Sport

Kóngurinn bestur undir pressu en taugarnar brugðust Dobey

Sindri Sverrisson skrifar
Mervyn King fagmannlegur í leiknum gegn Raymond Smith í dag.
Mervyn King fagmannlegur í leiknum gegn Raymond Smith í dag. Getty/Luke Walker

Mervyn King stimplaði sig inn í 8-manna úrslitin á HM í pílukasti í Lundúnum í dag þrátt fyrir að lenda í erfiðri stöðu í leik sínum við Ástralann Raymond Smith. Luke Humphries vann rosalegt taugastríð gegn Chris Dobey.

Smith komst í 2-0 og 3-1, og þurfti því bara að vinna eitt sett í viðbót til að tryggja sér sigurinn. King hafði hins vegar engan áhuga á að detta úr keppni í dag og vann þrjú sett í röð og leikinn þar með 4-3.

King vann oddasettið 3-0 þar sem Smith klúðraði meðal annars þremur tækifærum til að vinna annan legginn.

Hinn 23 ára gamli Callan Rydz hefur verið einn af stjörnum mótsins til þessa og þó að hann hafi loksins tapað einu setti í dag, í fyrsta sinn á mótinu, þá vann hann næstu fjögur og tryggði sér öruggan sigur gegn Alan Soutar.

Chris Dobey komst í 2-0 og 3-1 gegn Luke Humphries en lenti svo í miklum vandræðum. Humphries náði að jafna metin og komst í 1-0 í oddasettinu. Dobey svaraði með frábærum legg og komst svo yfir þrátt fyrir mikið basl, en Humphries jafnaði á ný.

Því þurfti upphækkun og þá dugðu taugar Humphries betur þó að báðir virtust hreinlega ætla að fara á taugum.

Sextán manna úrslitunum lýkur svo í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3, með þremur leikjum. Peter Wright mætir þá Ryan Searle, James Wade mætir Martijn Kleermaker og Gary Anderson mætir Rob Cross.


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×