Brosir örugglega fram á næsta ár eftir að hafa fengið stórt faðmlag frá Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 14:01 Sara Sigmundsdóttir var ánægð með að vera komin aftur inn á keppnisgólfið Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir fékk mikið hrós frá mótshöldurum í Dúbaí fyrir að gefa sér alltaf tíma fyrir aðdáendur sína. Sara kláraði Dubai CrossFit Championship um helgina í sjöunda sæti og var þar aðeins einu stigi frá sjötta sætinu. Þetta var hennar fyrsta CrossFit mót eftir krossbandsslit og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Aðeins átta mánuðir voru liðnir frá aðgerð og andlegi þátturinn var einnig hjalli sem hún þurfti að komast yfir. Sara hafði ekki keppt í meira en ár en var á miklu skriði á lokadeginum þar sem hún hækkaði sig um nokkur sæti. Í síðustu fimm greinunum varð hún aldrei neðar en í sjöunda sæti og í þremur síðustu greinunum fékk hún samtals 250 af þeim 690 stigum sem hún endaði með. Sara varð þriðja í sjöundu og síðustu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Sara er gríðarlega vinsæl og það er ekki aðeins vegna frammistöðu sinnar inn á keppnisgólfinu heldur einnig fyrir það hvernig hún kemur fram og gefur sér tíma fyrir alla. Strax eftir að mótinu lauk þá gerðu mótshaldarar ekki aðeins mikið úr sigurvegurum mótsins, þeim Lauru Horvath frá Ungverjalandi og Roman Khrennikov frá Rússlandi, heldur einnig úr hvernig Sara sinnti sínum aðdáendum. Það voru einkum samskipti Söru og ungrar stelpu sem heilluðu alla upp úr skónum en það má sjá frábærar myndir af þeim tveimur hér fyrir ofan. „Dubai CrossFit Championship er einnig frábær staður til að gefa börnum (og fullorðnum) tækifæri til að nálgast hetjur sínar og fyrirmyndir,“ segir í færslunni. „Að hvetja næstu kynslóð og fylla þau andagift til að lifa betra, sterkara og heilsusamlegra lífi er einnig okkar markmið,“ segir í færslunni. „Sara Sigmundsdóttir er ein af þeim. Hún finnur alltaf tíma (og á tonn af brosum) fyrir alla sem vilja fá að hitta hana og taka mynd af sér með henni,“ segir í færslunni. CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
Sara kláraði Dubai CrossFit Championship um helgina í sjöunda sæti og var þar aðeins einu stigi frá sjötta sætinu. Þetta var hennar fyrsta CrossFit mót eftir krossbandsslit og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Aðeins átta mánuðir voru liðnir frá aðgerð og andlegi þátturinn var einnig hjalli sem hún þurfti að komast yfir. Sara hafði ekki keppt í meira en ár en var á miklu skriði á lokadeginum þar sem hún hækkaði sig um nokkur sæti. Í síðustu fimm greinunum varð hún aldrei neðar en í sjöunda sæti og í þremur síðustu greinunum fékk hún samtals 250 af þeim 690 stigum sem hún endaði með. Sara varð þriðja í sjöundu og síðustu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Sara er gríðarlega vinsæl og það er ekki aðeins vegna frammistöðu sinnar inn á keppnisgólfinu heldur einnig fyrir það hvernig hún kemur fram og gefur sér tíma fyrir alla. Strax eftir að mótinu lauk þá gerðu mótshaldarar ekki aðeins mikið úr sigurvegurum mótsins, þeim Lauru Horvath frá Ungverjalandi og Roman Khrennikov frá Rússlandi, heldur einnig úr hvernig Sara sinnti sínum aðdáendum. Það voru einkum samskipti Söru og ungrar stelpu sem heilluðu alla upp úr skónum en það má sjá frábærar myndir af þeim tveimur hér fyrir ofan. „Dubai CrossFit Championship er einnig frábær staður til að gefa börnum (og fullorðnum) tækifæri til að nálgast hetjur sínar og fyrirmyndir,“ segir í færslunni. „Að hvetja næstu kynslóð og fylla þau andagift til að lifa betra, sterkara og heilsusamlegra lífi er einnig okkar markmið,“ segir í færslunni. „Sara Sigmundsdóttir er ein af þeim. Hún finnur alltaf tíma (og á tonn af brosum) fyrir alla sem vilja fá að hitta hana og taka mynd af sér með henni,“ segir í færslunni.
CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira