Segir að Ronaldo hafi slæm áhrif á samherjana og þeir séu hræddir við hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 08:31 Cristiano Ronaldo fórnaði höndum í tíma og ótíma gegn Newcastle United. getty/Owen Humphreys Cristiano Ronaldo hefur slæm áhrif á samherja sína hjá Manchester United og þrír leikmenn liðsins eru hræddir við hann. Þetta segir Gabriel Agbonlahor, fyrrverandi leikmaður Aston Villa. Ronaldo náði sér ekki á strik þegar United gerði 1-1 jafntefli við Newcastle United á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag. Ronaldo virtist pirraður og eftir leikinn gagnrýndi fyrrverandi samherji hans, Gary Neville, Portúgalann fyrir viðhorf hans og líkamstjáningu. Agbonlahor tók undir með Neville og sagði að Ronaldo væri eigingjarn og hefði ekki góð áhrif á aðra leikmenn United. „Eins og þetta horfir við mér hugsar hann bara um mörkin sín. Hann vældi allan leikinn og fórnaði höndum því hann fékk ekki færi. Síðan hljóp hann af velli eftir leikinn í fýlu og var eflaust enn fúll í búningsklefanum,“ sagði Agbonlahor og bætti við að þrír af yngri leikmönnum United væru eflaust hálf smeykir við Ronaldo. „Viðhorfið hans var slæmt. Ef ég væri [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood og [Jadon] Sancho væri ég smeykur við að skjóta. Í hvert sinn sem þeir skjóta fórnar Ronaldo höndum, pirraður að hafa ekki fengið sendingu. Það er eitthvað í ólagi í búningsklefanum. Rashford og Greenwood hafa dalað síðan Ronaldo kom. Þeir geta ekki notið sín og það er eins og þeir hugsi að þeir þurfi að gefa á Ronaldo. Ef ég væri þeir væri ég að hugsa af hverju þurftum við að fá hann hingað.“ Agbonlahor kvatti Ralf Rangnick, knattspyrnustjóra United, til að setja Ronaldo á bekkinn. „Hann er stórkostlegur leikmaður sem hefur átt stórkostlegan feril en hann er ekki sami leikmaður og hann var. United spilaði sinn besta leik á tímabilinu gegn Chelsea þegar hann var ekki með. Rashford, Greenwood og Sancho geta spilað frammi, hlaupið inn fyrir varnir andstæðinganna og skipt um stöður. Ef það er eitthvað varið í stjórann setur hann Ronaldo á bekkinn fyrir næsta leik,“ sagði Agbonlahor. Næsti leikur United er einmitt í kvöld, gegn Burnley á Old Trafford. Það er jafnframt síðasti leikur ársins 2021 í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Ronaldo náði sér ekki á strik þegar United gerði 1-1 jafntefli við Newcastle United á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag. Ronaldo virtist pirraður og eftir leikinn gagnrýndi fyrrverandi samherji hans, Gary Neville, Portúgalann fyrir viðhorf hans og líkamstjáningu. Agbonlahor tók undir með Neville og sagði að Ronaldo væri eigingjarn og hefði ekki góð áhrif á aðra leikmenn United. „Eins og þetta horfir við mér hugsar hann bara um mörkin sín. Hann vældi allan leikinn og fórnaði höndum því hann fékk ekki færi. Síðan hljóp hann af velli eftir leikinn í fýlu og var eflaust enn fúll í búningsklefanum,“ sagði Agbonlahor og bætti við að þrír af yngri leikmönnum United væru eflaust hálf smeykir við Ronaldo. „Viðhorfið hans var slæmt. Ef ég væri [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood og [Jadon] Sancho væri ég smeykur við að skjóta. Í hvert sinn sem þeir skjóta fórnar Ronaldo höndum, pirraður að hafa ekki fengið sendingu. Það er eitthvað í ólagi í búningsklefanum. Rashford og Greenwood hafa dalað síðan Ronaldo kom. Þeir geta ekki notið sín og það er eins og þeir hugsi að þeir þurfi að gefa á Ronaldo. Ef ég væri þeir væri ég að hugsa af hverju þurftum við að fá hann hingað.“ Agbonlahor kvatti Ralf Rangnick, knattspyrnustjóra United, til að setja Ronaldo á bekkinn. „Hann er stórkostlegur leikmaður sem hefur átt stórkostlegan feril en hann er ekki sami leikmaður og hann var. United spilaði sinn besta leik á tímabilinu gegn Chelsea þegar hann var ekki með. Rashford, Greenwood og Sancho geta spilað frammi, hlaupið inn fyrir varnir andstæðinganna og skipt um stöður. Ef það er eitthvað varið í stjórann setur hann Ronaldo á bekkinn fyrir næsta leik,“ sagði Agbonlahor. Næsti leikur United er einmitt í kvöld, gegn Burnley á Old Trafford. Það er jafnframt síðasti leikur ársins 2021 í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira