Hæstánægður með Hauk og leitar að nýjum aðstoðarmanni Kolbeinn Tumi Daðason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 17. desember 2021 12:18 Jón Gunnarsson ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/vilhelm Jón Gunnarsson innanríkisráðherra segir skilnað hans og aðstoðarmannsins Hreins Loftssonar í ráðuneytinu í góðu og til greina komið að Hreinn fari í ákveðin sérverkefni í ráðuneytinu. Hann ætlar að leita sér að nýjum aðstoðarmanni til viðbótar við Brynjar Níelsson. Það vakti athygli í gær þegar Hreinn Loftsson tilkynnti óvænt að hann ætlaði ekki að vera aðstoðarmaður Jóns í dómsmálaráðuneytinu. Gerði hann það aðeins tveimur vikum eftir að hafa tekið starfið að sér. Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Fyrr um daginn hafði Jón tilkynnt starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins að hann hefði skipt um skoðun og ætlaði ekki að auglýsa starf ráðuneytisstjóra til umsóknar. Forveri hans Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafði tilkynnt Hauki Guðmundssyni ráðuneytisstjóra að auglýsa ætti starfið. Haukur hafði tilkynnt starfsfólki ráðuneytisins í tölvupósti að hann ætlaði að sækja um starfið. „Enda þótt mér sé auðvitað ljóst að ákvarðanir af þessu tagi eru sjaldnast teknar vegna þess að veitingavaldshafann þyrsti í óbreytt ástand,“ sagði Haukur í tölvupósti til starfsmanna. Haukur sagði Jón hafa staðfest við sig að hann ætlaði að auglýsa starfið, eins og Áslaug hafði tilkynnt honum. En það breyttist svo í gær. Jón segir þá Hrein skilja í mjög góðu og ræði möguleika á að hann taki af sér sérverkefni. Hann vildi ekki gefa frekari skýringar en komu fram í Facebook-færslu Hreins í gær. „Málefni ráðuneytisins eru fjölmörg og spennandi. Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins. Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum.“ Þá segist Jón ekki endilega sammála forvera sínum að auglýsa ætti stöðuna. „Ég tel að það þurfi alltaf að fara fram einhvers konar mat,“ segir Jón. Hann segist mjög sáttur við störf Hauks og annarra starfsmanna í ráðuneytinu. Starfið gangi mjög vel í ráðuneytinu. Þá segir Jón að þótt Brynjar Níelsson, hinn aðstoðarmaður Jóns, sé tveggja manna maki þá reikni hann með að ráða annan aðstoðarmann í stað Hreins. Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. 16. desember 2021 22:31 Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Það vakti athygli í gær þegar Hreinn Loftsson tilkynnti óvænt að hann ætlaði ekki að vera aðstoðarmaður Jóns í dómsmálaráðuneytinu. Gerði hann það aðeins tveimur vikum eftir að hafa tekið starfið að sér. Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Fyrr um daginn hafði Jón tilkynnt starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins að hann hefði skipt um skoðun og ætlaði ekki að auglýsa starf ráðuneytisstjóra til umsóknar. Forveri hans Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafði tilkynnt Hauki Guðmundssyni ráðuneytisstjóra að auglýsa ætti starfið. Haukur hafði tilkynnt starfsfólki ráðuneytisins í tölvupósti að hann ætlaði að sækja um starfið. „Enda þótt mér sé auðvitað ljóst að ákvarðanir af þessu tagi eru sjaldnast teknar vegna þess að veitingavaldshafann þyrsti í óbreytt ástand,“ sagði Haukur í tölvupósti til starfsmanna. Haukur sagði Jón hafa staðfest við sig að hann ætlaði að auglýsa starfið, eins og Áslaug hafði tilkynnt honum. En það breyttist svo í gær. Jón segir þá Hrein skilja í mjög góðu og ræði möguleika á að hann taki af sér sérverkefni. Hann vildi ekki gefa frekari skýringar en komu fram í Facebook-færslu Hreins í gær. „Málefni ráðuneytisins eru fjölmörg og spennandi. Ég tók því boði Jóns Gunnarssonar þegar hann bauð mér að halda áfram störfum við ráðherraskiptin í byrjun mánaðarins. Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum.“ Þá segist Jón ekki endilega sammála forvera sínum að auglýsa ætti stöðuna. „Ég tel að það þurfi alltaf að fara fram einhvers konar mat,“ segir Jón. Hann segist mjög sáttur við störf Hauks og annarra starfsmanna í ráðuneytinu. Starfið gangi mjög vel í ráðuneytinu. Þá segir Jón að þótt Brynjar Níelsson, hinn aðstoðarmaður Jóns, sé tveggja manna maki þá reikni hann með að ráða annan aðstoðarmann í stað Hreins.
Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. 16. desember 2021 22:31 Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. 16. desember 2021 22:31
Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. 16. desember 2021 20:19