Skrautlegi þjálfarinn sem kallaði sig „winner“ en tapaði nær öllum leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 14:01 Urban Meyer var rekinn sem þjálfari Jacksonville Jaguars í gær. AP/Gary McCullough Jacksonville Jaguars rak í gær þjálfara sinn Urban Meyer en hann náði aðeins að stýra þrettán leikjum hjá félaginu áður en hann þurfti að taka pokann sinn. Jaguars-liðið hefur aðeins unnið tvo af þrettán leikjum á tímabilinu og það er allt í rugli hjá liðinu. Lokasóknin er alltaf á dagskrá á þriðjudögum á Stöð 2 Sport en þar er farið yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni. Í síðasta þætti ræddu strákarnir einmitt umræddan Urban Meyer. „Urban Meyer er heldur betur skrautlegur karakter. Hann kemur úr háskólaboltanum og ég held bara að allir hjá Jacksonville félaginu hati nú Urban Meyer. Hann sagði við meðþjálfara sína á dögunum að hann væri winner en að þeir væru allir lúserar og bað þá um að bakka upp afrekaskrána sína,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson við upphafi umfjöllunnar um Meyer. „Þetta eru gæjar sem hann réð í vinnu. Hvað gengur þessum manni til,“ spurði Henry Birgir. „Þetta er algjörlega galið. Hæpið í kringum hann þegar hann kom inn í deildina. Það voru allir að tala um það að hann væri búinn að sanna sig sem sigurvegara í háskólaboltanum og hann myndi koma og gjörbreyta eyðimerkurgöngu Jaguars liðsins,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Hann er að taka hverju slæmu ákvöðina á fætur annarri. Við töluðum um það fyrr í þessum þætti þegar hann var að dansa við einhverja kornunga stelpu á einhverjum bar,“ sagði Maggi Peran. „Hann varð eftir í Cincinnati og í stað þess að fljúga heim þá fór hann á góðan bender og endaði á einhverjum stripstað,“ skaut Henry inn. „Menn í Bandaríkjunum eru margir farnir að tala um að þetta sé ekki bara vond þjálfaraákvörðun heldur ein sú versta í sögu NFL-deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Það er alveg eitthvað til eitthvað sem heitir að kunna að tapa. Þarna kemur hann með allt egó í heiminum sem einn besti háskólaþjálfarinn. Svo byrjar hann bara að tapa öllum leikjum og hann er ekki að ráða við það,“ sagði Valur Gunnarsson. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Urban Meyer. Klippa: Lokasóknin: Hinn skrautlegi Urban Meyer NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Sjá meira
Jaguars-liðið hefur aðeins unnið tvo af þrettán leikjum á tímabilinu og það er allt í rugli hjá liðinu. Lokasóknin er alltaf á dagskrá á þriðjudögum á Stöð 2 Sport en þar er farið yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni. Í síðasta þætti ræddu strákarnir einmitt umræddan Urban Meyer. „Urban Meyer er heldur betur skrautlegur karakter. Hann kemur úr háskólaboltanum og ég held bara að allir hjá Jacksonville félaginu hati nú Urban Meyer. Hann sagði við meðþjálfara sína á dögunum að hann væri winner en að þeir væru allir lúserar og bað þá um að bakka upp afrekaskrána sína,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson við upphafi umfjöllunnar um Meyer. „Þetta eru gæjar sem hann réð í vinnu. Hvað gengur þessum manni til,“ spurði Henry Birgir. „Þetta er algjörlega galið. Hæpið í kringum hann þegar hann kom inn í deildina. Það voru allir að tala um það að hann væri búinn að sanna sig sem sigurvegara í háskólaboltanum og hann myndi koma og gjörbreyta eyðimerkurgöngu Jaguars liðsins,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. „Hann er að taka hverju slæmu ákvöðina á fætur annarri. Við töluðum um það fyrr í þessum þætti þegar hann var að dansa við einhverja kornunga stelpu á einhverjum bar,“ sagði Maggi Peran. „Hann varð eftir í Cincinnati og í stað þess að fljúga heim þá fór hann á góðan bender og endaði á einhverjum stripstað,“ skaut Henry inn. „Menn í Bandaríkjunum eru margir farnir að tala um að þetta sé ekki bara vond þjálfaraákvörðun heldur ein sú versta í sögu NFL-deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Það er alveg eitthvað til eitthvað sem heitir að kunna að tapa. Þarna kemur hann með allt egó í heiminum sem einn besti háskólaþjálfarinn. Svo byrjar hann bara að tapa öllum leikjum og hann er ekki að ráða við það,“ sagði Valur Gunnarsson. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Urban Meyer. Klippa: Lokasóknin: Hinn skrautlegi Urban Meyer NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Sjá meira