Segir að Ronaldo hafi slæm áhrif á samherjana og þeir séu hræddir við hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 08:31 Cristiano Ronaldo fórnaði höndum í tíma og ótíma gegn Newcastle United. getty/Owen Humphreys Cristiano Ronaldo hefur slæm áhrif á samherja sína hjá Manchester United og þrír leikmenn liðsins eru hræddir við hann. Þetta segir Gabriel Agbonlahor, fyrrverandi leikmaður Aston Villa. Ronaldo náði sér ekki á strik þegar United gerði 1-1 jafntefli við Newcastle United á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag. Ronaldo virtist pirraður og eftir leikinn gagnrýndi fyrrverandi samherji hans, Gary Neville, Portúgalann fyrir viðhorf hans og líkamstjáningu. Agbonlahor tók undir með Neville og sagði að Ronaldo væri eigingjarn og hefði ekki góð áhrif á aðra leikmenn United. „Eins og þetta horfir við mér hugsar hann bara um mörkin sín. Hann vældi allan leikinn og fórnaði höndum því hann fékk ekki færi. Síðan hljóp hann af velli eftir leikinn í fýlu og var eflaust enn fúll í búningsklefanum,“ sagði Agbonlahor og bætti við að þrír af yngri leikmönnum United væru eflaust hálf smeykir við Ronaldo. „Viðhorfið hans var slæmt. Ef ég væri [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood og [Jadon] Sancho væri ég smeykur við að skjóta. Í hvert sinn sem þeir skjóta fórnar Ronaldo höndum, pirraður að hafa ekki fengið sendingu. Það er eitthvað í ólagi í búningsklefanum. Rashford og Greenwood hafa dalað síðan Ronaldo kom. Þeir geta ekki notið sín og það er eins og þeir hugsi að þeir þurfi að gefa á Ronaldo. Ef ég væri þeir væri ég að hugsa af hverju þurftum við að fá hann hingað.“ Agbonlahor kvatti Ralf Rangnick, knattspyrnustjóra United, til að setja Ronaldo á bekkinn. „Hann er stórkostlegur leikmaður sem hefur átt stórkostlegan feril en hann er ekki sami leikmaður og hann var. United spilaði sinn besta leik á tímabilinu gegn Chelsea þegar hann var ekki með. Rashford, Greenwood og Sancho geta spilað frammi, hlaupið inn fyrir varnir andstæðinganna og skipt um stöður. Ef það er eitthvað varið í stjórann setur hann Ronaldo á bekkinn fyrir næsta leik,“ sagði Agbonlahor. Næsti leikur United er einmitt í kvöld, gegn Burnley á Old Trafford. Það er jafnframt síðasti leikur ársins 2021 í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Ronaldo náði sér ekki á strik þegar United gerði 1-1 jafntefli við Newcastle United á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag. Ronaldo virtist pirraður og eftir leikinn gagnrýndi fyrrverandi samherji hans, Gary Neville, Portúgalann fyrir viðhorf hans og líkamstjáningu. Agbonlahor tók undir með Neville og sagði að Ronaldo væri eigingjarn og hefði ekki góð áhrif á aðra leikmenn United. „Eins og þetta horfir við mér hugsar hann bara um mörkin sín. Hann vældi allan leikinn og fórnaði höndum því hann fékk ekki færi. Síðan hljóp hann af velli eftir leikinn í fýlu og var eflaust enn fúll í búningsklefanum,“ sagði Agbonlahor og bætti við að þrír af yngri leikmönnum United væru eflaust hálf smeykir við Ronaldo. „Viðhorfið hans var slæmt. Ef ég væri [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood og [Jadon] Sancho væri ég smeykur við að skjóta. Í hvert sinn sem þeir skjóta fórnar Ronaldo höndum, pirraður að hafa ekki fengið sendingu. Það er eitthvað í ólagi í búningsklefanum. Rashford og Greenwood hafa dalað síðan Ronaldo kom. Þeir geta ekki notið sín og það er eins og þeir hugsi að þeir þurfi að gefa á Ronaldo. Ef ég væri þeir væri ég að hugsa af hverju þurftum við að fá hann hingað.“ Agbonlahor kvatti Ralf Rangnick, knattspyrnustjóra United, til að setja Ronaldo á bekkinn. „Hann er stórkostlegur leikmaður sem hefur átt stórkostlegan feril en hann er ekki sami leikmaður og hann var. United spilaði sinn besta leik á tímabilinu gegn Chelsea þegar hann var ekki með. Rashford, Greenwood og Sancho geta spilað frammi, hlaupið inn fyrir varnir andstæðinganna og skipt um stöður. Ef það er eitthvað varið í stjórann setur hann Ronaldo á bekkinn fyrir næsta leik,“ sagði Agbonlahor. Næsti leikur United er einmitt í kvöld, gegn Burnley á Old Trafford. Það er jafnframt síðasti leikur ársins 2021 í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira