„Við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. desember 2021 14:00 Jón Ívar telur þörf á nýrri nálgun á sóttvarnaaðgerðir hér á landi. Samsett Læknirinn Jón Ívar Einarsson telur þörf á „nýrri hugsun“ í nálgun stjórnvalda á baráttuna við kórónuveiruna, og telur að samfélagið geti ekki „bólusett sig út úr vandanum.“ Í aðsendum skoðanapistli hjá Innherja, sjálfstæðs áskriftarmiðils innan Vísis, segir Jón Ívar gríðarlegt heilsufarslegt og efnahagslegt tjón hafa fylgt faraldrinum. Þá séu tæplega sjö þúsund manns í sóttkví eða einangrun þessi jólin, flestir með lítil eða engin einkenni. „Miklar vonir voru bundnar við bóluefnin og erum við Íslendingar meðal þeirra þjóða sem duglegastar eru að láta bólusetja sig. Þrátt fyrir það erum við nánast á byrjunareit þegar ný afbrigði veirunnar herja á okkur með reglulegu millibili. Nú í aðdraganda jóla, hafa dagleg greind smit aldrei verið fleiri og enn leggja stjórnvöld á mjög strangar takmarkanir sem hafa gríðarleg áhrif á daglegt líf, atvinnu og geðheilsu landsmanna,“ skrifar Jón Ívar. Beðin að halda í okkur andanum Jón Ívar heldur áfram og segir að öllum megi nú vera ljóst að „við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum.“ „Við vorum í upphafi beðin að halda niðri í okkur andanum þar til búið væri að bólusetja meirihluta landsmanna og síðastliðið sumar lýstu sóttvarnaryfirvöld hér yfir fullnaðarsigri í baráttunni við veiruna skæðu.“ Hátt bólusetningarhlutfall hafi hins vegar verið skammgóður vermir, og nú æði veiran áfram sem aldrei fyrr. „Það er líka ljóst að við munum að endingu flest smitast af þessari óværu, sóttvarnaraðgerðir draga það einungis á langinn.“ Met yfir fjölda smitaðra hér á landi hafa fallið nokkrum sinnum á síðustu dögum, síðast í fyrradag þegar 493 greindust með Covid innanlands. Í gær greindust 463 með sjúkdóminn. Bólusetning mikilvægt verkfæri Jón Ívar telur þá ekki að bólusetning ungra barna komi til með að breyta stöðinni mikið, og fullyrðir að heilbrigðum börnum stafi nær engin hætta af faraldrinum. „Ég tek það fram að þrátt fyrir að bólusetningar hafi valdið vissum vonbrigðum, þá eru þær mikilvægt verkfæri í baráttunni, því þær draga verulega úr hættu á alvarlegum veikindum, og þá sérstaklega hjá viðkvæmum hópum,“ skrifar Jón Ívar. Hann telji þó að örvunarskammtar á sex mánaða fresti næstu árin muni ekki leiða til hjarðónæmis og segir ljóst að flestir muni að endingu smitast af veirunni. Sóttvarnaaðgerðir dragi það aðeins á langinn og segir Jón Ívar nú vera rétta tímann til þess að „sigla báruna í stað þess að fletja kúrfuna.“ Leggur til aðrar leiðir Jón Ívar telur ekki unnt að vera með strangar samfélagslegar takmarkanir til eilífðarnóns og leggur í grein sinni fram sex tillögur að leiðum til að berjast við faraldurinn. Hann segir greinina þó ekki ætlaða til að koma með endanlega lausn á vandanum, heldur vekja fólk til umhugsunar um hugsanlegar leiðir til að takast á við faraldurinn á annan hátt en hingað til hefur verið gert. Hér að neðan má sjá tillögurnar sex, teknar beint upp úr grein Jóns Ívars: 1. Undirbúa mætti sjúkrastofnun sem sinnti eingöngu covid sjúklingum. Þessi stofnun hefði gjörgæslu og aðra nauðsynlega aðstöðu og stoðmeðferðir. Þetta hefur verið gert áður í meðhöndlun smitsjúkdóma og hægt að gera það aftur. Starfsfólk sem vinnur á covid stofnuninni myndi einungis vinna þar og fengi því greitt álag/hærri taxta í samræmi við það. 2. Undirbúa þarf almenning eins og best verður á kosið. Fólk er hvatt til að fara í bólusetningu og örvunarbólusetningu áður en samfélagslegum takmörkunum er aflétt. Þeir sem kjósa það hins vegar ekki, geta tekið upplýsta ákvörðun um það, enda hættan á alvarlegum veikindum eftir smit lítil hjá hraustum, ungum einstaklingi. Náttúrulegt ónæmi stórs hluta þjóðarinnar mun svo hjálpa til að minnka líkur á síendurteknum smitbylgjum. 3. Þegar þjóðfélagið er eins vel undirbúið og hugsast getur ætti að hætta handahófskenndum, kostnaðarsömum og oft tilgangslitlum sóttvarnaraðgerðum. Þetta á m.a. við um smitrakningu, skimun á landamærum, notkun hraðprófa fyrir stórviðburði og notkun almennings á grímum. Ef fólk vill nota grímur er því að sjálfsögðu frjálst að gera það eftir sem áður. Áfram ætti að hvetja til og minna á handþvott og spritt. 4. Þegar búið er að undirbúa hlutina vel, mætti samfélagið ganga að mestu eðlilega. Ungt fólk og börn gengur í skóla, eru í íþróttastarfi osfrv. Ef fólk verður veikt þá heldur það sig heima eins og við höfum alltaf gert. Ekki er skylda að fara í sóttkví eða smitgát þótt umgengni hafi verið með einstaklingi sem greinist með covid. Ef fólk sem hefur verið útsett vill vera heima/fara varlega þá getur það auðvitað gert það. Þetta mun byggja upp náttúrulegt ónæmi í samfélaginu tiltölulega fljótt, sérstaklega með omicron afbrigðinu sem er mjög smitandi og virðist valda mildari veikindum. Náttúrulegt ónæmi stórs hluta þjóðarinnar mun svo hjálpa til að minnka líkur á síendurteknum smitbylgjum, þó vissulega sé mögulegt að ný afbrigði muni koma upp sem valdi aftur veikindum hjá þeim sem smitast hafa af fyrri afbrigðum. 5. Fólki í áhættuhópum er ráðlagt að fara áfram varlega og gerðar eru ráðstafanir til að færa því nauðsynjar ef þarf. Ef um blönduð heimili er að ræða væri boðið upp á tímabundið húsnæði/hótel fyrir hluta heimilismanna ef nauðsyn væri á. Þeim sem búa á blönduðum heimilum er einnig ráðlagt að fara varlega og ef til vill nota skyndipróf í meira mæli. Ný lyf virðast minnka líkur á innlögn hjá áhættuhópum og mikilvægt að nota þær aðferðir sem til eru til að lágmarka hættu á alvarlegum veikindum í þessum hópi og öðrum. Nú er mál að linni og kominn tími til að stjórnmálamenn sýni dug og þor til að breyta um stefnu til heilla fyrir land og þjóð. 6. Starfsfólk annarra heilbrigðisstofnana sem sinnir aðhlynningu sjúklinga og áhættuhópa þyrfti að fara í dagleg Covid próf og vera með viðurkennda grímu og nota hlífðarbúnað við aðhlynningu á meðan mestur fjöldi smita gengur yfir. Erfitt að skipta um hest í miðri á „Það er ekki hægt að halda áfram að berja höfðinu við steininn og halda áfram á sömu braut og við höfum verið á. Aðstæður hafa breyst með nýju afbrigði, mikilli almennri bólusetningu og nýjum lyfjum sem minnka líkur á alvarlegum veikindum. Það er erfitt að skipta um hest í miðri á, og þarf mikið hugrekki til þess þar sem miklu hefur verið fórnað á altari sóttvarna síðastliðin tvö ár. Nú er hins vegar mál að linni og kominn tími til að stjórnmálamenn sýni dug og þor til að breyta um stefnu til heilla fyrir land og þjóð,“ skrifar Jón Ívar að lokum. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Í aðsendum skoðanapistli hjá Innherja, sjálfstæðs áskriftarmiðils innan Vísis, segir Jón Ívar gríðarlegt heilsufarslegt og efnahagslegt tjón hafa fylgt faraldrinum. Þá séu tæplega sjö þúsund manns í sóttkví eða einangrun þessi jólin, flestir með lítil eða engin einkenni. „Miklar vonir voru bundnar við bóluefnin og erum við Íslendingar meðal þeirra þjóða sem duglegastar eru að láta bólusetja sig. Þrátt fyrir það erum við nánast á byrjunareit þegar ný afbrigði veirunnar herja á okkur með reglulegu millibili. Nú í aðdraganda jóla, hafa dagleg greind smit aldrei verið fleiri og enn leggja stjórnvöld á mjög strangar takmarkanir sem hafa gríðarleg áhrif á daglegt líf, atvinnu og geðheilsu landsmanna,“ skrifar Jón Ívar. Beðin að halda í okkur andanum Jón Ívar heldur áfram og segir að öllum megi nú vera ljóst að „við getum ekki bólusett okkur út úr vandanum.“ „Við vorum í upphafi beðin að halda niðri í okkur andanum þar til búið væri að bólusetja meirihluta landsmanna og síðastliðið sumar lýstu sóttvarnaryfirvöld hér yfir fullnaðarsigri í baráttunni við veiruna skæðu.“ Hátt bólusetningarhlutfall hafi hins vegar verið skammgóður vermir, og nú æði veiran áfram sem aldrei fyrr. „Það er líka ljóst að við munum að endingu flest smitast af þessari óværu, sóttvarnaraðgerðir draga það einungis á langinn.“ Met yfir fjölda smitaðra hér á landi hafa fallið nokkrum sinnum á síðustu dögum, síðast í fyrradag þegar 493 greindust með Covid innanlands. Í gær greindust 463 með sjúkdóminn. Bólusetning mikilvægt verkfæri Jón Ívar telur þá ekki að bólusetning ungra barna komi til með að breyta stöðinni mikið, og fullyrðir að heilbrigðum börnum stafi nær engin hætta af faraldrinum. „Ég tek það fram að þrátt fyrir að bólusetningar hafi valdið vissum vonbrigðum, þá eru þær mikilvægt verkfæri í baráttunni, því þær draga verulega úr hættu á alvarlegum veikindum, og þá sérstaklega hjá viðkvæmum hópum,“ skrifar Jón Ívar. Hann telji þó að örvunarskammtar á sex mánaða fresti næstu árin muni ekki leiða til hjarðónæmis og segir ljóst að flestir muni að endingu smitast af veirunni. Sóttvarnaaðgerðir dragi það aðeins á langinn og segir Jón Ívar nú vera rétta tímann til þess að „sigla báruna í stað þess að fletja kúrfuna.“ Leggur til aðrar leiðir Jón Ívar telur ekki unnt að vera með strangar samfélagslegar takmarkanir til eilífðarnóns og leggur í grein sinni fram sex tillögur að leiðum til að berjast við faraldurinn. Hann segir greinina þó ekki ætlaða til að koma með endanlega lausn á vandanum, heldur vekja fólk til umhugsunar um hugsanlegar leiðir til að takast á við faraldurinn á annan hátt en hingað til hefur verið gert. Hér að neðan má sjá tillögurnar sex, teknar beint upp úr grein Jóns Ívars: 1. Undirbúa mætti sjúkrastofnun sem sinnti eingöngu covid sjúklingum. Þessi stofnun hefði gjörgæslu og aðra nauðsynlega aðstöðu og stoðmeðferðir. Þetta hefur verið gert áður í meðhöndlun smitsjúkdóma og hægt að gera það aftur. Starfsfólk sem vinnur á covid stofnuninni myndi einungis vinna þar og fengi því greitt álag/hærri taxta í samræmi við það. 2. Undirbúa þarf almenning eins og best verður á kosið. Fólk er hvatt til að fara í bólusetningu og örvunarbólusetningu áður en samfélagslegum takmörkunum er aflétt. Þeir sem kjósa það hins vegar ekki, geta tekið upplýsta ákvörðun um það, enda hættan á alvarlegum veikindum eftir smit lítil hjá hraustum, ungum einstaklingi. Náttúrulegt ónæmi stórs hluta þjóðarinnar mun svo hjálpa til að minnka líkur á síendurteknum smitbylgjum. 3. Þegar þjóðfélagið er eins vel undirbúið og hugsast getur ætti að hætta handahófskenndum, kostnaðarsömum og oft tilgangslitlum sóttvarnaraðgerðum. Þetta á m.a. við um smitrakningu, skimun á landamærum, notkun hraðprófa fyrir stórviðburði og notkun almennings á grímum. Ef fólk vill nota grímur er því að sjálfsögðu frjálst að gera það eftir sem áður. Áfram ætti að hvetja til og minna á handþvott og spritt. 4. Þegar búið er að undirbúa hlutina vel, mætti samfélagið ganga að mestu eðlilega. Ungt fólk og börn gengur í skóla, eru í íþróttastarfi osfrv. Ef fólk verður veikt þá heldur það sig heima eins og við höfum alltaf gert. Ekki er skylda að fara í sóttkví eða smitgát þótt umgengni hafi verið með einstaklingi sem greinist með covid. Ef fólk sem hefur verið útsett vill vera heima/fara varlega þá getur það auðvitað gert það. Þetta mun byggja upp náttúrulegt ónæmi í samfélaginu tiltölulega fljótt, sérstaklega með omicron afbrigðinu sem er mjög smitandi og virðist valda mildari veikindum. Náttúrulegt ónæmi stórs hluta þjóðarinnar mun svo hjálpa til að minnka líkur á síendurteknum smitbylgjum, þó vissulega sé mögulegt að ný afbrigði muni koma upp sem valdi aftur veikindum hjá þeim sem smitast hafa af fyrri afbrigðum. 5. Fólki í áhættuhópum er ráðlagt að fara áfram varlega og gerðar eru ráðstafanir til að færa því nauðsynjar ef þarf. Ef um blönduð heimili er að ræða væri boðið upp á tímabundið húsnæði/hótel fyrir hluta heimilismanna ef nauðsyn væri á. Þeim sem búa á blönduðum heimilum er einnig ráðlagt að fara varlega og ef til vill nota skyndipróf í meira mæli. Ný lyf virðast minnka líkur á innlögn hjá áhættuhópum og mikilvægt að nota þær aðferðir sem til eru til að lágmarka hættu á alvarlegum veikindum í þessum hópi og öðrum. Nú er mál að linni og kominn tími til að stjórnmálamenn sýni dug og þor til að breyta um stefnu til heilla fyrir land og þjóð. 6. Starfsfólk annarra heilbrigðisstofnana sem sinnir aðhlynningu sjúklinga og áhættuhópa þyrfti að fara í dagleg Covid próf og vera með viðurkennda grímu og nota hlífðarbúnað við aðhlynningu á meðan mestur fjöldi smita gengur yfir. Erfitt að skipta um hest í miðri á „Það er ekki hægt að halda áfram að berja höfðinu við steininn og halda áfram á sömu braut og við höfum verið á. Aðstæður hafa breyst með nýju afbrigði, mikilli almennri bólusetningu og nýjum lyfjum sem minnka líkur á alvarlegum veikindum. Það er erfitt að skipta um hest í miðri á, og þarf mikið hugrekki til þess þar sem miklu hefur verið fórnað á altari sóttvarna síðastliðin tvö ár. Nú er hins vegar mál að linni og kominn tími til að stjórnmálamenn sýni dug og þor til að breyta um stefnu til heilla fyrir land og þjóð,“ skrifar Jón Ívar að lokum.
1. Undirbúa mætti sjúkrastofnun sem sinnti eingöngu covid sjúklingum. Þessi stofnun hefði gjörgæslu og aðra nauðsynlega aðstöðu og stoðmeðferðir. Þetta hefur verið gert áður í meðhöndlun smitsjúkdóma og hægt að gera það aftur. Starfsfólk sem vinnur á covid stofnuninni myndi einungis vinna þar og fengi því greitt álag/hærri taxta í samræmi við það. 2. Undirbúa þarf almenning eins og best verður á kosið. Fólk er hvatt til að fara í bólusetningu og örvunarbólusetningu áður en samfélagslegum takmörkunum er aflétt. Þeir sem kjósa það hins vegar ekki, geta tekið upplýsta ákvörðun um það, enda hættan á alvarlegum veikindum eftir smit lítil hjá hraustum, ungum einstaklingi. Náttúrulegt ónæmi stórs hluta þjóðarinnar mun svo hjálpa til að minnka líkur á síendurteknum smitbylgjum. 3. Þegar þjóðfélagið er eins vel undirbúið og hugsast getur ætti að hætta handahófskenndum, kostnaðarsömum og oft tilgangslitlum sóttvarnaraðgerðum. Þetta á m.a. við um smitrakningu, skimun á landamærum, notkun hraðprófa fyrir stórviðburði og notkun almennings á grímum. Ef fólk vill nota grímur er því að sjálfsögðu frjálst að gera það eftir sem áður. Áfram ætti að hvetja til og minna á handþvott og spritt. 4. Þegar búið er að undirbúa hlutina vel, mætti samfélagið ganga að mestu eðlilega. Ungt fólk og börn gengur í skóla, eru í íþróttastarfi osfrv. Ef fólk verður veikt þá heldur það sig heima eins og við höfum alltaf gert. Ekki er skylda að fara í sóttkví eða smitgát þótt umgengni hafi verið með einstaklingi sem greinist með covid. Ef fólk sem hefur verið útsett vill vera heima/fara varlega þá getur það auðvitað gert það. Þetta mun byggja upp náttúrulegt ónæmi í samfélaginu tiltölulega fljótt, sérstaklega með omicron afbrigðinu sem er mjög smitandi og virðist valda mildari veikindum. Náttúrulegt ónæmi stórs hluta þjóðarinnar mun svo hjálpa til að minnka líkur á síendurteknum smitbylgjum, þó vissulega sé mögulegt að ný afbrigði muni koma upp sem valdi aftur veikindum hjá þeim sem smitast hafa af fyrri afbrigðum. 5. Fólki í áhættuhópum er ráðlagt að fara áfram varlega og gerðar eru ráðstafanir til að færa því nauðsynjar ef þarf. Ef um blönduð heimili er að ræða væri boðið upp á tímabundið húsnæði/hótel fyrir hluta heimilismanna ef nauðsyn væri á. Þeim sem búa á blönduðum heimilum er einnig ráðlagt að fara varlega og ef til vill nota skyndipróf í meira mæli. Ný lyf virðast minnka líkur á innlögn hjá áhættuhópum og mikilvægt að nota þær aðferðir sem til eru til að lágmarka hættu á alvarlegum veikindum í þessum hópi og öðrum. Nú er mál að linni og kominn tími til að stjórnmálamenn sýni dug og þor til að breyta um stefnu til heilla fyrir land og þjóð. 6. Starfsfólk annarra heilbrigðisstofnana sem sinnir aðhlynningu sjúklinga og áhættuhópa þyrfti að fara í dagleg Covid próf og vera með viðurkennda grímu og nota hlífðarbúnað við aðhlynningu á meðan mestur fjöldi smita gengur yfir.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent