Kynlífsþrælkun, mansal og umfangsmikil brotastarfsemi hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2021 19:01 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Vísir/Arnar Halldórsson Kynlífsþrælkun og mansal þrífst í miklum mæli hér á landi, að sögn greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sem telur mikla ógn stafa af skipulagðri brotastarfsemi. Þá fari íslenskur fíkniefnamarkaður stöðugt stækkandi. Talið er að hundruð einstaklinga tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að velta hennar hlaupi á milljörðum króna ár hvert. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu ríkislögreglustjóra sem varpar ljósi á umfangsmikla fíkniefnaneyslu, brotastarfsemi, peningaþvætti, mansal og fleira. „Þessi rannsókn leiddi í ljós að við erum á pari við aðrar borgir í Evrópu, miðað við þær rannsóknir sem þar hafa verið gerðar. Og það kom á óvart að amfetamínneysla virðist vera örlítið meiri hér á landi en í þeim borgum sem voru rannsakaðar í Evrópu,” segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Þá segir hann að ferðatakmarkanir virðist hafa haft lítil áhrif á innflutning fíkniefna til landsins. Sömuleiðis sé skipulögð brotastarfsemi hér svipuð og í nágrannalöndunum; meiri atvinnumennska, aukin notkun stafrænnar tækni og aukin fjölþjóðavæðing. Viðskiptin séu að miklu leyti að færast yfir á smáforrit en hér fyrir neðan má sjá auglýsingu þar sem fíkniefni og vændi eru auglýst. Runólfur segir ljóst að mansal þrífist hér á landi. „Það teljum við vera staðfest þó það hafi ekki farið mörg mál í gegnum ákæruferli hjá okkur. Það skýrist af því að lagaumgjörðin varð skýrari núna á þessu ári og við höfum upplýsingar um að það eru fleiri mál sem munu koma til kasta ákæruvaldsins og dómstóla í þessum málaflokki.” Helsta birtingarmyndin sé kynlífsþrælkun og vinnumansal. „Við sjáum það í byggingariðnaði, við sjáum það í ferðamannaiðnaðnum, og við sjáum að fólk lendir í mjög erfiðri stöðu. Það er verið að hagnýta sér neyð fullt af fólki. Þetta er mikið áhyggjuefni og við þurfum að bregðast við þessu,” segir Runólfur. Lögreglumál Vændi Fíkniefnabrot Lögreglan Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Talið er að hundruð einstaklinga tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að velta hennar hlaupi á milljörðum króna ár hvert. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu ríkislögreglustjóra sem varpar ljósi á umfangsmikla fíkniefnaneyslu, brotastarfsemi, peningaþvætti, mansal og fleira. „Þessi rannsókn leiddi í ljós að við erum á pari við aðrar borgir í Evrópu, miðað við þær rannsóknir sem þar hafa verið gerðar. Og það kom á óvart að amfetamínneysla virðist vera örlítið meiri hér á landi en í þeim borgum sem voru rannsakaðar í Evrópu,” segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Þá segir hann að ferðatakmarkanir virðist hafa haft lítil áhrif á innflutning fíkniefna til landsins. Sömuleiðis sé skipulögð brotastarfsemi hér svipuð og í nágrannalöndunum; meiri atvinnumennska, aukin notkun stafrænnar tækni og aukin fjölþjóðavæðing. Viðskiptin séu að miklu leyti að færast yfir á smáforrit en hér fyrir neðan má sjá auglýsingu þar sem fíkniefni og vændi eru auglýst. Runólfur segir ljóst að mansal þrífist hér á landi. „Það teljum við vera staðfest þó það hafi ekki farið mörg mál í gegnum ákæruferli hjá okkur. Það skýrist af því að lagaumgjörðin varð skýrari núna á þessu ári og við höfum upplýsingar um að það eru fleiri mál sem munu koma til kasta ákæruvaldsins og dómstóla í þessum málaflokki.” Helsta birtingarmyndin sé kynlífsþrælkun og vinnumansal. „Við sjáum það í byggingariðnaði, við sjáum það í ferðamannaiðnaðnum, og við sjáum að fólk lendir í mjög erfiðri stöðu. Það er verið að hagnýta sér neyð fullt af fólki. Þetta er mikið áhyggjuefni og við þurfum að bregðast við þessu,” segir Runólfur.
Lögreglumál Vændi Fíkniefnabrot Lögreglan Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira