Bjarni segir skaða af sóttvarnaaðgerðum verða bættan Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2021 13:19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stjórnvöld muni koma fyrirtækjum til aðstoðar án þess að það hafi verið tilgreint nánar. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra heitir því að ríkið muni hlaupa undir bagga með fyrirtækjum sem lendi í áframhaldandi rekstrarerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins. Borgarstjóri gagnrýnir hins vegar að ekki séu gefin skýr skilaboð um aðgerðir til að mæta stöðu fólks og fyrirtækja. Ríkisstjórnin kynnti í gær víðtækar samkomutakmarkanir vegna vaxandi útbreiðslu nýjasta afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að neyðarstjórn borgarinnar hafi fundað eftir að ný reglugerð stjórnvalda hefði verið kynnt. Hann saknaði þess að ekki væru gefin skýr skilaboð um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að mæta stöðunni fyrir fólk og fyrirtæki. Dagur segir margvíslegan rekstur þurfa á jólavertíðinni að halda til að rétta úr kútnum. Janúar og febrúar geti orðið mörgum fyrirtækjum erfiðir, ekki síst í veitingarekstri, viðburðahaldi, sviðlist og ferðaþjónustu. Dagur B. Eggertsson vill að stjórnvöld skilji fyrirtæki ekki eftir í óvissu yfir hátíðarnar.Vísir/Vilhelm „Mér finnst skipta miklu máli að ríkisstjórn og Alþingi gefi miklu skýrar til kynna að til standi að koma til móts við fólk í þessum aðstæðum og það verði ekki skilið eftir með óvissuna vegna faraldursins yfir hátíðarnar,“ segir borgarstjóri. Skýra þurfi hvaða úrræði verði endurvakin, hverjum framlengt og hverjum ekki. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að stjórnvöld hefðu kveðið skýrt upp úr með að komið yrði til móts við þá sem yrðu fyrir skertum opnunartíma vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. „Nú eru hlutirnir enn og aftur að breytast og ný veira að dreifa sér hraðar en við höfum áður séð. Það kallar sömuleiðis á viðbrögð. Við ætlum bara að vera samkvæm sjálfum okkur í viðbrögðum. Við höfum alltaf brugðist við í samræmi við aðstæður,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin muni bregðast við ef það þrengdi í búi núna vegna sóttvarnaráðstafana og aðgerða stjórnvalda. „Þá getur það vel réttlætt að við virkjum að nýju úrræði sem hafa reynst vel.“ Eru hótel þar undir til dæmis? „Það gæti verið. En nú verðum við aðeins að áskilja okkur rétt til að meta þessa stöðu,“ segir Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýnir aðgerðaleysi til að mæta þeim sem mest missa vegna sóttvarna Borgarstjóri segir aðgerðir ríkisstjórnar til að mæta fólki og fyrirtækjum vegna hertra sóttvarnaaðgerða ekki nógu skýrar. Óljóst sé hvort standi til að koma til móts við fólk og fyrirtæki sem hljóti skaða af sóttvarnaaðgerðum. 22. desember 2021 10:01 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í gær víðtækar samkomutakmarkanir vegna vaxandi útbreiðslu nýjasta afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að neyðarstjórn borgarinnar hafi fundað eftir að ný reglugerð stjórnvalda hefði verið kynnt. Hann saknaði þess að ekki væru gefin skýr skilaboð um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að mæta stöðunni fyrir fólk og fyrirtæki. Dagur segir margvíslegan rekstur þurfa á jólavertíðinni að halda til að rétta úr kútnum. Janúar og febrúar geti orðið mörgum fyrirtækjum erfiðir, ekki síst í veitingarekstri, viðburðahaldi, sviðlist og ferðaþjónustu. Dagur B. Eggertsson vill að stjórnvöld skilji fyrirtæki ekki eftir í óvissu yfir hátíðarnar.Vísir/Vilhelm „Mér finnst skipta miklu máli að ríkisstjórn og Alþingi gefi miklu skýrar til kynna að til standi að koma til móts við fólk í þessum aðstæðum og það verði ekki skilið eftir með óvissuna vegna faraldursins yfir hátíðarnar,“ segir borgarstjóri. Skýra þurfi hvaða úrræði verði endurvakin, hverjum framlengt og hverjum ekki. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að stjórnvöld hefðu kveðið skýrt upp úr með að komið yrði til móts við þá sem yrðu fyrir skertum opnunartíma vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. „Nú eru hlutirnir enn og aftur að breytast og ný veira að dreifa sér hraðar en við höfum áður séð. Það kallar sömuleiðis á viðbrögð. Við ætlum bara að vera samkvæm sjálfum okkur í viðbrögðum. Við höfum alltaf brugðist við í samræmi við aðstæður,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin muni bregðast við ef það þrengdi í búi núna vegna sóttvarnaráðstafana og aðgerða stjórnvalda. „Þá getur það vel réttlætt að við virkjum að nýju úrræði sem hafa reynst vel.“ Eru hótel þar undir til dæmis? „Það gæti verið. En nú verðum við aðeins að áskilja okkur rétt til að meta þessa stöðu,“ segir Bjarni Benediktsson.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýnir aðgerðaleysi til að mæta þeim sem mest missa vegna sóttvarna Borgarstjóri segir aðgerðir ríkisstjórnar til að mæta fólki og fyrirtækjum vegna hertra sóttvarnaaðgerða ekki nógu skýrar. Óljóst sé hvort standi til að koma til móts við fólk og fyrirtæki sem hljóti skaða af sóttvarnaaðgerðum. 22. desember 2021 10:01 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Gagnrýnir aðgerðaleysi til að mæta þeim sem mest missa vegna sóttvarna Borgarstjóri segir aðgerðir ríkisstjórnar til að mæta fólki og fyrirtækjum vegna hertra sóttvarnaaðgerða ekki nógu skýrar. Óljóst sé hvort standi til að koma til móts við fólk og fyrirtæki sem hljóti skaða af sóttvarnaaðgerðum. 22. desember 2021 10:01
Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59
Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20