Þyrla gæslunnar var kölluð út á fimmta tímanum í dag og var komin á slysstað um klukkan korter yfir fimm. Hún lenti síðan á Borgarspítalanum laust eftir klukkan sex.
Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu.
Hann hefur ekki frekari upplýsingar um slysið, hvort þar hafi fleiri slasast eða hvernig slysið atvikaðist.