Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2021 13:07 Ull af íslensku sauðkindinni er alltaf eftirsóttari og eftirsóttari, sem þýðir að bændur munu vonandi fá hærra verð fyrir ullina. Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi er með fallegt fé og það er falleg ull á því, sem verður alltaf verðmætari og verðmætari. Prjónakonur og karlar hafa verið dugleg að prjóna úr ullinni en nú er hún líka komin í útivistarfatnað. Það eru sauðfjárbændur og talsmenn greinarinnar hæst ánægðir með. „Við erum í rauninni að nýta núna ull, sem hefur farið í verðminni vöru í svona hátískunútíma fatnað. Þannig að þetta er skemmtileg þróun og enn ein stoðin undir þessa hágæða vöru, sem ullin er. Bændur eru bara mjög stoltir af því að það sé einhver, sem tekur þetta hágæða hráefni, sem við erum mjög stoltir af og vöndum okkur við að hafa það gott og sýnir þeim þann sóma sem það á skilið,“ segir Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir bændur mjög stolta og ánægða með hvað íslenska ullin nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er Icewear sem er með nýja útivistarfatnaðinn með íslensku ullinni, sem hefur slegið í gegn hér heima og erlendis með slagorðinu; „Ull verður gull“. „Ég fullyrði það að þetta er besta einangrun, sem ég á ævinni hef kynnst. Ullin fer ekki í köggla eins og dúninn, hún andar og hún er náttúrlega umhverfisvænt, náttúrulegt efni, polyester er náttúrlega bara unnið úr olíu,“ segir Ágúst Þór Eiríksson eigandi og stofnandi Icewear. Ágúst Þór hjá Icewear spjallar hér við Magnús bónda í Oddgeirshólum um íslensku ullina og gæði hennar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ágúst segir að það sé mikill kostur við íslensku ullina að hún sé með tog og þel, sem gerir hana svo létta og þægilega. „Ég spái því að þetta verkefni hjá okkur gæti verið upphafi af nýjum búháttum, að hér gæti borgað sig að fara að rækta sauðfé til að hirða af því ullina,“ bætir Ágúst við. Þannig að það er ekki bara íslenska lambakjötið, sem kindin er þekktust fyrir ? „Nei, nei, við þurfum ekki að slátra kindinni, við getum hirt ullina endalaust af henni,“ segir Ágúst bjartsýn með framtíð íslensku ullarinnar. Íslensk ull hefur slegið í gegn í nýjum útivistarvörum frá Icewear, bæði á Íslandi og erlendis. Hér eru Ágúst Þór og Magnús í nýjum úlpum, sem eru m.a. einangraðar með ull, staddir í fjárhúsinu í Oddgeirshólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi er með fallegt fé og það er falleg ull á því, sem verður alltaf verðmætari og verðmætari. Prjónakonur og karlar hafa verið dugleg að prjóna úr ullinni en nú er hún líka komin í útivistarfatnað. Það eru sauðfjárbændur og talsmenn greinarinnar hæst ánægðir með. „Við erum í rauninni að nýta núna ull, sem hefur farið í verðminni vöru í svona hátískunútíma fatnað. Þannig að þetta er skemmtileg þróun og enn ein stoðin undir þessa hágæða vöru, sem ullin er. Bændur eru bara mjög stoltir af því að það sé einhver, sem tekur þetta hágæða hráefni, sem við erum mjög stoltir af og vöndum okkur við að hafa það gott og sýnir þeim þann sóma sem það á skilið,“ segir Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir bændur mjög stolta og ánægða með hvað íslenska ullin nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er Icewear sem er með nýja útivistarfatnaðinn með íslensku ullinni, sem hefur slegið í gegn hér heima og erlendis með slagorðinu; „Ull verður gull“. „Ég fullyrði það að þetta er besta einangrun, sem ég á ævinni hef kynnst. Ullin fer ekki í köggla eins og dúninn, hún andar og hún er náttúrlega umhverfisvænt, náttúrulegt efni, polyester er náttúrlega bara unnið úr olíu,“ segir Ágúst Þór Eiríksson eigandi og stofnandi Icewear. Ágúst Þór hjá Icewear spjallar hér við Magnús bónda í Oddgeirshólum um íslensku ullina og gæði hennar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ágúst segir að það sé mikill kostur við íslensku ullina að hún sé með tog og þel, sem gerir hana svo létta og þægilega. „Ég spái því að þetta verkefni hjá okkur gæti verið upphafi af nýjum búháttum, að hér gæti borgað sig að fara að rækta sauðfé til að hirða af því ullina,“ bætir Ágúst við. Þannig að það er ekki bara íslenska lambakjötið, sem kindin er þekktust fyrir ? „Nei, nei, við þurfum ekki að slátra kindinni, við getum hirt ullina endalaust af henni,“ segir Ágúst bjartsýn með framtíð íslensku ullarinnar. Íslensk ull hefur slegið í gegn í nýjum útivistarvörum frá Icewear, bæði á Íslandi og erlendis. Hér eru Ágúst Þór og Magnús í nýjum úlpum, sem eru m.a. einangraðar með ull, staddir í fjárhúsinu í Oddgeirshólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira