Rangnick horfir til Þýskalands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2021 18:00 Það er spurning hversu vel Ralf Rangnick sér. EPA-EFE/PETER POWEL Ralf Rangnick, þjálfari Manchester United, horfir til heimalandsins í leit að ungum og efnilegum leikmönnum. Talið er að hann sé á höttunum eftir allt að fjórum leikmönnum sem eru tvítugir eða yngri. Fjölmiðlar erlendis halda því fram að Rangnick vilji ólmur yngja upp í leikmannahópi Man United. Anthony Martial hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félagið og þá er nær öruggt að Edinson Cavan rói á önnur mið að tímabilinu loknu. Í gegnum ferilinn hefur hinn 63 ára gamli Þjóðverji helst viljað vinna með ungum leikmönnum og það kemur því ekki á óvart að hann horfi til heimalandsins í leit að ódýrum en hágæða leikmönnum. Talið er að helsta skotmark Man United nú sé „næsti Kai Havertz.“ Um er að ræða hinn 18 ára gamla Florian Wirtz sem er á mála hjá Bayer Leverkusen. The 'next Kai Havertz' may be on his way to Manchester United in January, with a £70m move reportedly lined up #MUFC https://t.co/TEQRuksrJk— FourFourTwo (@FourFourTwo) December 26, 2021 Hinn 18 ára gamli Wirtz leikur í stöðu sóknartengiliðs og hefur farið mikinn það sem af er tímabili. Í 15 deildarleikjum hefur hann skorað 5 mörk og lagt upp til viðbótar. Ef það er ekki nóg þá hefur hann skorað 3 mörk og lagt upp önnur 3 í aðeins 5 leikjum í Evrópudeildinni. Á óskalista Rangnick má einnig finna: Luca Netz, 18 ára vinstri bakvörð Gladbach, Eric Martel, 19 ára miðjumaður RB Leipzig (á láni hjá Austria Vín) Armel Bella Kotchap, 20 ára miðvörður Bochum Florian Wirtz hefur verið sjóðandi heitur það sem af er leiktíð.EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Manchester United heimsækir Newcastle United í kvöld. Eftir ágæta byrjun undir stjórn Rangnick hefur Man Utd ekki spilað í 16 daga sökum kórónuveirusmita og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið kemur til leiks eftir svo langt hlé. Leikur Man Utd og Newcastle verður í beinni textalýsingu á Vísi frá 20.00. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Fjölmiðlar erlendis halda því fram að Rangnick vilji ólmur yngja upp í leikmannahópi Man United. Anthony Martial hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félagið og þá er nær öruggt að Edinson Cavan rói á önnur mið að tímabilinu loknu. Í gegnum ferilinn hefur hinn 63 ára gamli Þjóðverji helst viljað vinna með ungum leikmönnum og það kemur því ekki á óvart að hann horfi til heimalandsins í leit að ódýrum en hágæða leikmönnum. Talið er að helsta skotmark Man United nú sé „næsti Kai Havertz.“ Um er að ræða hinn 18 ára gamla Florian Wirtz sem er á mála hjá Bayer Leverkusen. The 'next Kai Havertz' may be on his way to Manchester United in January, with a £70m move reportedly lined up #MUFC https://t.co/TEQRuksrJk— FourFourTwo (@FourFourTwo) December 26, 2021 Hinn 18 ára gamli Wirtz leikur í stöðu sóknartengiliðs og hefur farið mikinn það sem af er tímabili. Í 15 deildarleikjum hefur hann skorað 5 mörk og lagt upp til viðbótar. Ef það er ekki nóg þá hefur hann skorað 3 mörk og lagt upp önnur 3 í aðeins 5 leikjum í Evrópudeildinni. Á óskalista Rangnick má einnig finna: Luca Netz, 18 ára vinstri bakvörð Gladbach, Eric Martel, 19 ára miðjumaður RB Leipzig (á láni hjá Austria Vín) Armel Bella Kotchap, 20 ára miðvörður Bochum Florian Wirtz hefur verið sjóðandi heitur það sem af er leiktíð.EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Manchester United heimsækir Newcastle United í kvöld. Eftir ágæta byrjun undir stjórn Rangnick hefur Man Utd ekki spilað í 16 daga sökum kórónuveirusmita og verður forvitnilegt að sjá hvernig liðið kemur til leiks eftir svo langt hlé. Leikur Man Utd og Newcastle verður í beinni textalýsingu á Vísi frá 20.00.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira