„Grafalvarlegt mál að læsa frískt fólk inni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2021 09:06 Bergþór Ólason segir óskiljanlegt að sóttvarnaaðgerðir séu nær þær sömu í dag og fyrir ári síðan. Vísir/Vilhelm „Nú eru flestir sem hnepptir eru í varðhald, þ.e. sóttkví eða einangrun, fullfrískir eða finna fyrir „léttum flensueinkennum“. Þegar þetta er skrifað eru ellefu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu, 2.449 í sóttkví og 1.724 í einangrun.“ Þetta skrifar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hann gagnrýnir þar núverandi sóttvarnaaðgerðir í ljósi þess að þjóðin sé nær öll bólusett, hvað þá í aðdraganda jóla. Fjórir dagar eru í dag til aðfangadags og bendir Bergþór á að jólin séu hátíð þar sem stærstur hluti íslenskra fjölskyldna kemur saman og nýtur samverunnar. „Fyrir ári þurftu margir að draga saman seglin um jólin þegar kom að samverustundum enda heimsfaraldur í gangi og bólusetningar varla hafnar hér á landi. Enginn var almennilega öruggur, ekki var hægt að útiloka fjölda alvarlegra veikindatilfella sem hefði getað riðið Landspítalann að fullu miðað við mat þeirra sem best þekkja til,“ skrifar Bergþór. Ekki faraldrinum að kenna heldur lélegri stjórn heilbrigðismála Hann segir að þá hafi verið full ástæða til að fara svo varlega. En síðan þá hafi margt breyst. „Íslenska þjóðin er nær fullbólusett - og flestir þeirra 90% bólusettra eru þríbólusettir. Alvarleg veikindatilfelli eru því fá, sem betur fer. Meira fé var lagt til Landspítalans undir þeim formerkjum að mæta Covid-19 um leið og viðkvæmir hópar sem ekki geta þegið bólusetningu hafa haldið sig til hlés af illri nauðsyn eins og gagnvart öðrum smitsjúkdómum sem herja á samfélög þessa heims.“ Hann segir allar þessar aðgerðir hljóta að bjóða eðlilegt líf fyrir landsmenn en nú, segir hann, sé fólki meinað það aftur að njóta jólanna með ástvinum sínum, „í nafni sóttvarna.“ „En þetta er ekki heimsfaraldrinum að kenna heldur lélegri stjórn heilbrigðismála undanfarin tvö ár, frá því faraldurinn hófst. Fátt hefur verið gert til að auka getu spítalans til að taka á móti þessum alvarlegu veikindatilfellum,“ skrifar Bergþór. „Þetta má ekki gerast aftur“ Rúmum hafi ekki fjölgað og fráflæðisvandi spítalans hafi ekki verið leystur. „Því fé sem veitt var til Landspítalans, umfram það sem var áður, virðist ekki hafa verið varið til að leysa brýnasta vandann er viðkemur Covid-19, á þeirri stöðu ber fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem enn situr í ríkisstjórn, fulla ábyrgð.“ Hann veltir því fyrir sér hvort ráðherrar hafi gleymt því „í öllu atinu“ að það sé „grafalvarlegt mál að læsa fólk inni.“ „Fólk sem er ekki einu sinni veikt. Fólk sem hefur ekkert gert af sér annað en að fylgja öllum leiðbeiningum, boðum og bönnum stjórnvalda í heimsfaraldri - bólusett sig ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar undir því loforði að þá getum við horfið aftur til eðlilegs lífs,“ skrifar Bergþór. „Þetta má ekki gerast aftur - fyrsti tíminn er bestur til að átta sig á því - frelsi okkar og geðheilsa er í húfi.“ Alþingi Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Jól Tengdar fréttir Ekki fleiri greinst smitaðir á Alþingi Ekki hafa fleiri þingmenn eða starfsmenn Alþingis greinst með kórónuveiruna síðan á laugardag. 20. desember 2021 09:00 Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02 Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Þetta skrifar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hann gagnrýnir þar núverandi sóttvarnaaðgerðir í ljósi þess að þjóðin sé nær öll bólusett, hvað þá í aðdraganda jóla. Fjórir dagar eru í dag til aðfangadags og bendir Bergþór á að jólin séu hátíð þar sem stærstur hluti íslenskra fjölskyldna kemur saman og nýtur samverunnar. „Fyrir ári þurftu margir að draga saman seglin um jólin þegar kom að samverustundum enda heimsfaraldur í gangi og bólusetningar varla hafnar hér á landi. Enginn var almennilega öruggur, ekki var hægt að útiloka fjölda alvarlegra veikindatilfella sem hefði getað riðið Landspítalann að fullu miðað við mat þeirra sem best þekkja til,“ skrifar Bergþór. Ekki faraldrinum að kenna heldur lélegri stjórn heilbrigðismála Hann segir að þá hafi verið full ástæða til að fara svo varlega. En síðan þá hafi margt breyst. „Íslenska þjóðin er nær fullbólusett - og flestir þeirra 90% bólusettra eru þríbólusettir. Alvarleg veikindatilfelli eru því fá, sem betur fer. Meira fé var lagt til Landspítalans undir þeim formerkjum að mæta Covid-19 um leið og viðkvæmir hópar sem ekki geta þegið bólusetningu hafa haldið sig til hlés af illri nauðsyn eins og gagnvart öðrum smitsjúkdómum sem herja á samfélög þessa heims.“ Hann segir allar þessar aðgerðir hljóta að bjóða eðlilegt líf fyrir landsmenn en nú, segir hann, sé fólki meinað það aftur að njóta jólanna með ástvinum sínum, „í nafni sóttvarna.“ „En þetta er ekki heimsfaraldrinum að kenna heldur lélegri stjórn heilbrigðismála undanfarin tvö ár, frá því faraldurinn hófst. Fátt hefur verið gert til að auka getu spítalans til að taka á móti þessum alvarlegu veikindatilfellum,“ skrifar Bergþór. „Þetta má ekki gerast aftur“ Rúmum hafi ekki fjölgað og fráflæðisvandi spítalans hafi ekki verið leystur. „Því fé sem veitt var til Landspítalans, umfram það sem var áður, virðist ekki hafa verið varið til að leysa brýnasta vandann er viðkemur Covid-19, á þeirri stöðu ber fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem enn situr í ríkisstjórn, fulla ábyrgð.“ Hann veltir því fyrir sér hvort ráðherrar hafi gleymt því „í öllu atinu“ að það sé „grafalvarlegt mál að læsa fólk inni.“ „Fólk sem er ekki einu sinni veikt. Fólk sem hefur ekkert gert af sér annað en að fylgja öllum leiðbeiningum, boðum og bönnum stjórnvalda í heimsfaraldri - bólusett sig ekki einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar undir því loforði að þá getum við horfið aftur til eðlilegs lífs,“ skrifar Bergþór. „Þetta má ekki gerast aftur - fyrsti tíminn er bestur til að átta sig á því - frelsi okkar og geðheilsa er í húfi.“
Alþingi Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Jól Tengdar fréttir Ekki fleiri greinst smitaðir á Alþingi Ekki hafa fleiri þingmenn eða starfsmenn Alþingis greinst með kórónuveiruna síðan á laugardag. 20. desember 2021 09:00 Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02 Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Ekki fleiri greinst smitaðir á Alþingi Ekki hafa fleiri þingmenn eða starfsmenn Alþingis greinst með kórónuveiruna síðan á laugardag. 20. desember 2021 09:00
Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. 20. desember 2021 08:02
Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05