Að hætta með sóttkví og einangrun hefði alvarlegar afleiðingar Snorri Másson skrifar 27. desember 2021 12:05 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki sérstaklega til skoðunar að herða aðgerðir innanlands. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir ótímabært að hrósa happi yfir því að omíkron-afbrigðið hafi enn ekki skilað sér í auknum innlögnum á Landspítala. Næstu dagar skipta sköpum. 664 greindust með veiruna innanlands í gær. Fjórtán liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um fjóra frá því í gær. Enn eru fimm á gjörgæslu og þrír eru á öndunarvél. Hluti þeirra sem er að leggjast inn eru delta-sjúklingar. „Ég myndi nú ekki segja að við getum verið að fagna einu eða neinu og ég held að við eigum frekar að líta á það þannig að við gætum átt eftir að sjá fleiri innlagnir af völdum omíkron. Það tekur eina til tvær vikur að skila sér inn á spítalann. Sá tími er að fara í hönd núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ertu að hugsa um að leggja til hertari aðgerðir? „Það er ekkert endilega á borðinu en auðvitað er það alltaf eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, hafa frá því á föstudag hvorki þurft að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Slakað hefur verið verulega á aðgerðum þar í landi eftir innreið omíkron-afbrigðisins. Hér á Íslandi stendur ekki til að slá sóttkví og einangrun út af borðinu. „Tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu eru akkúrat þau að menn geri það ekki heldur haldi áfram og það er enginn á Norðurlöndunum sem gerir það. Ef við gerðum það væru við bara að bara að bjóða heim miklu hraðari og meiri útbreiðslu þá með alvarlegri afleiðingum,“ segir Þórólfur. Einangrunin var lengd í tíu daga fyrir alla fyrir skemmstu. Er það vegna raunverulegra vísbendinga um að fólk sé að smita eftir sjö dagana eða er það vegna þess að kerfið hefur ekki undan við að koma þeim boðum til fólks á réttum tíma að það losni úr sóttkví? „Þegar menn voru í sjö daga vorum við að sjá smit eftir sjö dagana hjá fólki sem var í einangrun og losnaði. Það var líka oft mjög óljóst hvort fólk hefði einkenni eða ekki einkenni. Þetta var mjög erfitt í framkvæmd að meta þetta þannig enda er það þannig að það eru flestir sem mæla með tíu dögum í einangrun,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Fjórtán liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um fjóra frá því í gær. Enn eru fimm á gjörgæslu og þrír eru á öndunarvél. Hluti þeirra sem er að leggjast inn eru delta-sjúklingar. „Ég myndi nú ekki segja að við getum verið að fagna einu eða neinu og ég held að við eigum frekar að líta á það þannig að við gætum átt eftir að sjá fleiri innlagnir af völdum omíkron. Það tekur eina til tvær vikur að skila sér inn á spítalann. Sá tími er að fara í hönd núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ertu að hugsa um að leggja til hertari aðgerðir? „Það er ekkert endilega á borðinu en auðvitað er það alltaf eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, hafa frá því á föstudag hvorki þurft að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Slakað hefur verið verulega á aðgerðum þar í landi eftir innreið omíkron-afbrigðisins. Hér á Íslandi stendur ekki til að slá sóttkví og einangrun út af borðinu. „Tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu eru akkúrat þau að menn geri það ekki heldur haldi áfram og það er enginn á Norðurlöndunum sem gerir það. Ef við gerðum það væru við bara að bara að bjóða heim miklu hraðari og meiri útbreiðslu þá með alvarlegri afleiðingum,“ segir Þórólfur. Einangrunin var lengd í tíu daga fyrir alla fyrir skemmstu. Er það vegna raunverulegra vísbendinga um að fólk sé að smita eftir sjö dagana eða er það vegna þess að kerfið hefur ekki undan við að koma þeim boðum til fólks á réttum tíma að það losni úr sóttkví? „Þegar menn voru í sjö daga vorum við að sjá smit eftir sjö dagana hjá fólki sem var í einangrun og losnaði. Það var líka oft mjög óljóst hvort fólk hefði einkenni eða ekki einkenni. Þetta var mjög erfitt í framkvæmd að meta þetta þannig enda er það þannig að það eru flestir sem mæla með tíu dögum í einangrun,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira