Mun færri smit og miklu harðari aðgerðir síðustu jól Sunna Valgerðardóttir skrifar 20. desember 2021 20:00 Landsmenn voru hvattir til að búa sér til jólakúlur með tíu manns síðustu jól. Um tíu manns voru að greinast smitaðir á degi hverjum. Vísir/Vilhelm Eðli faraldursins var töluvert annað fyrir ári síðan. Samkomutakmarkanir voru mjög strangar og margt var lokað, en daglegur smitfjöldi var einungis brot af því sem er að greinast í dag. Síðustu jól þurftum við að stofna jólakúlu, enda var bóluefnið ekki komið, og flestir hugguðu sig við að þetta yrðu bara þessi einu skrýtnu jól. Frá 15. til 19. desember 2020 voru að greinast á bilinu 5 til 14 smit á dag, 85 í heildina þessa fimm daga. Jólakúla stjórnvalda gerði ráð fyrir 10 manna samkomubanni, tveggja metra reglu og skemmtistaðir, sundlaugar og líkamsræktarstöðvar voru lokuð. Allir biðu spenntir eftir bóluefni. Margfalt fleiri smit og splunkuný afbrigði Á nákvæmlega sama tímabili, ári síðar, eru að greinast um 200 smit á dag, alls 954 yfir þessa fimm daga, frá 15. til 19. desember 2021. Og það er ýmist delta eða ómíkron, sem var enn ekki fætt fyrir síðustu jól. Við erum núna með 50 - 500 manna samkomubann, eins metra reglu, skemmtistaðir eru opnir, eins og sundlaugar og líkamsræktarstöðvar, með takmörkunum þó. Langflestir eru bólusettir. Öll spálíkön upp í loft Thor Aspelund tölfræðiprófessor segir í samtali við fréttastofu að nú séu öll spálíkön upp í loft og Ísland stefni hraðbyri í sama far og hin Norðurlöndin. Hann segir það eina í stöðunni að herða aðgerðir til muna. Núgildandi reglugerð rennur út á miðnætti fyrir þorláksmessu, en Þórólfur hefur lagt til enn hertari aðgerðir við heilbrigðisráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er meðal annars lagt til 20 manna samkomubann og að skólarnir ekki aftur til starfa fyrr en 10. janúar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. 20. desember 2021 16:02 Bólusetningar hafa gert mikið gagn Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. 20. desember 2021 15:25 Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Frá 15. til 19. desember 2020 voru að greinast á bilinu 5 til 14 smit á dag, 85 í heildina þessa fimm daga. Jólakúla stjórnvalda gerði ráð fyrir 10 manna samkomubanni, tveggja metra reglu og skemmtistaðir, sundlaugar og líkamsræktarstöðvar voru lokuð. Allir biðu spenntir eftir bóluefni. Margfalt fleiri smit og splunkuný afbrigði Á nákvæmlega sama tímabili, ári síðar, eru að greinast um 200 smit á dag, alls 954 yfir þessa fimm daga, frá 15. til 19. desember 2021. Og það er ýmist delta eða ómíkron, sem var enn ekki fætt fyrir síðustu jól. Við erum núna með 50 - 500 manna samkomubann, eins metra reglu, skemmtistaðir eru opnir, eins og sundlaugar og líkamsræktarstöðvar, með takmörkunum þó. Langflestir eru bólusettir. Öll spálíkön upp í loft Thor Aspelund tölfræðiprófessor segir í samtali við fréttastofu að nú séu öll spálíkön upp í loft og Ísland stefni hraðbyri í sama far og hin Norðurlöndin. Hann segir það eina í stöðunni að herða aðgerðir til muna. Núgildandi reglugerð rennur út á miðnætti fyrir þorláksmessu, en Þórólfur hefur lagt til enn hertari aðgerðir við heilbrigðisráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er meðal annars lagt til 20 manna samkomubann og að skólarnir ekki aftur til starfa fyrr en 10. janúar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. 20. desember 2021 16:02 Bólusetningar hafa gert mikið gagn Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. 20. desember 2021 15:25 Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Leggur til 20 manna samkomubann og frestun skóla Sóttvarnalæknir leggur til verulega hertar sóttvarnaaðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem lagt er til er 20 manna samkomubann og að skólar taki seinna til starfa en áður var gert ráð fyrir. 20. desember 2021 16:02
Bólusetningar hafa gert mikið gagn Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. 20. desember 2021 15:25
Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12