Mesta myrkrið yfirstaðið seinnipartinn í dag Sunna Valgerðardóttir skrifar 21. desember 2021 10:56 Vetrarsólstöður marka syðstu og lægstu stöðu sólar á himinum og hún byrjar þá að hækka á lofti. Vísir/Vilhelm Vetrarsólstöður verða hér um klukkan 16 í dag. Þá tekur dagana að lengja á ný. Þessari stöðu himintunglanna hefur verið fagnað á ýmsan hátt á norðurhveli jarðar í gegn um tíðina, enda tilefnið ærið. Sólin verður eins langt í suðri og hún mögulega getur. Sólstöður verða tvisvar á ári. Þá er sólin stödd lengst frá miðbaug himins, annað hvort til norðurs eða suðurs. Sumarsólstöður, þegar dagurinn er lengstur, eru í kring um 21. júní. Vetrarsólstöður, þegar dagurinn er stystur, eru alltaf í kring um 21. desember. Þær verða í dag klukkan 15:58. Þá er sólin á þeim stað á sólbaugnum sem er lengst suður af miðbaug himins. Vetrarsólstöður marka í raun syðstu og lægstu stöðu sólar á himninum. Frá og með deginum í dag tekur sól að hækka á lofti á ný og dagurinn í dag verður örlítið lengri en dagurinn í gær. Og svoleiðis verður þróunin fram á sumar, mörgum eflaust til mikillar ánægju. „Sex mánuðum síðar eða þann 20. til 22. júní nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem er lengst norður af miðbaug himins. Verða þá sumarsólstöður sem marka nyrstu og hæstu stöðu sólar á himninum. Byrjar þá sólin aftur að lækka á lofti. Breytileiki dagsetningana stafar af því að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu,” segir á Stjörnufræðivefnum. Yule, jul eða bara jól Fjölmörg trúarbrögð víða um heim fagna vetrarsólstöðum sem sérstökum hátíðardögum. Nærtækast er hér að nefna á ensku Yule (borið fram Júl), sem er helgur dagur í norður-evrópskum heiðnum trúarbrögðum. Yule, eða bara jól, er sannarlega hátíð ljóssins, þar sem hækkun sólarinnar og stöðu himintunglanna er fagnað. Geitin, eplin, sígrænu barrtrén og villibráðin voru þarna í hávegum höfð - og eins og með svo margt annað frá fornu fari, hefur það varðveist í nútímanum í örlítið breyttri mynd. Sólarlag rétt fyrir kaffi Þessi tími ársins er skiljanlegt fagnaðarefni, þar sem sólin hefur verið af mjög skornum skammti á norðurhveli jarðar undanfarnar vikur. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er hádegi í dag klukkan 13:26 og sólarlag tveimur tímum síðar, klukkan 15:31. Myrkur er formlega skollið á klukkan 16:48 í Reykjavík í dag og aðeins fyrr á Akureyri, klukkan 16:19. Himininn yfir Reykjavík nú fyrir hádegi virðist í fljótu bragði ætla að nýta þessar fáu birtustundir vel. Geimurinn Tímamót Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Sólstöður verða tvisvar á ári. Þá er sólin stödd lengst frá miðbaug himins, annað hvort til norðurs eða suðurs. Sumarsólstöður, þegar dagurinn er lengstur, eru í kring um 21. júní. Vetrarsólstöður, þegar dagurinn er stystur, eru alltaf í kring um 21. desember. Þær verða í dag klukkan 15:58. Þá er sólin á þeim stað á sólbaugnum sem er lengst suður af miðbaug himins. Vetrarsólstöður marka í raun syðstu og lægstu stöðu sólar á himninum. Frá og með deginum í dag tekur sól að hækka á lofti á ný og dagurinn í dag verður örlítið lengri en dagurinn í gær. Og svoleiðis verður þróunin fram á sumar, mörgum eflaust til mikillar ánægju. „Sex mánuðum síðar eða þann 20. til 22. júní nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem er lengst norður af miðbaug himins. Verða þá sumarsólstöður sem marka nyrstu og hæstu stöðu sólar á himninum. Byrjar þá sólin aftur að lækka á lofti. Breytileiki dagsetningana stafar af því að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu,” segir á Stjörnufræðivefnum. Yule, jul eða bara jól Fjölmörg trúarbrögð víða um heim fagna vetrarsólstöðum sem sérstökum hátíðardögum. Nærtækast er hér að nefna á ensku Yule (borið fram Júl), sem er helgur dagur í norður-evrópskum heiðnum trúarbrögðum. Yule, eða bara jól, er sannarlega hátíð ljóssins, þar sem hækkun sólarinnar og stöðu himintunglanna er fagnað. Geitin, eplin, sígrænu barrtrén og villibráðin voru þarna í hávegum höfð - og eins og með svo margt annað frá fornu fari, hefur það varðveist í nútímanum í örlítið breyttri mynd. Sólarlag rétt fyrir kaffi Þessi tími ársins er skiljanlegt fagnaðarefni, þar sem sólin hefur verið af mjög skornum skammti á norðurhveli jarðar undanfarnar vikur. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er hádegi í dag klukkan 13:26 og sólarlag tveimur tímum síðar, klukkan 15:31. Myrkur er formlega skollið á klukkan 16:48 í Reykjavík í dag og aðeins fyrr á Akureyri, klukkan 16:19. Himininn yfir Reykjavík nú fyrir hádegi virðist í fljótu bragði ætla að nýta þessar fáu birtustundir vel.
Geimurinn Tímamót Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira