Handbolti

Snorri Steinn Guðjónsson: Við náðum í tvö stig

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Snorri Steinn var ekki nógu ánægður með frammistöðu liðsins, en sáttur við stigin tvö.
Snorri Steinn var ekki nógu ánægður með frammistöðu liðsins, en sáttur við stigin tvö. Vísir/Hulda Margrét

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals var feginn með sigur liðs síns á HK í kvöld. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörkuleik í Kórnum.

„Við náðum í tvö stig. Ég er ekki nógu ánægður með frammistöðuna. HK gerði okkur Erfitt fyrir og voru flottir í dag og hafa verið flottir í undanförnum leikjum. Ég er mjög ánægður með að hafa unnið leikinn og maður getur svo sem ekki fengið meira en tvö stig.“

Mikið álag hefur verið á Valsliðinu á tímabilinu og liðið ekki spilað eins vel undan farnar vikur líkt og í byrjun tímabils.

„Heilt yfir kannski ekki okkar besti leikur og svona undanfarnir leikir kannski verið svolítið þungir hjá okkur. Kannski að einhverju leyti við búið. Eitthvað sem ég að einhverju leyti reiknaði með, en við komumst í gegnum það og gerðum það þokkalega og náðum að safna þessum stigum sem gerir það að verkum að við erum allavegana í toppbaráttunni. Það er gott. Fyrri hlutinn (af tímabilinu) er ég bara mjög ánægður með. Það var náttúrulega mikil keyrsla á okkur í upphafi og svo kvarnaðist aðeins úr hópnum, en við komumst í gegnum það á góðan hátt.“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals þekkir handboltadagatalið vel af fyrri reynslu og er sáttur með að komast í jólafrí.

„Ég er alveg sáttur að fara inn í smá jólafrí. Þetta er búið að vera törn og það er alveg gott að anda, en ef ég þekki mig rétt þá svona fljótlega í janúar verður maður farinn að ókyrrast og vill bara byrja þetta. Maður svo sem þekkir ekkert annað. Það er stórmót í janúar á hverju ári og yfirleitt alltaf er Ísland með á þessum mótum. Þannig að fara í pásu í janúar er ekkert nýtt, en janúar er ekkert skemmtilegasti mánuðurinn fyrir drengina. Æfingarnar verða þungar.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×