Innlent

Slökkvi­liðið biður fólk að passa sig á „co­vid fjandanum“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í fjölmörg útköll síðasta sólarhringinn.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í fjölmörg útköll síðasta sólarhringinn. Vísir/Vilhelm

Nóg hefur verið að gera hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn. Slökkviliðið biður fólk um að fara varlega og passa sig á „covid fjandanum.“

113 sjúkrabílar sinntu útköllum síðasta sólarhringinn og kalla þurfti út fimm slökkvibíla. Þar stóð hæst eldur í bakhúsi á Frakkastíg en þar fór svo sannarlega betur en á horfðist. Engan sakaði en töluverðar skemmdir urðu á húsinu.

Slökkviliðið biður fólk enn fremur að huga að persónulegum sóttvörnum en þetta kemur fram í Facebook-færslu hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×