Þyrlan var kölluð út í kjölfarið sem flutti konuna niður. Þar tóku sjúkraflutningamenn hjá Brunavörnum Suðurnesja á móti henni, en konan er ekki slösuð. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, segir að veður fari versnandi við gosstöðvarnar.
„Hún bara treysti sér ekki til að labba lengra. Þetta er náttúrulega bara nýrennandi, nýtt hraun og það er hvasst. Fólk fer en gerir sér ekki grein fyrir því hvað það er að fara út í, en áhugi á því að sjá þetta er svo mikill að það lendir í vandræðum,“ segir Bogi og bætir við að varla sé þorandi að senda björgunarsveitarmenn út í þessar aðstæður. Það geti beinlínis verið hættulegt.
