Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. desember 2021 10:01 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið í stafni í baráttunni við Covid-19. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 443 greindust smitaðir innanlands í gær og 51 á landamærum. Kári á von á að stærstur hluti sé með ómíkronafbrigði veirunnar en raðgreining liggur ekki fyrir. „Þetta er bara það sem mátti búast við. Þetta hefur verið að vaxa í veldisvexti undanfarna daga og þetta er að haga sér samkvæmt því sem mátti búast við,“ segir Kári. Hann á von á að álagið á heilbrigðiskerfið muni aukast hratt. „Ég hugsa að þetta þýði að eftir viku verði kominn ansi stór hópur inn á spítala.“ Þá telur hann að tölurnar muni halda áfram að hækka næstu daga en engu að síður er hann sannfærður um að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við álagið. „Við komust í gegnum þetta. Þetta heilbrigðiskerfi okkar er miklu betra en menn gefa því kredit fyrir.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra gerði byrjendamistök að sögn Kára.Vísir/Vilhelm Kári telur að þær undanþágur sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafi veitt veitingamönnum í gær hafi verið mistök. Tuttugu manna samkomutakmarkanir tóku gildi í dag og veitti ráðherrann, í framhaldi til undanþága tveggja tónleikahaldara, veitingastöðum undanþágu frá þeim á einum stærsta degi ársins hjá þeim. „Þetta eru ansi stór mistök. Mistök í þessari stöðu eru býsna alvarlegri heldur en þegar menn eru fótboltaþjálfarar,“ segir Kári. Willum Þór er fyrrverandi knattspyrnuþjálfari. Kári á von á að ráðherrann átti sig á því að undanþágurnar hafi ekki verið skynsamlegar. „Ég held að þetta séu byrjunarmistök hjá góðum manni sem er allt í einu orðinn heilbrigðisráðherra. Það var ekkert verra hægt að gera heldur en að gefa undanþágu fyrir vínveitingastaði í dag. Þetta er akkurat sá dagur sem menn safnast saman.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á sjötta hundrað greindust með Covid-19 í gær Rúmlega fimm hundruð sýni bárust Íslenskri erfðagreiningu til raðgreiningar í morgun. Þetta segir Kári Stefánsson í samtali við Vísi. 23. desember 2021 09:38 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
443 greindust smitaðir innanlands í gær og 51 á landamærum. Kári á von á að stærstur hluti sé með ómíkronafbrigði veirunnar en raðgreining liggur ekki fyrir. „Þetta er bara það sem mátti búast við. Þetta hefur verið að vaxa í veldisvexti undanfarna daga og þetta er að haga sér samkvæmt því sem mátti búast við,“ segir Kári. Hann á von á að álagið á heilbrigðiskerfið muni aukast hratt. „Ég hugsa að þetta þýði að eftir viku verði kominn ansi stór hópur inn á spítala.“ Þá telur hann að tölurnar muni halda áfram að hækka næstu daga en engu að síður er hann sannfærður um að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við álagið. „Við komust í gegnum þetta. Þetta heilbrigðiskerfi okkar er miklu betra en menn gefa því kredit fyrir.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra gerði byrjendamistök að sögn Kára.Vísir/Vilhelm Kári telur að þær undanþágur sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafi veitt veitingamönnum í gær hafi verið mistök. Tuttugu manna samkomutakmarkanir tóku gildi í dag og veitti ráðherrann, í framhaldi til undanþága tveggja tónleikahaldara, veitingastöðum undanþágu frá þeim á einum stærsta degi ársins hjá þeim. „Þetta eru ansi stór mistök. Mistök í þessari stöðu eru býsna alvarlegri heldur en þegar menn eru fótboltaþjálfarar,“ segir Kári. Willum Þór er fyrrverandi knattspyrnuþjálfari. Kári á von á að ráðherrann átti sig á því að undanþágurnar hafi ekki verið skynsamlegar. „Ég held að þetta séu byrjunarmistök hjá góðum manni sem er allt í einu orðinn heilbrigðisráðherra. Það var ekkert verra hægt að gera heldur en að gefa undanþágu fyrir vínveitingastaði í dag. Þetta er akkurat sá dagur sem menn safnast saman.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á sjötta hundrað greindust með Covid-19 í gær Rúmlega fimm hundruð sýni bárust Íslenskri erfðagreiningu til raðgreiningar í morgun. Þetta segir Kári Stefánsson í samtali við Vísi. 23. desember 2021 09:38 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Á sjötta hundrað greindust með Covid-19 í gær Rúmlega fimm hundruð sýni bárust Íslenskri erfðagreiningu til raðgreiningar í morgun. Þetta segir Kári Stefánsson í samtali við Vísi. 23. desember 2021 09:38