Lazio blandar sér í baráttuna um Albert Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2021 10:00 „Þennan, takk!“ gæti Maurizio Sarri verið að segja, ef marka má frétt La Gazzetta dello Sport. Samsett/Getty Útlit er fyrir að landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson muni hafa úr áhugaverðum kostum að velja nú þegar hálft ár er þar til að samningur hans við hollenska knattspyrnufélagið AZ Alkmaar rennur út. Samkvæmt Gazzetta dello Sport er ítalska félagið Lazio með Albert í sigtinu nú þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Áður höfðu skoskir fjölmiðlar greint frá því að skoski risinn Celtic væri á höttunum eftir Alberti. Hið fornfræga lið Lazio leikur nú undir stjórn hins keðjureykjandi Maurizio Sarri, sem áður hefur verið hjá Juventus, Chelsea og Napoli. Lazio hafnaði í 6. sæti á síðustu leiktíð í ítölsku A-deildinni og er í 8. sæti nú þegar tímabilið er hálfnað, þó aðeins þremur stigum frá 5. sætinu sem Juventus situr í. Gazzetta dello Sport greindi frá því að raunar væru tveir Guðmundssynir á blaði hjá Lazio, Albert og Gabriel, en tók fram að þeir væru ekki skildir og ekki einu sinni samlandar. Sá síðarnefndi er sænskur bakvörður Lille í Frakklandi. Albert er þessa dagana í jólafríi í Dúbaí og nýtur þar lífsins með fjölskyldu sinni sem nú er útlit fyrir að flytji frá Hollandi á nýju ári. View this post on Instagram A post shared by Albert Gudmundsson (@albertgudmundsson) Albert, sem er 24 ára, hefur spilað 29 A-landsleiki og skorað í þeim sex mörk. Hann fór ungur til Hollands og gekk í raðir PSV Eindhoven en var seldur til AZ sumarið 2018. Fyrir AZ hefur Albert, samkvæmt Soccerway, skorað 17 mörk í 72 deildarleikjum. Hann skoraði tvö mörk, eða nánast þrennu, í 4-1 sigri gegn Willem II rétt fyrir jól og hefur því skorað fjögur mörk í 17 deildarleikjum fyrir AZ sem er í 5. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Samkvæmt Gazzetta dello Sport er ítalska félagið Lazio með Albert í sigtinu nú þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Áður höfðu skoskir fjölmiðlar greint frá því að skoski risinn Celtic væri á höttunum eftir Alberti. Hið fornfræga lið Lazio leikur nú undir stjórn hins keðjureykjandi Maurizio Sarri, sem áður hefur verið hjá Juventus, Chelsea og Napoli. Lazio hafnaði í 6. sæti á síðustu leiktíð í ítölsku A-deildinni og er í 8. sæti nú þegar tímabilið er hálfnað, þó aðeins þremur stigum frá 5. sætinu sem Juventus situr í. Gazzetta dello Sport greindi frá því að raunar væru tveir Guðmundssynir á blaði hjá Lazio, Albert og Gabriel, en tók fram að þeir væru ekki skildir og ekki einu sinni samlandar. Sá síðarnefndi er sænskur bakvörður Lille í Frakklandi. Albert er þessa dagana í jólafríi í Dúbaí og nýtur þar lífsins með fjölskyldu sinni sem nú er útlit fyrir að flytji frá Hollandi á nýju ári. View this post on Instagram A post shared by Albert Gudmundsson (@albertgudmundsson) Albert, sem er 24 ára, hefur spilað 29 A-landsleiki og skorað í þeim sex mörk. Hann fór ungur til Hollands og gekk í raðir PSV Eindhoven en var seldur til AZ sumarið 2018. Fyrir AZ hefur Albert, samkvæmt Soccerway, skorað 17 mörk í 72 deildarleikjum. Hann skoraði tvö mörk, eða nánast þrennu, í 4-1 sigri gegn Willem II rétt fyrir jól og hefur því skorað fjögur mörk í 17 deildarleikjum fyrir AZ sem er í 5. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira