„Það er eitthvað mikið að gerast“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2021 12:09 Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir ómíkron-bylgju geta skollið á í janúar. Vísir/Arnar Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 200 greindust með kórónuveiruna í gær en aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst á einum degi, 206 innanlands 15. nóvember síðastliðinn. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. Rúmlega 1.200 manns hafa þá greinst með veiruna frá því á laugardag í síðustu viku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að faraldurinn sé í veldisvexti og Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir tölur gærdagsins ískyggilegar. „Þetta lítur ekki vel út en var komið einhvern veginn af stað í átt að svona bylgju fyrir nokkrum dögum, þannig að við eigum eftir að sjá þennan fjölda í talsverðan tíma í viðbót. Af því það tekur alltaf þennan tíma að ná þessu niður aftur,“ segir Thor. „Það er ótrúlegt að það skuli nást aftur svona vöxtur svona fljótt, þannig að það er eitthvað mikið að gerast.“ Borgi sig að fara strax hart í aðgerðir Þó að margir hafi þegar fengið örvunarskammt bóluefnis muni árangur af honum ekki koma almennilega fram fyrr en eftir talsverðan tíma. „Þannig að það er alveg nóg af fólki eftir til að smitast og auðvitað tekur líka tíma fyrir raunverulega þriðja skammtinn að verða virkur. Það yrði þá meira undirbúningur fyrir janúar, ef það væri alveg sérstakt átak núna að klára þriðja skammtinn, því það gæti allt eins gerst að það komi önnur stór bylgja í janúar, sem væri þá meira ómíkron-drifin,“ segir Thor. Búast megi við svipaðri þróun hér á næstu vikum og í Danörku og Noregi, þar sem ómíkron er í hröðum vexti og grípa hefur þurft til mjög harðra aðgerða. Taka eigi stöðuna alvarlega. „Þá sýnir það sig að það borgar sig að fara frekar hart í aðgerðir strax, og þá ætti þetta að taka styttri tíma,“ segir Thor. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 Sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, biðlar til foreldra að láta sér ekki niðurstöður úr tilraunum sem hafa verið gerðar á börnum með bóluefni sem vind um eyru þjóta. „Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi,“ segir hann í færslu á Facebook. 18. desember 2021 21:23 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
200 greindust með kórónuveiruna í gær en aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst á einum degi, 206 innanlands 15. nóvember síðastliðinn. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. Rúmlega 1.200 manns hafa þá greinst með veiruna frá því á laugardag í síðustu viku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að faraldurinn sé í veldisvexti og Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir tölur gærdagsins ískyggilegar. „Þetta lítur ekki vel út en var komið einhvern veginn af stað í átt að svona bylgju fyrir nokkrum dögum, þannig að við eigum eftir að sjá þennan fjölda í talsverðan tíma í viðbót. Af því það tekur alltaf þennan tíma að ná þessu niður aftur,“ segir Thor. „Það er ótrúlegt að það skuli nást aftur svona vöxtur svona fljótt, þannig að það er eitthvað mikið að gerast.“ Borgi sig að fara strax hart í aðgerðir Þó að margir hafi þegar fengið örvunarskammt bóluefnis muni árangur af honum ekki koma almennilega fram fyrr en eftir talsverðan tíma. „Þannig að það er alveg nóg af fólki eftir til að smitast og auðvitað tekur líka tíma fyrir raunverulega þriðja skammtinn að verða virkur. Það yrði þá meira undirbúningur fyrir janúar, ef það væri alveg sérstakt átak núna að klára þriðja skammtinn, því það gæti allt eins gerst að það komi önnur stór bylgja í janúar, sem væri þá meira ómíkron-drifin,“ segir Thor. Búast megi við svipaðri þróun hér á næstu vikum og í Danörku og Noregi, þar sem ómíkron er í hröðum vexti og grípa hefur þurft til mjög harðra aðgerða. Taka eigi stöðuna alvarlega. „Þá sýnir það sig að það borgar sig að fara frekar hart í aðgerðir strax, og þá ætti þetta að taka styttri tíma,“ segir Thor.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 Sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, biðlar til foreldra að láta sér ekki niðurstöður úr tilraunum sem hafa verið gerðar á börnum með bóluefni sem vind um eyru þjóta. „Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi,“ segir hann í færslu á Facebook. 18. desember 2021 21:23 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28
Sannarlega ekki slæmt að gera tilraunir á börnum Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, biðlar til foreldra að láta sér ekki niðurstöður úr tilraunum sem hafa verið gerðar á börnum með bóluefni sem vind um eyru þjóta. „Við erum svo heppin að hópur barna hefur nú þegar tekið að sér að taka þátt í tilraun og sýnt fram á gagnsemi,“ segir hann í færslu á Facebook. 18. desember 2021 21:23
Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40