Skoða að fella niður skólahald á meðan að börnin verða bólusett Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. desember 2021 12:21 Undirbúningur fyrir bólusetningu barna á aldrinum 5 til 11 ára stendur nú yfir en börnin verða bólusett með bóluefni frá Pfizer. Vísir/Vilhelm Í skoðun er að fella niður skólahald í einn dag í kringum bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára en bólusetningin mun fara fram í skólum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu telur að töluverður fjöldi barna muni ekki mæta í bólusetningu annað hvort samkvæmt vali eða vegna þess að þau hafa þegar fengið Covid. Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára gegn Covid-19 voru ræddar á opnun fjarfundi velferðarnefndar Alþingis í morgun. Þegar hefur verið ákveðið að bjóða upp á bólusetningu fyrir þennan aldurshóp. Á fundinum kom fram að drög hafi verið lögð að því hvernig staðið verði að bólusetningunni en bólusett verður í skólum. Forsjáraðilar barnanna mega vænta þess að fá strax í upphafi næsta árs skilaboð þar sem þeim verður boðið að þiggja bólusetninguna, bíða með hana eða afþakka hana. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir vel hugað að persónuverndarsjónarmiðum þegar kemur að bólusetningu barna. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetningin hafi verið undirbúin vel. Engin börn verða bólusett nema í fylgd með forsjáraðila eða öðrum sem forsjáraðili hefur fengið til að mæta með barninu „Hugmyndafræðin er sú að það eru skólahjúkrunarfræðingar í hverjum skóla þá sem að skipuleggja þá hvar besta aðstaðan er í hverjum skóla og í samráði við þá skólastjórnendur og hvernig það er útfært. Það sem að við erum kannski að vinna að núna líka er að hugsanlega verður felldur niður, allavega skertur skóladagur ef ekki felldur niður, það er það sem við erum að vinna með menntamálaráðuneytinu og sveitarstjórnum að við teljum það svona bæði út frá sóttvarnarsjónarmiði og eins svona persónuverndarsjónamiði þá væri það æskilegast ef við gætum fellt niður skóladag þennan dag. Það væri þá bara einn dagur í hverjum skóla.“ Því var velt upp á fundinum hvort að börn geti orðið fyrir aðkasti ef þau þiggja ekki bólusetningu. „Ástæðurnar fyrir því að börn fari ekki í bólusetningu eru margar það eru mjög mörg börn sem eru búin að fá Covid núna nýlega og eru þá ekki sem sagt gild í, sem sagt ekki mælt með bólusetningu, þannig ég svona hef kannski minni áhyggjur af því. Vegna þess að ég held að það verði töluverður fjöldi barna sem fari ekki í bólusetningu. Annað hvort samkvæmt vali eða vegna þess að það hefur fengið Covid.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Grunnskólar Tengdar fréttir Ekkert 5-11 ára barn hefur lagst á spítala vegna COVID-19 á Íslandi Bóluefni eru eitt mesta afrek mannkynssögunnar. Sjúkdómar geta hins vegar verið mishættulegir fyrir mismunandi einstaklinga, og bóluefni geta verið misgóð og misörugg. 21. desember 2021 09:31 Bólusetningar hafa gert mikið gagn Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. 20. desember 2021 15:25 Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára gegn Covid-19 voru ræddar á opnun fjarfundi velferðarnefndar Alþingis í morgun. Þegar hefur verið ákveðið að bjóða upp á bólusetningu fyrir þennan aldurshóp. Á fundinum kom fram að drög hafi verið lögð að því hvernig staðið verði að bólusetningunni en bólusett verður í skólum. Forsjáraðilar barnanna mega vænta þess að fá strax í upphafi næsta árs skilaboð þar sem þeim verður boðið að þiggja bólusetninguna, bíða með hana eða afþakka hana. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir vel hugað að persónuverndarsjónarmiðum þegar kemur að bólusetningu barna. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetningin hafi verið undirbúin vel. Engin börn verða bólusett nema í fylgd með forsjáraðila eða öðrum sem forsjáraðili hefur fengið til að mæta með barninu „Hugmyndafræðin er sú að það eru skólahjúkrunarfræðingar í hverjum skóla þá sem að skipuleggja þá hvar besta aðstaðan er í hverjum skóla og í samráði við þá skólastjórnendur og hvernig það er útfært. Það sem að við erum kannski að vinna að núna líka er að hugsanlega verður felldur niður, allavega skertur skóladagur ef ekki felldur niður, það er það sem við erum að vinna með menntamálaráðuneytinu og sveitarstjórnum að við teljum það svona bæði út frá sóttvarnarsjónarmiði og eins svona persónuverndarsjónamiði þá væri það æskilegast ef við gætum fellt niður skóladag þennan dag. Það væri þá bara einn dagur í hverjum skóla.“ Því var velt upp á fundinum hvort að börn geti orðið fyrir aðkasti ef þau þiggja ekki bólusetningu. „Ástæðurnar fyrir því að börn fari ekki í bólusetningu eru margar það eru mjög mörg börn sem eru búin að fá Covid núna nýlega og eru þá ekki sem sagt gild í, sem sagt ekki mælt með bólusetningu, þannig ég svona hef kannski minni áhyggjur af því. Vegna þess að ég held að það verði töluverður fjöldi barna sem fari ekki í bólusetningu. Annað hvort samkvæmt vali eða vegna þess að það hefur fengið Covid.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Grunnskólar Tengdar fréttir Ekkert 5-11 ára barn hefur lagst á spítala vegna COVID-19 á Íslandi Bóluefni eru eitt mesta afrek mannkynssögunnar. Sjúkdómar geta hins vegar verið mishættulegir fyrir mismunandi einstaklinga, og bóluefni geta verið misgóð og misörugg. 21. desember 2021 09:31 Bólusetningar hafa gert mikið gagn Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. 20. desember 2021 15:25 Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ekkert 5-11 ára barn hefur lagst á spítala vegna COVID-19 á Íslandi Bóluefni eru eitt mesta afrek mannkynssögunnar. Sjúkdómar geta hins vegar verið mishættulegir fyrir mismunandi einstaklinga, og bóluefni geta verið misgóð og misörugg. 21. desember 2021 09:31
Bólusetningar hafa gert mikið gagn Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. 20. desember 2021 15:25
Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44
Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21