Ísland mætir Úganda 12. janúar og Suður-Kóreu þremur dögum síðar. Leikirnir fara fram í Antalya í Tyrklandi.
Líkt og venjan er með landsleiki í janúar verður íslenski hópurinn að mestu skipaður leikmönnum sem leika hér á landi eða á Norðurlöndunum þar sem leikið er utan hins alþjóðlega leikjadagatals FIFA.
Sem fyrr sagði hefur Ísland hvorki mætt Úganda eða Suður-Kóreu í A-landsleik í karlaflokki.
Suður-Kórea hefur lengi verið eitt sterkasta lið Asíu og er fastagestur á HM. Suður-Kóreumenn eru í 33. sæti styrkleikalista FIFA.
Úganda er ekki jafn þekkt stærð en liðið hefur aldrei komist á HM og sjaldan komist langt á Afríkumótinu. Úgandamenn léku fjórtán leiki á þessu ári, unnu þrjá, gerðu fimm jafntefli og töpuðu sex.