Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2021 15:09 Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks segja meðferðina á Julian Assange ekkert annað en pyndingar. Vísir/Vilhelm Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. Þetta var þriðji dagurinn og síðasti dagurinn í röð sem Ögmundur stillti sér upp við breska sendiráðið í hádeginu. Fyrsta daginn var hann einn og afhenti þá sendiráðsstarfsmanni bréf til Bryony Mathew sendiherra Bretlands á Íslandi. Í gær stóðu nokkur með Ögmundi og í dag mætti hátt á þriðja tug til að sýna samstöðu með kröfum hans. Í bréfinu lýsir Ögmundur áhyggjum sínum yfir örlögum Julian Assange stofnanda WikiLeaks sem nú sitji í fangelsi í Bretlandi og eigi yfir höfði sér að vera framseldur til Bandaríkjanna. Í Bandaríkjunum væri Assange sakaður um njósnir. Julian Assange færður fyrir dóm í Lundúnum hinn 11. apríl 2019 eftir að breska lögreglan réðst til inngöngu í sendiráð Ekvador og handtók hann að morgni sama dags.Getty/Jack Taylor Í augum almennings hefði WikiLeaks bæði undir forystu Assange og síðar eftir fangelsun hans fyrst og fremst þjónað almenningi með því að upplýsa hann um stríðsglæpi. Samtökin hafi að auki varpað ljósi á leynilega alþjóðlega viðskiptasaminga og vakið athygli almennings á málum sem eigi erindi í lýðræðislega umræðu. Rúmlega tuttugu manns kröfðust þess fyirir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange verði nú þegar látinn laus úr haldi.Vísir/Vilhelm Í bréfinu segir að Mike Pompeo fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og síðar utanríkisráðherra hafi lýst WikiLeaks sem fjandsamlegri leyniþjónustu sem væri nauðsynlegt að brjóta á bak aftur. „Árið 2011 komst ég að því að eigin raun sem dómsmálaráðherra hvaða aðferðum bandarísk yfirvöld beita í tilraunum sínum til fá aðrar þjóðir til samvinnu í að sakfella stofnanda WikiLeaks. Það hafði ekkert með réttlæti að gera, aðeins pólitík, þá grófu pólitík að troða niður gagnrýna fréttamennsku," segir Ögmundur í bréfinu. Anna Jonna Ármannsdóttir var ein þeirra sem mætti á mótmælastöðuna við breska sendiráðið. Hér heldur hún á mynd af móður Julians og ósk hennar um launs sonar hennar.Vísir/Vilhelm „Nú er það breskt réttlæti og bresk stjórnmál og í raun breskt lýðræði sem bíði dóms," segir Ögmundur. Hann hvetur síðan sendiherrann til að til að koma kröfum sínum áleiðis til ríkisstjórnar sinnar. Og kröfurnar eru einfaldar: Hættið að ofsækja frelsið, sleppið Julian Assange. Hér má sjá ítarlegt viðtal við Ögmund Jónasson og Kristinn Hrafnsson ritstjóra WikiLeaks sem var tekið í mótmælastöðunni í dag. Þar lýsir Kristinn meðal annars bágbornu heilsufari Assange eftir um tvö ár í einangrun í fangelsi sem annars hýsir aðeins hryðjuverkamenn og verstu afbrotamenn Bretlands. Mál Julians Assange Bretland WikiLeaks Bandaríkin Tengdar fréttir Niðurstaðan hræðileg og nöturlegt að hana beri upp í dag Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í dag að framselja megi Julian Assange stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir niðurstöðuna hræðilega og hálf nöturlegt að hún skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Málinu verði mætt í héraði með nýrri áfrýjun og sé því alls ekki lokið. 10. desember 2021 17:13 Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Líf Assange í húfi og loforð Bandaríkjastjórnar innantóm Dómstóll í Lundúnum tekur nú fyrir áfrýjunarbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna framsals Julians Assange en framsalsbeiðninni var hafnað í upphafi árs. Ritstjóri WikiLeaks segir heilsu Assange vera í húfi og gefur lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. 27. október 2021 12:30 Bandaríkjamenn freista þess enn að fá Assange framseldan Tveggja daga réttarhöld hefjast í Lundúnum í dag, þar sem bandarísk stjórnvöld freista þess að fá ákvörðun dómstóla í Bretlandi varðandi Julian Assange hnekkt. 27. október 2021 07:20 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Sjá meira
Þetta var þriðji dagurinn og síðasti dagurinn í röð sem Ögmundur stillti sér upp við breska sendiráðið í hádeginu. Fyrsta daginn var hann einn og afhenti þá sendiráðsstarfsmanni bréf til Bryony Mathew sendiherra Bretlands á Íslandi. Í gær stóðu nokkur með Ögmundi og í dag mætti hátt á þriðja tug til að sýna samstöðu með kröfum hans. Í bréfinu lýsir Ögmundur áhyggjum sínum yfir örlögum Julian Assange stofnanda WikiLeaks sem nú sitji í fangelsi í Bretlandi og eigi yfir höfði sér að vera framseldur til Bandaríkjanna. Í Bandaríkjunum væri Assange sakaður um njósnir. Julian Assange færður fyrir dóm í Lundúnum hinn 11. apríl 2019 eftir að breska lögreglan réðst til inngöngu í sendiráð Ekvador og handtók hann að morgni sama dags.Getty/Jack Taylor Í augum almennings hefði WikiLeaks bæði undir forystu Assange og síðar eftir fangelsun hans fyrst og fremst þjónað almenningi með því að upplýsa hann um stríðsglæpi. Samtökin hafi að auki varpað ljósi á leynilega alþjóðlega viðskiptasaminga og vakið athygli almennings á málum sem eigi erindi í lýðræðislega umræðu. Rúmlega tuttugu manns kröfðust þess fyirir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange verði nú þegar látinn laus úr haldi.Vísir/Vilhelm Í bréfinu segir að Mike Pompeo fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og síðar utanríkisráðherra hafi lýst WikiLeaks sem fjandsamlegri leyniþjónustu sem væri nauðsynlegt að brjóta á bak aftur. „Árið 2011 komst ég að því að eigin raun sem dómsmálaráðherra hvaða aðferðum bandarísk yfirvöld beita í tilraunum sínum til fá aðrar þjóðir til samvinnu í að sakfella stofnanda WikiLeaks. Það hafði ekkert með réttlæti að gera, aðeins pólitík, þá grófu pólitík að troða niður gagnrýna fréttamennsku," segir Ögmundur í bréfinu. Anna Jonna Ármannsdóttir var ein þeirra sem mætti á mótmælastöðuna við breska sendiráðið. Hér heldur hún á mynd af móður Julians og ósk hennar um launs sonar hennar.Vísir/Vilhelm „Nú er það breskt réttlæti og bresk stjórnmál og í raun breskt lýðræði sem bíði dóms," segir Ögmundur. Hann hvetur síðan sendiherrann til að til að koma kröfum sínum áleiðis til ríkisstjórnar sinnar. Og kröfurnar eru einfaldar: Hættið að ofsækja frelsið, sleppið Julian Assange. Hér má sjá ítarlegt viðtal við Ögmund Jónasson og Kristinn Hrafnsson ritstjóra WikiLeaks sem var tekið í mótmælastöðunni í dag. Þar lýsir Kristinn meðal annars bágbornu heilsufari Assange eftir um tvö ár í einangrun í fangelsi sem annars hýsir aðeins hryðjuverkamenn og verstu afbrotamenn Bretlands.
Mál Julians Assange Bretland WikiLeaks Bandaríkin Tengdar fréttir Niðurstaðan hræðileg og nöturlegt að hana beri upp í dag Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í dag að framselja megi Julian Assange stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir niðurstöðuna hræðilega og hálf nöturlegt að hún skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Málinu verði mætt í héraði með nýrri áfrýjun og sé því alls ekki lokið. 10. desember 2021 17:13 Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Líf Assange í húfi og loforð Bandaríkjastjórnar innantóm Dómstóll í Lundúnum tekur nú fyrir áfrýjunarbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna framsals Julians Assange en framsalsbeiðninni var hafnað í upphafi árs. Ritstjóri WikiLeaks segir heilsu Assange vera í húfi og gefur lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. 27. október 2021 12:30 Bandaríkjamenn freista þess enn að fá Assange framseldan Tveggja daga réttarhöld hefjast í Lundúnum í dag, þar sem bandarísk stjórnvöld freista þess að fá ákvörðun dómstóla í Bretlandi varðandi Julian Assange hnekkt. 27. október 2021 07:20 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Sjá meira
Niðurstaðan hræðileg og nöturlegt að hana beri upp í dag Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði í dag að framselja megi Julian Assange stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir niðurstöðuna hræðilega og hálf nöturlegt að hún skuli koma út á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Málinu verði mætt í héraði með nýrri áfrýjun og sé því alls ekki lokið. 10. desember 2021 17:13
Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45
Líf Assange í húfi og loforð Bandaríkjastjórnar innantóm Dómstóll í Lundúnum tekur nú fyrir áfrýjunarbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna framsals Julians Assange en framsalsbeiðninni var hafnað í upphafi árs. Ritstjóri WikiLeaks segir heilsu Assange vera í húfi og gefur lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. 27. október 2021 12:30
Bandaríkjamenn freista þess enn að fá Assange framseldan Tveggja daga réttarhöld hefjast í Lundúnum í dag, þar sem bandarísk stjórnvöld freista þess að fá ákvörðun dómstóla í Bretlandi varðandi Julian Assange hnekkt. 27. október 2021 07:20