Gengst við því að hafa gert of mikið úr veikindum barna Eiður Þór Árnason skrifar 17. desember 2021 15:34 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur gengist við gagnrýni á umfjöllun hans um veikindi barna af völdum Covid-19 og leiðrétt fyrra mat sitt í samræmi við það. Þrátt fyrir þetta segir hann heildarniðurstöðuna vera þá sömu, það er að COVID-19 geti verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum sem réttlæti bólusetningu. Á seinustu dögum hafa komið fram athugasemdir við nýlegan pistil Þórólfs þar sem hann fjallaði um um alvarlegar afleiðingar COVID-19 hjá börnum og virkni bólusetninga. Í umtöluðum pistli, sem birtist á mánudag, kom meðal annars fram að spítalainnlagnir hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára væru um 0,6% af öllum smitum og vitnað í samantekt Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins. Beindist gagnrýnin meðal annars að því að Þórólfur hafi ekki tekið fram að sú tala miðaðist bara við greind börn sem sýndu einkenni en í sömu skýrslu Sóttvarnastofnunarinnar segir að um helmingur barna sem greinist sé einkennalaus. Var meðal annars vakið máls á þessu í færslu Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins. Hlutfallið sennilega lægra „Eins og réttilega kemur fram í athugasemdunum þá var hlutfall spítalainnlagna 0,6% hjá þeim börnum sem voru með einkenni af völdum COVID-19 en einkennin voru ekki skilgreind nánar. Það er því rökrétt að álykta sem svo að hlutfallið sé sennilega lægra þegar miðað er við öll smit með eða án einkenna,“ segir Þórólfur í nýjasta pistli sínum sem birtist á Covid.is. Hann heldur áfram og segir að þegar upplýsingar frá Bandaríkjunum, sem hann vitnaði sömuleiðis til, séu skoðaðar séu sjúkdómstilfelli ekki aðgreind eftir einkennum. „Líklegt má því telja að fjöldi tilfellanna samanstandi bæði af börnum með einkenni og börnum án einkenna. Hlutfall spítalainnlagna í Bandaríkjunum er hins vegar svipað og greint er frá í uppgjöri Sóttvarnastofnunar Evrópu.“ Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára með bóluefni Pfizer. Til stendur að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Að sögn Þórólfs liggur ekki fyrir hvert hlutfall einkennalausra barna er á Íslandi og þá ber erlendum rannsóknum ekki saman um hlutfallið. Í áðurnefndri samantekt Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins sé vitnað í eina rannsókn þar sem talið sé að allt að 50% barna með COVID-19 geti verið einkennalaus. Í annarri nýlegri samantekt sé hins vegar talið að hlutfallið geti verið á bilinu 15 til 42%. „Ef áætlað er að meðaltal úr bandarísku rannsóknunum sé nærri raunveruleikanum þá má álykta að einkenni sjáist hjá 70% barna sem smitast af COVID-19,“ segir sóttvarnalæknir. Þrettán börn gæti lent á gjörgæsludeild Ef gengið er út frá því hlutfalli og miðað við að öll 32 þúsund börn hér á landi á aldrinum 5 til 11 ára smitist af COVID-19 segir Þórólfur að innlagnir gæti orðið 134 (í stað 100 til 200 sem getið var um í fyrri pistli), 13 lagst inn á gjörgæsludeild (í stað 16 sem getið var um í pistlinum) og um eitt barn látist (í stað 1 til 2). Sömuleiðis hafa verið gerðar athugasemdir við að fram hafi komið í fyrri pistli Þórólfs um virkni bólusetningar hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára að hún væri 90% gegn smiti. „Eins og réttilega er bent á þá er virknin 90% gegn smiti hjá börnum með einkenni. Ávinningur af bólusetningunni er eftir sem áður ótvíræður,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01 Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. 13. desember 2021 20:00 Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira
Þrátt fyrir þetta segir hann heildarniðurstöðuna vera þá sömu, það er að COVID-19 geti verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum sem réttlæti bólusetningu. Á seinustu dögum hafa komið fram athugasemdir við nýlegan pistil Þórólfs þar sem hann fjallaði um um alvarlegar afleiðingar COVID-19 hjá börnum og virkni bólusetninga. Í umtöluðum pistli, sem birtist á mánudag, kom meðal annars fram að spítalainnlagnir hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára væru um 0,6% af öllum smitum og vitnað í samantekt Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins. Beindist gagnrýnin meðal annars að því að Þórólfur hafi ekki tekið fram að sú tala miðaðist bara við greind börn sem sýndu einkenni en í sömu skýrslu Sóttvarnastofnunarinnar segir að um helmingur barna sem greinist sé einkennalaus. Var meðal annars vakið máls á þessu í færslu Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins. Hlutfallið sennilega lægra „Eins og réttilega kemur fram í athugasemdunum þá var hlutfall spítalainnlagna 0,6% hjá þeim börnum sem voru með einkenni af völdum COVID-19 en einkennin voru ekki skilgreind nánar. Það er því rökrétt að álykta sem svo að hlutfallið sé sennilega lægra þegar miðað er við öll smit með eða án einkenna,“ segir Þórólfur í nýjasta pistli sínum sem birtist á Covid.is. Hann heldur áfram og segir að þegar upplýsingar frá Bandaríkjunum, sem hann vitnaði sömuleiðis til, séu skoðaðar séu sjúkdómstilfelli ekki aðgreind eftir einkennum. „Líklegt má því telja að fjöldi tilfellanna samanstandi bæði af börnum með einkenni og börnum án einkenna. Hlutfall spítalainnlagna í Bandaríkjunum er hins vegar svipað og greint er frá í uppgjöri Sóttvarnastofnunar Evrópu.“ Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára með bóluefni Pfizer. Til stendur að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Að sögn Þórólfs liggur ekki fyrir hvert hlutfall einkennalausra barna er á Íslandi og þá ber erlendum rannsóknum ekki saman um hlutfallið. Í áðurnefndri samantekt Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins sé vitnað í eina rannsókn þar sem talið sé að allt að 50% barna með COVID-19 geti verið einkennalaus. Í annarri nýlegri samantekt sé hins vegar talið að hlutfallið geti verið á bilinu 15 til 42%. „Ef áætlað er að meðaltal úr bandarísku rannsóknunum sé nærri raunveruleikanum þá má álykta að einkenni sjáist hjá 70% barna sem smitast af COVID-19,“ segir sóttvarnalæknir. Þrettán börn gæti lent á gjörgæsludeild Ef gengið er út frá því hlutfalli og miðað við að öll 32 þúsund börn hér á landi á aldrinum 5 til 11 ára smitist af COVID-19 segir Þórólfur að innlagnir gæti orðið 134 (í stað 100 til 200 sem getið var um í fyrri pistli), 13 lagst inn á gjörgæsludeild (í stað 16 sem getið var um í pistlinum) og um eitt barn látist (í stað 1 til 2). Sömuleiðis hafa verið gerðar athugasemdir við að fram hafi komið í fyrri pistli Þórólfs um virkni bólusetningar hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára að hún væri 90% gegn smiti. „Eins og réttilega er bent á þá er virknin 90% gegn smiti hjá börnum með einkenni. Ávinningur af bólusetningunni er eftir sem áður ótvíræður,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01 Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. 13. desember 2021 20:00 Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins Sjá meira
Óbólusett börn geta veikst mikið af nýjum veiruafbrigðum Prófessor í barnalækningum og smitsjúkdómum segir það samfélagslega ábyrgð fullorðinna að láta bólusetja börnin sín, sem geti veikst alvarlega af nýju afbrigðum veirunnar. Ljósið í myrkrinu, að börnin mundu öll sleppa vel, er slokknað. Faraldurinn er á hraðri uppleið enn á ný og það eru óbólusett börn sem halda honum uppi, segir sóttvarnalæknir. 16. desember 2021 20:01
Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. 13. desember 2021 20:00
Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44