Yngst til að taka sæti á þingi Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2021 12:05 Varaþingmenn Pírata, þær Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Lenya Rún Taha Karim, tóku sæti á Alþingi í dag. Píratar Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. Fyrra metið átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var tuttugu ára og 355 daga gamall þegar hann tók sæti árið 2018. Frá þessu segir í tilkynningu frá þingflokki Pírata en þær varaþingkonurnar Gunnhildur Fríða og Lenya Rún Taha Karim, tóku báðar sæti á þingi í dag fyrir þá Björn Leví Gunnarsson og Andrés Inga Jónsson. „Gunnhildur Fríða er þekkt fyrir baráttu sína fyrir aðgerðum í loftslagsmálum og innleiðingu nýrrar stjórnarskrár. Frábær innáskipting hjá @PiratarXP síðustu þingfundaviku ársins. Hlakka til að fylgjast með @GunnhildurF og @Lenyarun! pic.twitter.com/9IY9PKtGAi— Andrés Ingi (@andresingi) December 27, 2021 Lenya Rún Taha Karim komst í fréttirnar fyrr í haust þegar niðurstöður Alþingiskosninga bentu til þess að hún væri yngsti kjörni alþingismaður sögunnar. Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi datt hún af þingi og varð þess í stað 1. varaþingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún tekur nú sæti á Alþingi í fyrsta skipti en baráttumál hennar eru afglæpavæðing vímuefna, réttindi innflytjenda og flóttafólks og aðgengi jaðarsettra hópa að menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu,“ segir í tilkynningunni frá Pírötum. Jújú það er komið að því - gellu takeover á Alþingi enda er ykkar kona að taka sæti þar í dag Orkan sem ég fer með inn í daginn minn í boði @HeklaElisabet pic.twitter.com/ZEAxlChgFO— Lenya Rún (@Lenyarun) December 27, 2021 Hér má sjá upplýsingar um yngstu varamenn til að taka sæti á þingi. Jóhanna María Sigmundsdóttir, sem fædd er 1991 og var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 2013, er yngsta manneskjan til að verða kjörin á þing en hún var þá 21 árs gömul og 303 daga. Alþingi Píratar Tímamót Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Fyrra metið átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var tuttugu ára og 355 daga gamall þegar hann tók sæti árið 2018. Frá þessu segir í tilkynningu frá þingflokki Pírata en þær varaþingkonurnar Gunnhildur Fríða og Lenya Rún Taha Karim, tóku báðar sæti á þingi í dag fyrir þá Björn Leví Gunnarsson og Andrés Inga Jónsson. „Gunnhildur Fríða er þekkt fyrir baráttu sína fyrir aðgerðum í loftslagsmálum og innleiðingu nýrrar stjórnarskrár. Frábær innáskipting hjá @PiratarXP síðustu þingfundaviku ársins. Hlakka til að fylgjast með @GunnhildurF og @Lenyarun! pic.twitter.com/9IY9PKtGAi— Andrés Ingi (@andresingi) December 27, 2021 Lenya Rún Taha Karim komst í fréttirnar fyrr í haust þegar niðurstöður Alþingiskosninga bentu til þess að hún væri yngsti kjörni alþingismaður sögunnar. Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi datt hún af þingi og varð þess í stað 1. varaþingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún tekur nú sæti á Alþingi í fyrsta skipti en baráttumál hennar eru afglæpavæðing vímuefna, réttindi innflytjenda og flóttafólks og aðgengi jaðarsettra hópa að menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu,“ segir í tilkynningunni frá Pírötum. Jújú það er komið að því - gellu takeover á Alþingi enda er ykkar kona að taka sæti þar í dag Orkan sem ég fer með inn í daginn minn í boði @HeklaElisabet pic.twitter.com/ZEAxlChgFO— Lenya Rún (@Lenyarun) December 27, 2021 Hér má sjá upplýsingar um yngstu varamenn til að taka sæti á þingi. Jóhanna María Sigmundsdóttir, sem fædd er 1991 og var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 2013, er yngsta manneskjan til að verða kjörin á þing en hún var þá 21 árs gömul og 303 daga.
Alþingi Píratar Tímamót Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira