Neville gagnrýndi Ronaldo og Fernandes og kallaði lið United hóp af vælukjóum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2021 07:30 Gary Neville var hvorki hrifinn af frammistöðu né viðhorfi Brunos Fernandes og Cristianos Ronaldo gegn Newcastle United. getty/Robbie Jay Barratt Gary Neville gagnrýndi frammistöðu Manchester United gegn Newcastle United og kallaði leikmenn liðsins vælukjóa. Leikurinn á St. James' Park í gær endaði með 1-1 jafntefli. Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir snemma leiks en Edinson Cavani jafnaði fyrir United á 71. mínútu. Gestirnir gátu þakkað David De Gea öðrum fremur fyrir stigið en hann varði nokkrum sinnum vel í markinu. „Þetta var glundroði í seinni hálfleik varðandi uppstillingu og leikstíl, þetta var örvæntingarfullt. Þetta veldur miklum áhyggjum. Það var eflaust margt sem [Ralf] Rangnick hataði við þessa frammistöðu,“ sagði Neville á Sky Sports eftir leikinn. Neville var jafnvel enn hvassari í gagnrýni sinni í hálfleik. „Þeir hafa ekki gert neitt rétt sem lið. Enginn leikmaður getur sagt að hann hafi staðið fyrir sínu. Það er ekkert jákvætt við þetta. Þeir væla í hver öðrum! Þetta er hópur af vælukjóum! Horfðu á þá, fórnandi höndum, kvartandi yfir öllu! Í sannleika sagt er þetta átakanlegt. Vegna þeirra var síðasti stjóri [Ole Gunnar Solskjær] rekinn! Ralf Rangnick verður ekki rekinn, hann er bara búinn að vera þarna í nokkrar vikur, en ef þessi hópur heldur svona áfram verða margir stjórar reknir vegna hans.“ Tveir bestu leikmenn United, Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes, voru ekki undanskildir gagnrýndi Nevilles. Hann var afar ósáttur við líkamstjáningu Portúgalanna í leiknum. „Við tölum um líkamstjáningu og töluðum um það fyrr á tímabilinu þegar Ronaldo hljóp af velli eftir leikinn gegn Everton. Hann gerði það aftur núna. Hann gerði það gegn Watford þegar allir vissu að stjórinn yrði rekinn. Og gegn Norwich,“ sagði Neville. „Fernandes er líka vælandi. Þetta er tveir stórir leikmenn og það er hrikalegt þegar þeir horfa á yngri leikmennina eins og þeir séu ekki nógu góðir.“ Neville var þó ánægður með innkomu Cavanis og sagði hann gott mótvægi við Ronaldo og Fernandes. „Hann visnar ekki í nærveru þeirra. Hann svarar þeim og hjálpar ungu leikmönnunum. Hann verður að vera inni á vellinum,“ sagði Neville. „Mér er sama hvernig þú spilar. Þú þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn. Farðu til þeirra eftir leikinn, sérstaklega þegar þú ert besti leikmaður heims og einn besti leikmaður allra tíma,“ sagði Neville og vísaði þar til Ronaldos. „Þetta hefur truflað mig í um tvo mánuði. Það er hrikalegt þegar bestu leikmennirnir í liðinu sýna þetta viðhorf og þessa líkamstjáningu.“ Næsti leikur United og jafnframt síðasti leikur liðsins á árinu 2021 er gegn Burnley á Old Trafford á fimmtudaginn. Enski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Leikurinn á St. James' Park í gær endaði með 1-1 jafntefli. Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir snemma leiks en Edinson Cavani jafnaði fyrir United á 71. mínútu. Gestirnir gátu þakkað David De Gea öðrum fremur fyrir stigið en hann varði nokkrum sinnum vel í markinu. „Þetta var glundroði í seinni hálfleik varðandi uppstillingu og leikstíl, þetta var örvæntingarfullt. Þetta veldur miklum áhyggjum. Það var eflaust margt sem [Ralf] Rangnick hataði við þessa frammistöðu,“ sagði Neville á Sky Sports eftir leikinn. Neville var jafnvel enn hvassari í gagnrýni sinni í hálfleik. „Þeir hafa ekki gert neitt rétt sem lið. Enginn leikmaður getur sagt að hann hafi staðið fyrir sínu. Það er ekkert jákvætt við þetta. Þeir væla í hver öðrum! Þetta er hópur af vælukjóum! Horfðu á þá, fórnandi höndum, kvartandi yfir öllu! Í sannleika sagt er þetta átakanlegt. Vegna þeirra var síðasti stjóri [Ole Gunnar Solskjær] rekinn! Ralf Rangnick verður ekki rekinn, hann er bara búinn að vera þarna í nokkrar vikur, en ef þessi hópur heldur svona áfram verða margir stjórar reknir vegna hans.“ Tveir bestu leikmenn United, Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes, voru ekki undanskildir gagnrýndi Nevilles. Hann var afar ósáttur við líkamstjáningu Portúgalanna í leiknum. „Við tölum um líkamstjáningu og töluðum um það fyrr á tímabilinu þegar Ronaldo hljóp af velli eftir leikinn gegn Everton. Hann gerði það aftur núna. Hann gerði það gegn Watford þegar allir vissu að stjórinn yrði rekinn. Og gegn Norwich,“ sagði Neville. „Fernandes er líka vælandi. Þetta er tveir stórir leikmenn og það er hrikalegt þegar þeir horfa á yngri leikmennina eins og þeir séu ekki nógu góðir.“ Neville var þó ánægður með innkomu Cavanis og sagði hann gott mótvægi við Ronaldo og Fernandes. „Hann visnar ekki í nærveru þeirra. Hann svarar þeim og hjálpar ungu leikmönnunum. Hann verður að vera inni á vellinum,“ sagði Neville. „Mér er sama hvernig þú spilar. Þú þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn. Farðu til þeirra eftir leikinn, sérstaklega þegar þú ert besti leikmaður heims og einn besti leikmaður allra tíma,“ sagði Neville og vísaði þar til Ronaldos. „Þetta hefur truflað mig í um tvo mánuði. Það er hrikalegt þegar bestu leikmennirnir í liðinu sýna þetta viðhorf og þessa líkamstjáningu.“ Næsti leikur United og jafnframt síðasti leikur liðsins á árinu 2021 er gegn Burnley á Old Trafford á fimmtudaginn.
Enski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira