Kóngurinn bestur undir pressu en taugarnar brugðust Dobey Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2021 16:36 Mervyn King fagmannlegur í leiknum gegn Raymond Smith í dag. Getty/Luke Walker Mervyn King stimplaði sig inn í 8-manna úrslitin á HM í pílukasti í Lundúnum í dag þrátt fyrir að lenda í erfiðri stöðu í leik sínum við Ástralann Raymond Smith. Luke Humphries vann rosalegt taugastríð gegn Chris Dobey. Smith komst í 2-0 og 3-1, og þurfti því bara að vinna eitt sett í viðbót til að tryggja sér sigurinn. King hafði hins vegar engan áhuga á að detta úr keppni í dag og vann þrjú sett í röð og leikinn þar með 4-3. King vann oddasettið 3-0 þar sem Smith klúðraði meðal annars þremur tækifærum til að vinna annan legginn. ! Mervyn King completes a royal comeback, coming from 2-0 and 3-1 down to defeat the impressive Australian Raymond Smith in a deciding set!#WHDarts pic.twitter.com/vz3n0kH7Iu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Hinn 23 ára gamli Callan Rydz hefur verið einn af stjörnum mótsins til þessa og þó að hann hafi loksins tapað einu setti í dag, í fyrsta sinn á mótinu, þá vann hann næstu fjögur og tryggði sér öruggan sigur gegn Alan Soutar. Chris Dobey komst í 2-0 og 3-1 gegn Luke Humphries en lenti svo í miklum vandræðum. Humphries náði að jafna metin og komst í 1-0 í oddasettinu. Dobey svaraði með frábærum legg og komst svo yfir þrátt fyrir mikið basl, en Humphries jafnaði á ný. Því þurfti upphækkun og þá dugðu taugar Humphries betur þó að báðir virtust hreinlega ætla að fara á taugum. !What. A. Match. Yet ANOTHER Ally Pally classic as Luke Humphries comes from 3-1 down to defeat Chris Dobey in a tie-break!A third Ally Pally quarter-final in four years for 'Cool Hand' #WHDarts pic.twitter.com/E80zN3sLBu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Sextán manna úrslitunum lýkur svo í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3, með þremur leikjum. Peter Wright mætir þá Ryan Searle, James Wade mætir Martijn Kleermaker og Gary Anderson mætir Rob Cross. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Smith komst í 2-0 og 3-1, og þurfti því bara að vinna eitt sett í viðbót til að tryggja sér sigurinn. King hafði hins vegar engan áhuga á að detta úr keppni í dag og vann þrjú sett í röð og leikinn þar með 4-3. King vann oddasettið 3-0 þar sem Smith klúðraði meðal annars þremur tækifærum til að vinna annan legginn. ! Mervyn King completes a royal comeback, coming from 2-0 and 3-1 down to defeat the impressive Australian Raymond Smith in a deciding set!#WHDarts pic.twitter.com/vz3n0kH7Iu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Hinn 23 ára gamli Callan Rydz hefur verið einn af stjörnum mótsins til þessa og þó að hann hafi loksins tapað einu setti í dag, í fyrsta sinn á mótinu, þá vann hann næstu fjögur og tryggði sér öruggan sigur gegn Alan Soutar. Chris Dobey komst í 2-0 og 3-1 gegn Luke Humphries en lenti svo í miklum vandræðum. Humphries náði að jafna metin og komst í 1-0 í oddasettinu. Dobey svaraði með frábærum legg og komst svo yfir þrátt fyrir mikið basl, en Humphries jafnaði á ný. Því þurfti upphækkun og þá dugðu taugar Humphries betur þó að báðir virtust hreinlega ætla að fara á taugum. !What. A. Match. Yet ANOTHER Ally Pally classic as Luke Humphries comes from 3-1 down to defeat Chris Dobey in a tie-break!A third Ally Pally quarter-final in four years for 'Cool Hand' #WHDarts pic.twitter.com/E80zN3sLBu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2021 Sextán manna úrslitunum lýkur svo í kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3, með þremur leikjum. Peter Wright mætir þá Ryan Searle, James Wade mætir Martijn Kleermaker og Gary Anderson mætir Rob Cross. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira