Gary Neville segir að besta bakvarðarpar sögunnar spili nú með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2021 08:30 Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson fagna hér marki saman en þeir eru duglegir að búa til mörk fyrir liðið þrátt fyrir að spila sem bakverðir. EPA-EFE/Peter Powell Manchester United bakvörðurinn Gary Neville var tilbúinn að viðurkenna það að ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni sem með betra bakvarðartvíeyki en Liverpool. Ekkert lið í dag og ekkert lið heldur í sögunni. Neville hrósaði þeim Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson mikið en hann gekk svo langt að lýsa því yfir að þeir séu besta bakvarðarparið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Ég held að ég hafi ekki séð bakvarðarpar í ensku úrvalsdeildinni sem eru jafngóðir saman og þessir tveir. Hvernig þeir ná saman inn á vellinum, hvernig þeir spila leikinn. Það er hrein unun að fylgjast með þeim,“ sagði Garry Neville. „Robertson er mjög stöðugur og gerir allt vel. Hann verst vel og er mikill keppnismaður,“ sagði Neville. „Alexander-Arnold er einstakt fyrirbæri þegar kemur að sendingum. Það er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður hjá bakverði,“ sagði Neville. „Það er í sama klassa og De Bruyne, Beckham og Gerrard en þeir eru allir sóknarmenn. Hann er að spila sem hægri bakvörður og ég get ekki gefið honum meira hrós en það,“ sagði Neville. Trent Alexander-Arnold and Andy Robertson compared to Cafu and Roberto Carlos by Man United legend #MUFC #LFC https://t.co/PcwQ0i9LW6— talkSPORT (@talkSPORT) December 21, 2021 „Það er ótrúlegt að sjá hvað þessir tvær koma með til liðsins. Það er furðulegt í mínum augum. Ég ólst upp þegar menn sögðu: Leyfið bakvörðunum að vera með boltann. Það er ekki hægt að leyfa þessum tveimur að vera með boltann,“ sagði Neville. Neville líkti þeim meðal annars við Brasilíumennina Cafu og Roberto Carlos. Það er óhætt að segja að hann sé hrifinn. Hér fyrir neðan má sjá tölfræði bakvarðanna tveggja í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool. Saman hafa þeir gefið 81 stoðsendingu og skoraði fimmtán mörk. Andy Robertson in the Premier League for Liverpool: 146 games 40 assists 5 goalsTrent Alexander-Arnold in the Premier League for Liverpool: 145 games 41 assists 10 goalsGame-changers. pic.twitter.com/LK322Fs3gT— Squawka Football (@Squawka) December 19, 2021 Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Sjá meira
Neville hrósaði þeim Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson mikið en hann gekk svo langt að lýsa því yfir að þeir séu besta bakvarðarparið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Ég held að ég hafi ekki séð bakvarðarpar í ensku úrvalsdeildinni sem eru jafngóðir saman og þessir tveir. Hvernig þeir ná saman inn á vellinum, hvernig þeir spila leikinn. Það er hrein unun að fylgjast með þeim,“ sagði Garry Neville. „Robertson er mjög stöðugur og gerir allt vel. Hann verst vel og er mikill keppnismaður,“ sagði Neville. „Alexander-Arnold er einstakt fyrirbæri þegar kemur að sendingum. Það er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður hjá bakverði,“ sagði Neville. „Það er í sama klassa og De Bruyne, Beckham og Gerrard en þeir eru allir sóknarmenn. Hann er að spila sem hægri bakvörður og ég get ekki gefið honum meira hrós en það,“ sagði Neville. Trent Alexander-Arnold and Andy Robertson compared to Cafu and Roberto Carlos by Man United legend #MUFC #LFC https://t.co/PcwQ0i9LW6— talkSPORT (@talkSPORT) December 21, 2021 „Það er ótrúlegt að sjá hvað þessir tvær koma með til liðsins. Það er furðulegt í mínum augum. Ég ólst upp þegar menn sögðu: Leyfið bakvörðunum að vera með boltann. Það er ekki hægt að leyfa þessum tveimur að vera með boltann,“ sagði Neville. Neville líkti þeim meðal annars við Brasilíumennina Cafu og Roberto Carlos. Það er óhætt að segja að hann sé hrifinn. Hér fyrir neðan má sjá tölfræði bakvarðanna tveggja í ensku úrvalsdeildinni með Liverpool. Saman hafa þeir gefið 81 stoðsendingu og skoraði fimmtán mörk. Andy Robertson in the Premier League for Liverpool: 146 games 40 assists 5 goalsTrent Alexander-Arnold in the Premier League for Liverpool: 145 games 41 assists 10 goalsGame-changers. pic.twitter.com/LK322Fs3gT— Squawka Football (@Squawka) December 19, 2021
Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Sjá meira