Sanchez hetja Tottenham 1. janúar 2022 14:32 Tottenham hefur gengið vel undir stjórn Antonio Conte EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABAGALA Leikurinn var ekkert sérstaklega mikið fyrir augað enda ljóst strax í upphafi að einungis annað liðið væri mætt í þennan leik til þess að sækja fleiri en eitt stig. Tottenham var með boltann 75% af tímanum og pressuðu lærisveina Claudio Ranieri alveg niður í eigin vítateig. Það gekk þó ekkert sérstaklega vel að skapa sér hættuleg færi og í þau skipti sem hætta skapaðist þá var markvörður heimamanna, Daniel Bachmann, vel á verði og greip inn í þegar þess þurfti. Tottenham átti til að mynda fjórtán skot gegn sex frá Watford og átti þar að auki sjö skot sem varnarmenn Watford komust fyrir. Gestirnir ætluðu að fara út á kantana og gefa fyrir og gáfu alls fimmtíu fyrirgjafir í leiknum. Það var svo að lokum fyrirgjöf frá vinstri sem skilaði sigurmarkinu. Son Heung-min tók aukaspyrnu á 96. mínútu leiksins og smellti henni beint á skallann á Davinson Sanchez sem gerði engin mistök og skilaði boltanum í markið. 0-1 niðurstaðan og Tottenham komið í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig. Watford er áfram í neðri hlutanum. Situr í sautjánda sætinu með þrettán stig. Enski boltinn
Leikurinn var ekkert sérstaklega mikið fyrir augað enda ljóst strax í upphafi að einungis annað liðið væri mætt í þennan leik til þess að sækja fleiri en eitt stig. Tottenham var með boltann 75% af tímanum og pressuðu lærisveina Claudio Ranieri alveg niður í eigin vítateig. Það gekk þó ekkert sérstaklega vel að skapa sér hættuleg færi og í þau skipti sem hætta skapaðist þá var markvörður heimamanna, Daniel Bachmann, vel á verði og greip inn í þegar þess þurfti. Tottenham átti til að mynda fjórtán skot gegn sex frá Watford og átti þar að auki sjö skot sem varnarmenn Watford komust fyrir. Gestirnir ætluðu að fara út á kantana og gefa fyrir og gáfu alls fimmtíu fyrirgjafir í leiknum. Það var svo að lokum fyrirgjöf frá vinstri sem skilaði sigurmarkinu. Son Heung-min tók aukaspyrnu á 96. mínútu leiksins og smellti henni beint á skallann á Davinson Sanchez sem gerði engin mistök og skilaði boltanum í markið. 0-1 niðurstaðan og Tottenham komið í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig. Watford er áfram í neðri hlutanum. Situr í sautjánda sætinu með þrettán stig.