„Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2021 21:54 Notkun stórvirkra snjótætara eða blásasra hefur auðveldað snjómoksturinn mjög á seinni árum. Vísir/Tryggvi Veturkonungur kom með hvelli á Eyjafjarðarsvæðið í vikunni. Eftir rólegan vetur snjóaði um sjötíu sentimetrum á 48 klukkutímum á Akureyri. Það byrjaði að snjóa á þriðjudaginn og hefur snjónum kyngt niður síðan þá, langmest í gær og fyrradag þegar segja má að Akureyrarbær og nærliggjandi svæði hafi hreinlega fyllst af snjó. Margir fagna snjónum, börnin renna sér niður brekkurnar eins og skíðafólkið. Það eru helst ökumennirnir sem pirra sig á snjómagninu, enda hægist á öllu þegar snjórinn kemur með hvelli. Það þarf að grípa til ýmissa ráða til að komast leiðar sinnar í þessari færð.Vísir/Tryggvi. Til að vegfarendur komist leiðar sinnar, hvort sem þeir eru hjólandi, labbandi eða akandi, er búið að ræsa út alla mokstursmenn bæjarins. „Ég held að það séu flest allir að moka sem geta mokað,“ segir Finnur Aðalbjörnsson, eiganndi Finns ehf, eins stærsta verktakafyrirtækisins á Akureyri. Hann kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að snjómokstri. Hvernig gengur þetta? „Þetta gengur bara mjög vel, það var náttúrulega enginn snjór fyrir þannig að þetta er ósköp þægilegur og góður snjór að moka. 60-70 cm jafnfallið og svo er þetta búið að síga eitthvað smá“ Þetta hefur oft verið verra en þetta? Já, fyrir tveimur árum var þetta ekki svona gott, segir Finnur og minnist eins snjóþyngsta vetrar í manna minnum á Norðurlandi. Hvernig er tilfinningin þegar þú sérð að það er að fara snjóa dálítið mikið? „Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko en ég var nú að vonast til að þetta myndi hanga fram í miðjan janúar eða eitthvað. En við erum búin að fá frábæran vetur eða gott haust, frost og stillur bara og ósköp þægilegt veður,“ segir Finnur. Og moksturinn gengur vel. „Bærinn er svo sem ekkert ófær sko, alls ekki. Það er verið að moka íbúðargötur núna, búið að moka helstu stofnbrautir og strætóleiðir náttúrulega löngu búnar. Þetta tekur einhverja tvö þrjá daga í viðbót. Þá verður þetta fínt.“ Akureyri Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00 Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Það byrjaði að snjóa á þriðjudaginn og hefur snjónum kyngt niður síðan þá, langmest í gær og fyrradag þegar segja má að Akureyrarbær og nærliggjandi svæði hafi hreinlega fyllst af snjó. Margir fagna snjónum, börnin renna sér niður brekkurnar eins og skíðafólkið. Það eru helst ökumennirnir sem pirra sig á snjómagninu, enda hægist á öllu þegar snjórinn kemur með hvelli. Það þarf að grípa til ýmissa ráða til að komast leiðar sinnar í þessari færð.Vísir/Tryggvi. Til að vegfarendur komist leiðar sinnar, hvort sem þeir eru hjólandi, labbandi eða akandi, er búið að ræsa út alla mokstursmenn bæjarins. „Ég held að það séu flest allir að moka sem geta mokað,“ segir Finnur Aðalbjörnsson, eiganndi Finns ehf, eins stærsta verktakafyrirtækisins á Akureyri. Hann kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að snjómokstri. Hvernig gengur þetta? „Þetta gengur bara mjög vel, það var náttúrulega enginn snjór fyrir þannig að þetta er ósköp þægilegur og góður snjór að moka. 60-70 cm jafnfallið og svo er þetta búið að síga eitthvað smá“ Þetta hefur oft verið verra en þetta? Já, fyrir tveimur árum var þetta ekki svona gott, segir Finnur og minnist eins snjóþyngsta vetrar í manna minnum á Norðurlandi. Hvernig er tilfinningin þegar þú sérð að það er að fara snjóa dálítið mikið? „Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko en ég var nú að vonast til að þetta myndi hanga fram í miðjan janúar eða eitthvað. En við erum búin að fá frábæran vetur eða gott haust, frost og stillur bara og ósköp þægilegt veður,“ segir Finnur. Og moksturinn gengur vel. „Bærinn er svo sem ekkert ófær sko, alls ekki. Það er verið að moka íbúðargötur núna, búið að moka helstu stofnbrautir og strætóleiðir náttúrulega löngu búnar. Þetta tekur einhverja tvö þrjá daga í viðbót. Þá verður þetta fínt.“
Akureyri Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00 Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00
Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30