Nautin í Hvammi svolgra í sig bjór alla daga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. desember 2021 07:35 "Bjórkjötið" hjá Davíð hefur slegið í gegn hjá neytendum enda hefur hann ekki undan að framleiða kjöt í áhugasama viðskiptavini hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nautin á bænum Hvammi í Ölfusi njóta lífsins á hverjum degi því þau eru alin upp á bjór og hrati af bjór, sem þau eru sólgin í. Eftir að þeim er slátrað verður til kjöt með bjórkeim, sem margir kunna vel að meta. Hverjum hefði dottið í hug að það besta sem naut fá er útrunninn íslenskur bjór, sem er gefin samhliða bygginu. Nautin í Hvammi háma bjórinn í sig og sleikja út um á eftir. Davíð Clausen Pétursson „bjórbóndi“ í Hvammi í Ölfusi er ánægður með hversu nautin eru hrifin af bjórnum. „Já, já, þau sópa þessu í sig enda þykir þeim fátt betra.Þau eru líka rosalega gæf, allavega réttum megin við girðinguna. En það stendur alveg af þeim vínandinn, ég er ekki viss um að þeir myndu blása núll prómillinu núna,“ segir Davíð. Bjórinn sem nautin fá er útrunninn en nautunum er alveg sama um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjórkjötið af nautunum hjá Davíð hefur slegið í gegn enda steikin mjög flott á grillinu. „Hún er einstaklega meir og rosalega mikið fitusprenging og fita á henni og best borðuð með salti.“ Eftir að nautin fóru að fá bjór hafa þau þyngst og þyngst. „Já, meðal fallþunginn á gripunum hefur aukist um rúm 40 kíló per grip síðan við byrjuðum á þessu, sem er töluvert. Þeir eru farnir úr svona 260 kílóum upp í 300 kíló þegar við slátrum þeim,“ segir Davíð. Nautin sleikja út um þegar þau eru búin að fá bjórinn sinn í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið hans hefur vakið mikla athygli. „Þetta er eitthvað sem ég held að fleiri bændur ættu að fara að gera, þar að segja að koma sér í einhverja sérstöðu með kjötið sitt og fara að selja beint frá býli. Það er rosalega góð búbót,“ segir „bjórbóndinn“ á Hvammi í Ölfusi. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns. En öfundar hún nautin af allri þessari bjórdrykkju? „Já, sem Dani, við drekkum bjórinn en gefum ekki nautunum þau,“ segir hún og hlær. Davíð selur kjötið sitt á Facebook undir „Ölnaut frá Hvammi“ eins og má sjá hér á síðunni hans. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Landbúnaður Áfengi og tóbak Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira
Hverjum hefði dottið í hug að það besta sem naut fá er útrunninn íslenskur bjór, sem er gefin samhliða bygginu. Nautin í Hvammi háma bjórinn í sig og sleikja út um á eftir. Davíð Clausen Pétursson „bjórbóndi“ í Hvammi í Ölfusi er ánægður með hversu nautin eru hrifin af bjórnum. „Já, já, þau sópa þessu í sig enda þykir þeim fátt betra.Þau eru líka rosalega gæf, allavega réttum megin við girðinguna. En það stendur alveg af þeim vínandinn, ég er ekki viss um að þeir myndu blása núll prómillinu núna,“ segir Davíð. Bjórinn sem nautin fá er útrunninn en nautunum er alveg sama um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjórkjötið af nautunum hjá Davíð hefur slegið í gegn enda steikin mjög flott á grillinu. „Hún er einstaklega meir og rosalega mikið fitusprenging og fita á henni og best borðuð með salti.“ Eftir að nautin fóru að fá bjór hafa þau þyngst og þyngst. „Já, meðal fallþunginn á gripunum hefur aukist um rúm 40 kíló per grip síðan við byrjuðum á þessu, sem er töluvert. Þeir eru farnir úr svona 260 kílóum upp í 300 kíló þegar við slátrum þeim,“ segir Davíð. Nautin sleikja út um þegar þau eru búin að fá bjórinn sinn í fjósinu í Hvammi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið hans hefur vakið mikla athygli. „Þetta er eitthvað sem ég held að fleiri bændur ættu að fara að gera, þar að segja að koma sér í einhverja sérstöðu með kjötið sitt og fara að selja beint frá býli. Það er rosalega góð búbót,“ segir „bjórbóndinn“ á Hvammi í Ölfusi. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns. En öfundar hún nautin af allri þessari bjórdrykkju? „Já, sem Dani, við drekkum bjórinn en gefum ekki nautunum þau,“ segir hún og hlær. Davíð selur kjötið sitt á Facebook undir „Ölnaut frá Hvammi“ eins og má sjá hér á síðunni hans. Charlotte Clausen, mamma Davíðs er mjög stolt af verkefni sonar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Landbúnaður Áfengi og tóbak Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Sjá meira