæta Newcastle og Norwich á meðan Afríkumótið stendur yfir. Eftir sem áður verða þeir án Ismaila Sarr en hann er í hópi Senegal. Samkvæmt afrískum fjölmiðlum gerðu forráðamenn Watford einnig allt sem þeir gátu til að reyna að koma í veg fyrir að Sarr tæki þátt í mótinu með Senegal en höfðu ekki erindi sem erfiði. Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Þetta varð niðurstaðan eftir langar viðræður enska úrvalsdeildarfélagsins og knattspyrnusambands Nígeríu en Watford, sem er í harðri fallbaráttu, nýtti sér óviðráðanlegar aðstæður Nígeríumanna til að meina Dennis þátttöku á mótinu. Þannig er mál með vexti að Nígeríumenn skiptu óvænt um landsliðsþjálfara í desember en Dennis var ekki í 30 manna hópi fyrrum þjálfara þegar skila þurfti inn 30 manna lista með ákveðnum fyrirvara. Nýr þjálfari, Augustine Eguavoen, tók við þann 12.desember síðastliðinn og hann ætlaði að bæta Dennis við þegar hann tilkynnti um 28 manna lokahóp sinn fyrir mótið. Þar sem Dennis var ekki í upphaflegum hópi Nígeríumanna, sem fyrrum þjálfari valdi, gat Watford komið í veg fyrir að hleypa kappanum á mótið. "He wanted to go and play." Claudio Ranieri insists Watford have not disrespected the Africa Cup of Nations by not allowing Emmanuel Dennis to be part of Nigeria's squad at the tournament... pic.twitter.com/M4dYuMlnzT— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 31, 2021 Fát kom á Claudio Ranieri, stjóra Watford, þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi á Gamlársdag eins og sjá mér að ofan en þar staðfestir hann einnig að Dennis vilji taka þátt í mótinu líkt og Eguavoen, þjálfari Nígeríumanna fullyrðir. „Hann sagðist hafa reynt sitt besta og ég veit að hann gerði það. Við reyndum að ná samkomulagi við klúbbinn en þeir neita að hleypa honum í burtu. Dennis sagði mér að klúbburinn væri að gera allt til að koma í veg fyrir að hann kæmist á mótið,“ sagði Eguavoen. „Dennis vill fara á mótið en klúbburinn hans er að hóta honum, svo hvað getum við gert?“ segir Eguavoen og augljóst að Nígeríumenn eru afar ósáttir við vinnubrögð Watford. Nígeríumenn verða einnig án Victor Oshimen sem er frá vegna meiðsla. Þrátt fyrir að vera án þeirra tveggja eru öflugir sóknarmenn í hópnum á borð við Kelechi Iheanacho, Samuel Chukwueze og Odion Ighalo. Fyrir Watford þýðir þetta að Dennis getur tekið þátt í mikilvægum leikjum liðsins í fallbaráttunni þar sem þeir mæta Newcastle og Norwich á meðan Afríkumótið stendur yfir. Eftir sem áður verða þeir án Ismaila Sarr en hann er í hópi Senegal. Samkvæmt afrískum fjölmiðlum gerðu forráðamenn Watford einnig allt sem þeir gátu til að reyna að koma í veg fyrir að Sarr tæki þátt í mótinu með Senegal en höfðu ekki erindi sem erfiði.
Enski boltinn Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira