Forseti FIFA segir meirihluta fyrir því að hafa HM á tveggja ára fresti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. desember 2021 07:01 Arsene Wenger hefur farið fremstur í flokki þegar kemur að hugmyndinni um að halda HM í fótbolta á tveggja ára fresti. Valeriano Di Domenico - Pool/Getty Images Fulltrúar á leiðtogafundi Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA hafa fengið þær fregnir að ef HM í knattspyrnu verður haldið á tveggja ára fresti í stað fjögurra skili það allt að auka 3,3 milljörðum punda í tekjur á fjögurra ára tímabili. Það samsvarar tæplega 570 milljörðum íslenskra króna, en breytingin er hluti af breyttu leikjadagatali FIFA sem sambandið hefur lagt til. Frá þessu er greint á vef BBC. Öllum 211 aðildarríkjum var boðið á leiðtogafundinn þar sem hugmyndir Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóra Arsenal, um að tvöfalda tíðni Heimsmeistaramótsins eru ræddar. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sem og það Suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, segist styðja hugmyndina. Fulltrúar á fundinum fengu að vita að fjárhagsleg áhrif á miðasölu, sýningarrétt og sölu auglýsinga sem HM aukinn fjöldi Heimsmeistaramóta myndi hafa væru að tekjurnar myndu aukast frá 5,3 milljörðum punda árið 2030 þegar 48 þjóðir taka þátt í þremur löndum, upp í 8,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili með tveimur Heimsmeistaramótum. Hins vegar birti UEFA skýrslu á föstudaginn þar sem kom fram að breyting á leikjadagatali myndi sjá til þess að tekjur evrópsku aðildafélaganna myndu minnka um 2,1-2,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili. „Meirihlutinn myndi líklega kjósa með HM á tveggja ára fresti“ Gianni Infantino er viss um að fleiri séu með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti en á móti henni.EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Gianni Infantino, forseti FIFA, segist vongóður um að samstaða náist varðandi breytt leikjadagatal þrátt fyrir mikla mótstöðu frá Evrópu og Suður-Ameríku. „Ef ég væri að fara að kjósa á morgun þá myndi meirihlutinn líklega kjósa með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino. „En við erum að horfa á allt dagatalið. Við erum að skoða hvernig við getum gert fótboltann betri og við verðum að sjá hversu marga við getum fengið með okkur í lið til að endurskipuleggja fótbolta framtíðarinnar.“ „Við höldum samtalinu áfram, við höldum greiningunni áfram og við vonumst til að komast áfram í þessu máli með einum eða öðrum hætti. Eða þá að finna einhvern meðalveg.“ FIFA UEFA Fótbolti Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Það samsvarar tæplega 570 milljörðum íslenskra króna, en breytingin er hluti af breyttu leikjadagatali FIFA sem sambandið hefur lagt til. Frá þessu er greint á vef BBC. Öllum 211 aðildarríkjum var boðið á leiðtogafundinn þar sem hugmyndir Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóra Arsenal, um að tvöfalda tíðni Heimsmeistaramótsins eru ræddar. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sem og það Suður-ameríska, CONMEBOL, hafa sett sig upp á móti hugmyndinni, en það afríska, CAF, segist styðja hugmyndina. Fulltrúar á fundinum fengu að vita að fjárhagsleg áhrif á miðasölu, sýningarrétt og sölu auglýsinga sem HM aukinn fjöldi Heimsmeistaramóta myndi hafa væru að tekjurnar myndu aukast frá 5,3 milljörðum punda árið 2030 þegar 48 þjóðir taka þátt í þremur löndum, upp í 8,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili með tveimur Heimsmeistaramótum. Hins vegar birti UEFA skýrslu á föstudaginn þar sem kom fram að breyting á leikjadagatali myndi sjá til þess að tekjur evrópsku aðildafélaganna myndu minnka um 2,1-2,6 milljarða punda á fjögurra ára tímabili. „Meirihlutinn myndi líklega kjósa með HM á tveggja ára fresti“ Gianni Infantino er viss um að fleiri séu með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti en á móti henni.EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Gianni Infantino, forseti FIFA, segist vongóður um að samstaða náist varðandi breytt leikjadagatal þrátt fyrir mikla mótstöðu frá Evrópu og Suður-Ameríku. „Ef ég væri að fara að kjósa á morgun þá myndi meirihlutinn líklega kjósa með hugmyndinni um HM á tveggja ára fresti,“ sagði Infantino. „En við erum að horfa á allt dagatalið. Við erum að skoða hvernig við getum gert fótboltann betri og við verðum að sjá hversu marga við getum fengið með okkur í lið til að endurskipuleggja fótbolta framtíðarinnar.“ „Við höldum samtalinu áfram, við höldum greiningunni áfram og við vonumst til að komast áfram í þessu máli með einum eða öðrum hætti. Eða þá að finna einhvern meðalveg.“
FIFA UEFA Fótbolti Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira