Grealish segist ekki hafa átt von á hversu erfitt það væri að spila fyrir City Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2021 16:01 Jack Grealish segir að væntingarnar sem gerðar séu til hans hjá Manchester City séu gríðarlega háar. EPA-EFE/ANDY RAIN Knattspyrnumaðurinn Jack Grealish varð í sumar dýrasti leikmaður Englands frá upphafi þegar hann gekk til liðs við Manchester City frá Aston Villa fyrir hundrað milljónir punda. Hann segir að tími hans hjá Englandsmeisturunum hafi reynst mun erfiðari en hann átti von á. Grealish varð fyrsti leikmaðurinn í sögu enska fótboltans til að brjóta hundrað milljóna múrinn, en hann hefur ekki náð sömu hæðum sem leikmaður og þegar hann var enn á mála hjá Aston Villa. Hann hefur þó lagt upp tvö mörk og skorað önnur tvö sjálfur í 12 byrjunarliðsleikjum fyrir City. Enski landsliðsmaðurinn missti svo sæti sitt í byrjunarliði City eftir að myndir af honum og liðsfélaga hans, Phil Foden, birtust þar sem að félagarnir voru á leið út af næturklúbbi. Samkvæmt heimildum Sky Sports voru forráðamenn City óánægðir með ástand leikmannanna á æfingu daginn eftir. Grealish gæti þó fengið tækifæri í byrjunarliðinu þegar City tekur á móti Leicester á morgun og hann segist vera spenntur að sýna stuðningsmönnum liðsins hvað í sér býr á nýju ári. „Ég hef staðið mig ágætlega hingað til,“ sagði Grealish í samtali við Sky Sports. „Ég á helling inni og þetta hefur verið miklu erfiðara en ég átti von á.“ „Ég er enn að læra og að aðlagast. Maður hefur heyrt af fólki sem hafa þurft heilt ár til að aðlagast þessu liði og kannski veðrur það eins hjá mér. Ég vill skora meira og leggja upp fleiri mörk á næsta ári.“ Grealish segir einnig að væntingarnar sem gerðar eru til liðsins séu gríðarlega háar, og að verðmiðinn sem fylgdi honum sjái til þess að hann sé stöðugt undir smásjánni. „Það er fáránlegt hvað væntingarnar eru háar hérna, bæði innan sem utanvallar. Það er ótrúlegt og þess vegna hafa þeir notið svona mikillar velgengni á undanförnum árum.“ „Þegar eitthvað lið borgar hundrað milljónir fyrir þig þá þýðir það að þegar þú ert að fara í gegnum lægðir þá fer fólk að spyrja sig hvort að þú hafir verið þess virði. Hvar eru mörkin hans og stoðsendingar? spyr fólk.“ „Ég skil það alveg, en ég verð að horfa á það sem forréttindi að félagið hafi verið tilbúið að borga svona mikið fyrir mig og vonandi getið ég endurgoldið greiðann með mörkum og titlum,“ sagði Grealish að lokum. Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Grealish varð fyrsti leikmaðurinn í sögu enska fótboltans til að brjóta hundrað milljóna múrinn, en hann hefur ekki náð sömu hæðum sem leikmaður og þegar hann var enn á mála hjá Aston Villa. Hann hefur þó lagt upp tvö mörk og skorað önnur tvö sjálfur í 12 byrjunarliðsleikjum fyrir City. Enski landsliðsmaðurinn missti svo sæti sitt í byrjunarliði City eftir að myndir af honum og liðsfélaga hans, Phil Foden, birtust þar sem að félagarnir voru á leið út af næturklúbbi. Samkvæmt heimildum Sky Sports voru forráðamenn City óánægðir með ástand leikmannanna á æfingu daginn eftir. Grealish gæti þó fengið tækifæri í byrjunarliðinu þegar City tekur á móti Leicester á morgun og hann segist vera spenntur að sýna stuðningsmönnum liðsins hvað í sér býr á nýju ári. „Ég hef staðið mig ágætlega hingað til,“ sagði Grealish í samtali við Sky Sports. „Ég á helling inni og þetta hefur verið miklu erfiðara en ég átti von á.“ „Ég er enn að læra og að aðlagast. Maður hefur heyrt af fólki sem hafa þurft heilt ár til að aðlagast þessu liði og kannski veðrur það eins hjá mér. Ég vill skora meira og leggja upp fleiri mörk á næsta ári.“ Grealish segir einnig að væntingarnar sem gerðar eru til liðsins séu gríðarlega háar, og að verðmiðinn sem fylgdi honum sjái til þess að hann sé stöðugt undir smásjánni. „Það er fáránlegt hvað væntingarnar eru háar hérna, bæði innan sem utanvallar. Það er ótrúlegt og þess vegna hafa þeir notið svona mikillar velgengni á undanförnum árum.“ „Þegar eitthvað lið borgar hundrað milljónir fyrir þig þá þýðir það að þegar þú ert að fara í gegnum lægðir þá fer fólk að spyrja sig hvort að þú hafir verið þess virði. Hvar eru mörkin hans og stoðsendingar? spyr fólk.“ „Ég skil það alveg, en ég verð að horfa á það sem forréttindi að félagið hafi verið tilbúið að borga svona mikið fyrir mig og vonandi getið ég endurgoldið greiðann með mörkum og titlum,“ sagði Grealish að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira