Höfnuðu því að gera hlé á enska boltanum um jólin Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2021 15:30 Mohamed Salah og félagar í Liverpool eiga að mæta Leeds í hádeginu á öðrum degi jóla og sá leikur er áfram á áætlun eftir fund dagsins. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Forráðamenn ensku úrvalsdeildarfélaganna í fótbolta ákváðu í dag að keppni yrði áfram haldið í deildinni eins og mögulegt er um jólin, þrátt fyrir mikla fjölgun kórónuveirusmita hjá leikmönnum. Á síðustu tíu dögum hefur þurft að fresta alls tíu leikjum vegna hópsmita hjá liðunum, þar af sex leikjum um nýliðna helgi. Á föstudag var ákveðið að neyðarfundur yrði haldinn í dag og samkvæmt Daily Mail er niðurstaða þess fundar að gera ekki hlé á ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að til að mynda knattspyrnustjórar Brentford og Newcastle hafi kallað eftir því í fjölmiðlum. Samkvæmt Daily Mail hefðu 14 af úrvalsdeildarfélögunum 20 þurft að samþykkja hlé til að það yrði gert. Meirihluti studdi hins vegar við áætlanir deildarinnar um að reyna til hins ítrasta að halda keppni áfram. BREAKING: Premier League clubs reject the idea of cancelling a round of Christmas fixtures https://t.co/SvyoddxjPm pic.twitter.com/HMVBewvAse— MailOnline Sport (@MailSport) December 20, 2021 Enska knattspyrnusambandið hefur hins vegar hætt við að láta endurtaka leiki í 3. og 4. umferð enska bikarsins þegar lið gera jafntefli, samkvæmt heimildum Daily Mail. Frestaðir leikir Brighton - Tottenham, 12. desember Brentford - Man United, 14. desember Burnley - Watford, 15. desember Leicester - Tottenham, 16. desember Man Utd - Brighton, 18. desember Southampton - Brentford, 18. desember Aston Villa - Burnley, 18. desember Watford - Crystal Palace, 18. desember West Ham - Norwich, 18. desember Everton - Leicester, 19. desember Næstu leikir á Englandi eru í enska deildabikarnum en Arsenal mætir Sunderland annað kvöld og á miðvikudag eru þrír úrvalsdeildarslagir í 8-liða úrslitum keppninnar, þegar Tottenham og West Ham mætast, Brentford og Chelsea, og Liverpool og Leicester. Næsta umferð í ensku úrvalsdeildinni á nánast öll að fara fram á öðrum degi jóla, næsta sunnudag, en á að ljúka með leik Newcastle og Manchester United næsta mánudag. Önnur jólaumferð fer svo fram dagana 28.-30. desember og sú þriðja 1.-3. janúar. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Á síðustu tíu dögum hefur þurft að fresta alls tíu leikjum vegna hópsmita hjá liðunum, þar af sex leikjum um nýliðna helgi. Á föstudag var ákveðið að neyðarfundur yrði haldinn í dag og samkvæmt Daily Mail er niðurstaða þess fundar að gera ekki hlé á ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að til að mynda knattspyrnustjórar Brentford og Newcastle hafi kallað eftir því í fjölmiðlum. Samkvæmt Daily Mail hefðu 14 af úrvalsdeildarfélögunum 20 þurft að samþykkja hlé til að það yrði gert. Meirihluti studdi hins vegar við áætlanir deildarinnar um að reyna til hins ítrasta að halda keppni áfram. BREAKING: Premier League clubs reject the idea of cancelling a round of Christmas fixtures https://t.co/SvyoddxjPm pic.twitter.com/HMVBewvAse— MailOnline Sport (@MailSport) December 20, 2021 Enska knattspyrnusambandið hefur hins vegar hætt við að láta endurtaka leiki í 3. og 4. umferð enska bikarsins þegar lið gera jafntefli, samkvæmt heimildum Daily Mail. Frestaðir leikir Brighton - Tottenham, 12. desember Brentford - Man United, 14. desember Burnley - Watford, 15. desember Leicester - Tottenham, 16. desember Man Utd - Brighton, 18. desember Southampton - Brentford, 18. desember Aston Villa - Burnley, 18. desember Watford - Crystal Palace, 18. desember West Ham - Norwich, 18. desember Everton - Leicester, 19. desember Næstu leikir á Englandi eru í enska deildabikarnum en Arsenal mætir Sunderland annað kvöld og á miðvikudag eru þrír úrvalsdeildarslagir í 8-liða úrslitum keppninnar, þegar Tottenham og West Ham mætast, Brentford og Chelsea, og Liverpool og Leicester. Næsta umferð í ensku úrvalsdeildinni á nánast öll að fara fram á öðrum degi jóla, næsta sunnudag, en á að ljúka með leik Newcastle og Manchester United næsta mánudag. Önnur jólaumferð fer svo fram dagana 28.-30. desember og sú þriðja 1.-3. janúar.
Frestaðir leikir Brighton - Tottenham, 12. desember Brentford - Man United, 14. desember Burnley - Watford, 15. desember Leicester - Tottenham, 16. desember Man Utd - Brighton, 18. desember Southampton - Brentford, 18. desember Aston Villa - Burnley, 18. desember Watford - Crystal Palace, 18. desember West Ham - Norwich, 18. desember Everton - Leicester, 19. desember
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira