Útskýrði af hverju hann réði sálfræðing: „Leikmenn þurfa einhvern til að tala við“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2021 10:02 Ralf Rangnick ræðir við Mason Greenwood. EPA-EFE/PETER POWELL Ralf Rangnick var ekki lengi að láta til sín taka sem þjálfari Manchester United. Eitt af hans fyrstu verkum var að ráða íþróttasálfræðing og hinn 63 ára gamli Þjóðverji telur að ekki sé langt í að það verði vaninn hjá stærstu liðum heims. Mikil umræða skapaðist í kringum ráðningu hins 46 ára gamla Sascha Lense en það kom Rangnick ekki á óvart. „Ég veit að mörg félög í Þýskalandi eru ekki með sálfræðinga á sínum snærum. Fyrir mér er það samt mjög rökrétt,“ sagði Rangnick í viðtali við Sky Sports um málið. „Öll félög eru með mismunandi sérfræðingar fyrir markverði, varnarmenn, miðjumenn og sóknarmenn, til að auka líkamlegt atgervi og hámarka frammistöður. Sum félög eru með fleiri sérfræðinga en leikmenn. Allir þessir aðilar nota höfuðið – heilann og hugann – því er rökrétt að vera með sérfræðing í þeim efnum.“ „Um það snýst þetta allt, að hjálpa leikmönnum að hugsa um réttu hlutina á réttum augnablikum frekar en ranga hluti. Til að leikmenn taki framförum þá þarf heili þeirra að vera tilbúinn í að hjálpa líkamanum svo þeir nái sem bestum árangri.“ Read the full exclusive interview... — Sky Sports (@SkySports) December 24, 2021 „Þetta er allt hluti af púsluspilinu. Það er mikilvægt að bestu félögin – og Manchester United er eitt stærsta félag í heimi – séu með besta mögulega starfsfólkið. Allavega þurfa öll þessi litlu púsl að vera til staðar.“ „Leikmenn eru undir gríðarlegu álagi á þessu stigi, stundum þurfa þeir einfaldlega einhvern til að tala við sem er ekki endilega hluti af þjálfarateyminu. Það er mikilvægt að leikmenn geti talað við hlutlausan aðila, sérfræðing sem getur aðstoðað þá eða bara hlustað á það sem þeir hafa að segja,“ sagði Rangnick að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Mikil umræða skapaðist í kringum ráðningu hins 46 ára gamla Sascha Lense en það kom Rangnick ekki á óvart. „Ég veit að mörg félög í Þýskalandi eru ekki með sálfræðinga á sínum snærum. Fyrir mér er það samt mjög rökrétt,“ sagði Rangnick í viðtali við Sky Sports um málið. „Öll félög eru með mismunandi sérfræðingar fyrir markverði, varnarmenn, miðjumenn og sóknarmenn, til að auka líkamlegt atgervi og hámarka frammistöður. Sum félög eru með fleiri sérfræðinga en leikmenn. Allir þessir aðilar nota höfuðið – heilann og hugann – því er rökrétt að vera með sérfræðing í þeim efnum.“ „Um það snýst þetta allt, að hjálpa leikmönnum að hugsa um réttu hlutina á réttum augnablikum frekar en ranga hluti. Til að leikmenn taki framförum þá þarf heili þeirra að vera tilbúinn í að hjálpa líkamanum svo þeir nái sem bestum árangri.“ Read the full exclusive interview... — Sky Sports (@SkySports) December 24, 2021 „Þetta er allt hluti af púsluspilinu. Það er mikilvægt að bestu félögin – og Manchester United er eitt stærsta félag í heimi – séu með besta mögulega starfsfólkið. Allavega þurfa öll þessi litlu púsl að vera til staðar.“ „Leikmenn eru undir gríðarlegu álagi á þessu stigi, stundum þurfa þeir einfaldlega einhvern til að tala við sem er ekki endilega hluti af þjálfarateyminu. Það er mikilvægt að leikmenn geti talað við hlutlausan aðila, sérfræðing sem getur aðstoðað þá eða bara hlustað á það sem þeir hafa að segja,“ sagði Rangnick að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira